Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Krosseyri, Linnetsstíg 3
Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla,Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.
Kynning á stöðu verkefnisins Bætts námsárangur og árangri í lestri samkvæmt niðurstöðum mælinga skólaárið 2015-2016.
Fræðsluráð þakkar kynninguna og fagnar þeim árangri sem náðst hefur.
Helga Gíslasyni sérkennslufulltrúa grunnskóla, Björk Alfreðsdóttur sérkennslufulltrúa leikskóla og Eiríki Þorvarðarsyni deildarstjóra ráðgjafar þökkuð kynningin.
Ósk Félags áhugafólks um einkarekin fístundaheimili (FÁEF) um stofnun frístundaheimilis í Hafnarfirði fyrir börn á aldrinum 6 – 9 ára lögð fram.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska eftir að bóka eftirfarandi: „Samkvæmt drögum sem voru samþykkt af fræðsluráði 9. september 2015 um starfsemi og rekstur frístundaheimila í Hafnarfirði er bænum heimilt að færa umsjón með daglegum rekstri frístundaheimilis á hendur íþróttafélögum innan ÍBH eða viðurkenndum félagasamtökum í Hafnarfirði. Með því að setja inn ákvæði um viðurkennd félagasamtök í Hafnarfirði var fræðsluráð að skírskota til skátanna og Brettafélags Hafnarfjarðar fyrst og fremst, þ.e.a.s. viðurkenndum íþrótta og tómstundafélögum sem ekki eru/voru innan ÍBH. Ráðið vildi með þessu móti ekki útiloka samstarf við þau eða önnur í framtíðinni. Fræðsluráð var ekki með neinu móti að opna fyrir þann möguleika að Félag áhugafólks um einkarekin frístundaheimili, sem stofnað var núna í haust, hefji starfsemi sína hér. Eins viljum við minna á að hvorki Menntamálaráðuneytið né Hafnarfjörður hafa gert/myndað sér reglugerð um einkarekin frístundaheimili.“
Þróunarfulltrú grunnskóla kynnti niðurstöður Skólavogarinnar 2015-2016.
Vigfúsi Hallgrímssyni þróunarfulltrúa grunnskóla þökkuð kynningin.
Fræðsluráð felur sviðinu að þróa verkefnið frekar í samræmi við það sem kynnt var á fundinum.
Kynnt vinnustofa fyrir starfsfólk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þann 21. nóvember og nýjar áherslur í samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.
Lagabreyting á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, sem samþykkt voru á Alþingi í vor kynnt.
Reglur, meginmarkmið og skilyrði fyrir niðurgreiðslum Hafnarfjarðarbæjar hjá iðkendum 6 til 18 ára í íþrótta- og tómstundafélögum frá 1. nóvember 2016 lagðar fram.
Fræðsluráð felur fræðslustjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við það sem rætt var á fundinum og lýtur að því að hægt verði að dreifa niðurgreiðslunni á fleiri tómstundir.
Fundargerð lögð fram.
Lögð fram 7. fundargerð starfshóps.
Fræðsluráð tekur undir og samþykkir tillögur starfshópsins um skiptingu skólahverfis og að fyrsta starfsár nýs skóla, skólaárið 2017-2018, verði í nýju safnaðarheimili að Kirkjuvöllum. Einnig er lögð áhersla á að undirbúningur aðalútboðs vegna framkvæmdar við nýjan skóla í Skarðshlíð verði hraðað eins og kostur er en fyrsta áfanga framkvæmdarinnar á að vera lokið fyrir haustið 2018.
Drög að erindisbréfi lagt fram og tilnefningar mótteknar í starfshóp um frístundaakstur.
Erindisbréf samþykkt og eftirtaldir skipaðir í starfshópinn: Unnur Lára Bryde formaður, Karólína Helga Símonardóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Innritun nýrra leikskólabarna miðist við janúar í stað febrúar er tillaga í minnisblaði frá þróunarfulltrúa leikskóla.
Samþykkt.