Fræðsluráð

7. september 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 354

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson varaformaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna. [line] [line]

Ritari

  • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastarfsmanna, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna. [line] [line]

  1. Almenn erindi

    • 1606262 – Ungmennaráð, hæfileikakeppni grunnskóla

      Ungmennaráð, hæfileikakeppni grunnskóla – vísa til ÍTH

      Vísað til ÍTH.

    • 1606306 – Ungmennaráð, salerni, merkingar

      Ungmennaráð, salerni, merkingar

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að vinna í málinu.

    • 1606260 – Ungmennaráð, aukin kynfræðsla í grunnskóla

      Ungmennaráð, aukin kynfræðsla í grunnskóla

      Sviðstjóra falið að afla upplýsinga um málið í samræmi við umræðu á fundinum.

    • 1606259 – Ungmennaráð, aukið aðgengi að smokkum og dömubindum, sjálfssalar

      Ungmennaráð, aukið aðgengi að smokkum og dömubindum, sjálfssalar

      Það er mat fræðsluráðs að tillaga, um sjálfsala fyrir smokka og dömubindi í grunnskólum bæjarins, sé athyglisverð. Ráðið bendir á að hægt er að nálgast dömubindi hjá skólahjúkrunarfræðingi í hverjum skóla í neyðartilfellum. Að mati ráðsins þarf umræða um aðgengi að smokkum að eiga sér stað á meðal skólastjórnenda og foreldra- og nemendafélaga. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og hvetja til að verði tekið upp innan skólasamfélagsins í Hafnarfirði.

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Kosið í ráð og nefndir til eins árs:. Breytingar á aðal- og varamönum ráðsins.

      Aðalmenn:
      Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7
      Einar Birkir Einarsson, Hverfisgötu 42
      Hörður Svavarsson, Hólabraut 6
      Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38
      Sverrir Garðarsson, Hellisgötu 34
      Varamenn:
      Kristinn Andersen, Austurgötu 42
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7
      Algirdas Slapikas, Burknavöllum 21b
      Gestur Svavarsson, Blómvangi 20

    Grunnskólamál

    • 1608766 – Námsgagnasjóður, úthlutun 2016

      Úthlutun Námsgagnasjóðs grunnskóla lögð fram til kynningar. Grunnskólum er lagt til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um námsgögn. Framlag til námsgagnasjóðs er ákveðið í fjárlögum ár hvert og menntamálaráðuneytið skipar námsgagnasjóði þriggja manna stjórn til fjögurra ára í senn.

      Lagt fram.

    • 1409495 – Grunnskóli, stofnun skóla, nýr skóli, Framsýn

      Fyrirspurn frá síðasta fundi svarað.

      Lagt fram.

    Leikskólamál

    • 1607084 – Leikskólinn Arnarberg, stuðningstímar, ósk um aukningu

      Ósk um endurskoðun á úthlutun til sérkennslu í leikskólum

      Fræðsluráð leggur áherslu á að stuðningur við börn af erlendum uppruna sé miðaður við þarfir hvers barns og fjölskyldu þess. Ráðið vísar því til sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að gera úttekt á stuðningi við börn af erlendum uppruna í öllum leikskólum bæjarins, meta þörf á auknum stuðningi og koma með tillögur að breytingum innan leikskóla bæjarins, þar sem þörf er á.

    • 1504309 – Staða innritunar leikskóla

      Staða innritunar leikskólabarna í Hafnarfirði kynnt.

      Þróunarfulltrúi leikskóla upplýsti að innritun barna hefði gengið vel og að öll börn sem uppfylltu viðmið innritunarreglna sveitarfélagsins væru komin með pláss.

Ábendingagátt