Fræðsluráð

2. nóvember 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 359

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson varaformaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Elísabet J. Sverrisdóttir ritari

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1305252 – Læsisverkefni

      Kynning á stöðu verkefnisins Bætts námsárangur og árangri í lestri samkvæmt niðurstöðum mælinga skólaárið 2015-2016.

      Fræðsluráð þakkar kynninguna og fagnar þeim árangri sem náðst hefur.

      Helga Gíslasyni sérkennslufulltrúa grunnskóla, Björk Alfreðsdóttur sérkennslufulltrúa leikskóla og Eiríki Þorvarðarsyni deildarstjóra ráðgjafar þökkuð kynningin.

    • 1610039 – Stofnun frístundaheimilis

      Ósk Félags áhugafólks um einkarekin fístundaheimili (FÁEF) um stofnun frístundaheimilis í Hafnarfirði fyrir börn á aldrinum 6 – 9 ára lögð fram.

      Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska eftir að bóka eftirfarandi:
      „Samkvæmt drögum sem voru samþykkt af fræðsluráði 9. september 2015 um starfsemi og rekstur frístundaheimila í Hafnarfirði er bænum heimilt að færa umsjón með daglegum rekstri frístundaheimilis á hendur íþróttafélögum innan ÍBH eða viðurkenndum félagasamtökum í Hafnarfirði. Með því að setja inn ákvæði um viðurkennd félagasamtök í Hafnarfirði var fræðsluráð að skírskota til skátanna og Brettafélags Hafnarfjarðar fyrst og fremst, þ.e.a.s. viðurkenndum íþrótta og tómstundafélögum sem ekki eru/voru innan ÍBH. Ráðið vildi með þessu móti ekki útiloka samstarf við þau eða önnur í framtíðinni. Fræðsluráð var ekki með neinu móti að opna fyrir þann möguleika að Félag áhugafólks um einkarekin frístundaheimili, sem stofnað var núna í haust, hefji starfsemi sína hér. Eins viljum við minna á að hvorki Menntamálaráðuneytið né Hafnarfjörður hafa gert/myndað sér reglugerð um einkarekin frístundaheimili.“

    • 11023155 – Skólavogin

      Þróunarfulltrú grunnskóla kynnti niðurstöður Skólavogarinnar 2015-2016.

      Vigfúsi Hallgrímssyni þróunarfulltrúa grunnskóla þökkuð kynningin.

      Fræðsluráð felur sviðinu að þróa verkefnið frekar í samræmi við það sem kynnt var á fundinum.

    • 1301760 – Símenntun grunnskólakennara SSH

      Kynnt vinnustofa fyrir starfsfólk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þann 21. nóvember og nýjar áherslur í samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

      Lagt fram.

    • 1605243 – Breyting á lögum um grunnskóla

      Lagabreyting á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, sem samþykkt voru á Alþingi í vor kynnt.

      Lagt fram.

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Reglur, meginmarkmið og skilyrði fyrir niðurgreiðslum Hafnarfjarðarbæjar hjá iðkendum 6 til 18 ára í íþrótta- og tómstundafélögum frá 1. nóvember 2016 lagðar fram.

      Fræðsluráð felur fræðslustjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við það sem rætt var á fundinum og lýtur að því að hægt verði að dreifa niðurgreiðslunni á fleiri tómstundir.

    • 1610417 – Fundargerð 335 frá ÍTH

      Fundargerð lögð fram.

      Lagt fram.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Lögð fram 7. fundargerð starfshóps.

      Fræðsluráð tekur undir og samþykkir tillögur starfshópsins um skiptingu skólahverfis og að fyrsta starfsár nýs skóla, skólaárið 2017-2018, verði í nýju safnaðarheimili að Kirkjuvöllum. Einnig er lögð áhersla á að undirbúningur aðalútboðs vegna framkvæmdar við nýjan skóla í Skarðshlíð verði hraðað eins og kostur er en fyrsta áfanga framkvæmdarinnar á að vera lokið fyrir haustið 2018.

    • 1610266 – Frístundaakstur starfshópur

      Drög að erindisbréfi lagt fram og tilnefningar mótteknar í starfshóp um frístundaakstur.

      Erindisbréf samþykkt og eftirtaldir skipaðir í starfshópinn: Unnur Lára Bryde formaður, Karólína Helga Símonardóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir.

    • 1504309 – Staða innritunar leikskóla

      Innritun nýrra leikskólabarna miðist við janúar í stað febrúar er tillaga í minnisblaði frá þróunarfulltrúa leikskóla.

      Samþykkt.

Ábendingagátt