Fræðsluráð

16. nóvember 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 360

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Hörður Svavarsson aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson aðalmaður
 • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
 • Algirdas Slapikas varamaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1611137 – Orðagull

   Ásthildur Snorradóttir, talmeinafræðingur á Skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustunnar, með örstutta kynningu á Orðagulli.

   Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur á skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar kynnti nýtt málörvunarsmáforrit sem hún hefur þróað ásamt Bjarteyju Sigurðardóttur læsisráðgjafa hjá Menntamálastofnun. Smáforritið hentar elstu börnum í leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig hentar það eldri nemendum sem glíma við erfiðleika í vinnsluminni og tvítyngdum nemendum á öllum aldri. Því er m.a ætlað að efla hlustun og auka orðaforða. Formleg kynning verður á smáforritinu í dag í Setbergsskóla, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Sviðsstjóra er falið að fylgja því eftir að smáforritið verði kynnt leik- og grunnskólastjórum.

  • 1603075 – Sérúrræði í grunnskólum

   Lögð fram tillaga að dagskrá málþings.

   Fræðslustjóra falið að vinna áfram að undirbúningi málþings um sérúrræði og málefni nemenda með sérþarfir, en lagt er til að það verði haldið í lok janúar eða byrjun febrúar 2017.

  • 1510104 – Skólastefna 2015

   Lagðar fram fundargerðir frá síðustu fundum starfshópsins

   Lagt fram.

  • 0810213 – Stóra upplestrarkeppnin

   Dagur íslenskrar tungu er í dag og er um leið upphafsdagur Litlu og Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði. Auk þess hefst um leið smásögusamkeppni fyrir 8.-10. bekkinga grunnskólanna og samkeppni um mynd á boðskort lokahátíðar Stóru upplestrarkeppninnar en lokahátíðin verður haldin 7. mars 2017.

   Lagt fram.

  • 1602277 – Samræmd könnunarpróf í grunnskólum 2016-2017.

   Lagðar fram bráðabirgðaniðurstöður úr rafrænum samræmdum könnunarprófum fyrir 4. og 7. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar haustið 2016.

   Lagt fram.

  • 1610417 – Fundargerð ÍTH

   Lögð fram fundargerð ÍTH.

   Fræðsluráð fagnar því sérstaklega að gerð verði úttekt á stöðu kynjanna í íþróttastarfi í Hafnarfirði.

  • 1610266 – Frístundaakstur

   Lögð fram fundargerð.

   Lagt fram.

  • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

   Lagt fram til samþykktar.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastyrkja hjá iðkendum 6-18 ára.
   Helstu breytingar á frístundastyrkjunum sem tóku gildi í haust er að systkinaafsláttur eykst, frístundastyrkur hækkar í 3000 krónur á mánuði auk þess sem sem unglingar til 18 ára aldurs geta nú nýtt niðurgreiðsluna. Hægt er að skipta niðurgreiðslunni á fleiri en eina grein tómstundastarfs.

Ábendingagátt