Fræðsluráð

30. nóvember 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 361

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson varaformaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1309390 – Námsflokkar Hafnarfjarðar - miðstöð símenntunar

      Kynnt rekstrarúttekt á námsflokkum Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar.

      Atla Þórssyni og Theodóri Hallssyni þökkuð kynningin.

    • 1611336 – Vinátta - Fri for mobberi

      Kynning á forvarnarverkefni í leikskólum Hafnarfjarðar. Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum kynnir. Verkefnið er vináttuverkefni á vegum Barnaheilla sem forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla. Efnið heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út í samstarfi við Save the Children og Mary Fonden samtökunum í Danmörku.

      Margréti Júlíu Rafnsdóttur þökkuð kynningin.

      Samþykkt hefur verið að innleiða verkefnið i leikskóla Hafnarfjarðar og hefst strax í byrjun nýs árs. Verkefnið hefur verið fjármagnað í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2017.

    • 1611442 – Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrá og afsláttur

      Tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir dagforeldra sem taki gildi 1. janúar 2017 lögð fram.

      Fræðsluráð vísar fyrirliggjandi tillögu til bæjarstjórnar.

    • 1504309 – Staða innritunar leikskóla

      Lagt fram minnisblað um stöðu innritunar frá áramótum 2016/17

      Fulltrúi Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna leggur til að hafin verður vinna hið fyrsta í samstarfi við dagforeldra í Hafnarfirði varðandi þríhliða þjónustusamninga Hafnarfjarðarbæjar, forráðamanna og dagforeldra og stefnt verði þannig að því að gjaldskrá dagforeldra sé í samræmi við gjaldskrá leikskóla í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð vísar þessari tillögu inn í vinnu stýrihóps um nýtt dagforeldrakerfi sem settur var á laggirnar í mars 2016.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      237. fundargerð ÍTH lögð fram.

      Lagt fram.

    • 0810107 – Syngjandi jól

      Dagskrá Syngjandi jóla 2016 kynnt en Syngjandi jól er samstarfsverkefni Skrifstofu fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar, Jólaþorpsins og Hafnarborgar.

      Syngjandi jól verða haldin laugardaginn 3. desember í Hafnarborg.

    • 1508478 – Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði

      Tillaga um að Bóka- og bíóhátíðar Hafnarfjarðar árið 2017 verði haldin dagana 13.-19. mars 2017.

      Tillaga um dagsetningu samþykkt.

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Minnisblað þetta fylgir í kjölfar þess að seinni starfshópur um skóla í Skarðshlíð hefur lokið störfum og verkefni hans er komin til fræðslu- og frístundaþjónustunnar og fræðsluráðs. Hér eru kynnt nokkur sjónarmið um áherslur í verkefnunum nú á næstunni.

      Lagt fram.

Ábendingagátt