Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Krosseyri, Linnetsstíg 3
Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir , áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.
Umsókn um undanþágu.
Fræðsluráð verður við erindinu með 3 atkvæðum gegn 1 atkvæði Harðar Svavarssonar
Kynntar viðmiðunarstundaskrár grunnskólanna skólaárið 2016-2017
Fræðsluráð felur fræðslu- og frístundasviði áframhald málsins í samræmi við um ræður á fundinum.
Kynnt úthlutun Endurmenntunarsjóðs grunnskóla fyrir skólaárið 2016-2017 til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.
Kynntur samningur við ISS um sölu skólamatar í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Fræðslustjóri skýrði frá því að verið sé að taka saman upplýsingar frá skólastjórum um hvort hafragrautur verði framreiddur í upphafi skóladags í viðkomandi skóla eins og tilboð frá Skólaaski býður uppá. Einnig að kannaður verði áhugi og möguleikar á útfærslu á að bjóða ávexti til sölu í skólunum.
Kynnt sex mánaða uppgjör fræðslu- og frístundaþjónustu.
Bréf Velferðarvaktar lagt fram til kynningar.
Fræðsluráð fagnar umræðu um fyrirkomulag við innkaup á námsgögnum barna. Lagðar fram upplýsingar frá grunnskólum bæjarins um hvaða leiðir eru farnar við gerð innkaupalista og hvort leitað hafi verið leiða til að draga úr kostnaði foreldra við kaup á skólagögnum barna sinna. Fræðsluráð fagnar frumkvæði Foreldraráðs Hafnarfjarðar um endurnýtingu námsgagna undir yfirskrift átaksins „Gefðu skóladótinu framhaldslíf“ sem nú stendur yfir. Nytjamarkaði hefur verið komið upp í verslunarmiðstöðinni Firði þar sem endurnýting námsgagna fer fram.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafa þá sameiginlegu stefnu að unnið verði að því markvisst við að gera grunnskólann raunverulega gjaldfrjálsan og að skólarnir sjái nemendum sínum fyrir ritföngum og öðrum nauðsynjum sem teljast hluti af almennri skólasókn íslenskra barna án endurgjalds. Eðlilegt er að öll útgjöld vegna reksturs grunnskóla séu fjármögnuð í gegnum sameiginlega sjóði og þannig tryggt að öll þjónusta þeirra sé í boði án tillits til efnahags. Núverandi fyrirkomulag leiðir óhjákvæmilega til aðstöðumunar milli barna og það eigum við sem samfélag ekki að sætta okkur við. Lögð er fram svohljóðandi tillaga Leggjum við því til að sett verði af stað markviss vinna sem hafi það að markmiði að tryggja gjaldfrjálsan grunnskóla frá árinu 2018, sem m.a. miði að því að ekki verði greitt sérstaklega fyrir það sem í dag er skilgreind sem valkvæð þjónustan en í reynd löngu orðin almenn og órjúfanlegur hluti af skólastarfinu, s.s. ritföng og skólamatur. Með þessu verði gerð tilraun til að að uppfylla anda grunnskólalaganna, um að grunnskóli sé með öllu gjaldfrjáls og tryggja raunverulegan jöfnuð íslenskra grunnskólabarna
Kynnt fyrsta framkvæmd á samstarfsamningi við Samtökin 78 um fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar
Fræðsluráð fagnar því að undirbúningur fyrir starfsfólk, vegna hinseginfræðslu í grunnskólunum, sá hafinn og að Hafnarfjarðarbær sé í fararbroddi sveitarfélaga í þessum efnum. Einnig er lagt til að fræðsluráð fái nánari upplýsingar um fyrirkomulag fræðslunnar í samræmi við umræður á fundinum.
Fyrirspurn
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir eftirfarandi upplýsingum. 1. Hversu margir nemendur eru skráðir í einkaskóla Framsýnar Skólafélags á þessu skólaári? 2. Hversu margir nemendur koma úr öðrum sveitarfélögum en Hafnarfirði? 3. Hvernig skiptast nemendur eftir árgöngum? 4. Úr hvaða grunnskólum Hafnarfjarðar / skólahverfum koma nemendur skólans? 5. Mun bekkjardeildum fækka í almennum skólum Hafnarfjarðarbæjar skólaárið 2016-2017 sem bein afleiðing af því nemendur hafa flust yfir í hinn nýja skóla? 6. Hvað má gera ráð fyrir miklum kostnaðarauka Hafnarfjarðarbæjar?