Fræðsluráð

14. desember 2016 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 362

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Einar Birkir Einarsson varamaður
  • Hörður Svavarsson varaformaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Elísabet J. Sverrisdóttir ritari

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1406187 – Breytingar í ráð og nefndum 2014-2018.

      Lagðar fram breytingar um skipti á aðal- og varamanni í fræðsluráði. Einar Birkir Einarsson hættir sem aðalmaður og verður varamaður og Karólína Helga Símonardóttir verður aðalmaður.

      Lagt til og samþykkt að Hörður Svavarsson verði varaformaður fræðsluráðs.

    • 1511157 – Dagforeldrar, innritun og aðstaða

      Hrund Guðmundsdóttir daggæslufulltrúi og Jenný D. Gunnarsdóttir þróunrfulltrúi leikskóla fóru yfir stöðu innritunarmála hjá dagforeldrum.

    • 1605311 – Dagforeldrar endurnýjun á starfsleyfi

      Lögð fram umsókn um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Huldu Bjarnadóttur.

      Samþykkt.

    • 1611442 – Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrá og afsláttur

      Drög að gjaldskrá lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingu og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 1611367 – Rýmisáætlun leikskóla

      Í skýringum með fjárhagsáætlun fyrir 2017 er bent á mikilvægi þess að endurskoða rýmisþörf í leikskólum Hafnarfjarðar. Í fjárhagsáætlun er einnig úthlutað viðbótarfjármagni til að fjölga undirbúningstímum hjá öllu starfsfólki leikskóla sem á rétt á undirbúningstíma samkvæmt kjarasamningum. Sú aukning krefst þess líka að vinnuaðstaða og þjónusturými í leikskólum verði tekið til skoðunar. Fræðsluráð felur fræðslustjóra að afla ítarlega gagna um fermetrafjölda í hverjum leikskóla og hvernig rýmið skiptist í leikrými, skápa og geymslur og annað þjónusturými. Gerð verði grein fyrir stærð og fjölda barnahópa í hverjum skóla og hve mikið leikrými hver hópur hefur til ráðstöfunar. Þessari vinnu verði lokið í febrúar 2017.

    • 1610266 – Frístundaakstur

      Lagðar fram tvær fundargerðir.

      Lagt fram.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Íþrótta- og tómstundaráð Hafnarfjarðar, fundargerð 238

      Lagt fram.

    • 1612165 – Nýr kjarasamningur kennara

      Erindisbréf starfshóps og minnisblað um tilgang og vinnu hópsins lagt fram til kynningar. Bæjarstjóri og sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu hafa átt í samræðum við skólastjóra grunnskóla og trúnaðarmenn grunnskólakennara í Hafnarfirði að undanförnu, bæði sitt í hvoru lagi og einnig saman. Tilgangur þessara funda hefur verið að hlusta á sjónarmið grunnskólakennara sem hafa tjáð óánægju sína með laun sín og starfsaðstæður. Starfshópurinn er stofnaður í kjölfar þessara funda.

      Lagt fram.

    • 1612166 – Persónuvernd, vefkerfið Mentor, starfshópur, skil

      Lagt fram bréf Sambands sveitarfélaga um skil starfshóps vegna persónuverndar og skráninga upplýsinga í miðlægt upplýsingakerfi og skýrsla starfshóps.

      Lagt fram.

    • 1502396 – Bættur námsárangur

      Kynntar læsismælingar í grunnskólum Hafnarfjarðar haustið 2016 með samanburði við haust 2015 og verkefni kennsluráðgjafa læsis.

      Þórdís Ólafsdóttir verkefnastjóri yfir verkefninu, Bættur námsárangur, fór yfir niðurstöður mælinga á lestrargetu hafnfirskra nemenda, m.a. nýjar niðurstöður sem lagðar voru fram 12. og 13. desember.
      Fræðsluráð lýsir yfir ánægju með bættan námsárangur í hafnfirskum skólum en niðurstöður mælinga á lestrargetu 2.200 nemenda benda til framfara í lestrarleikni hjá nemendum á mið- og elsta stigi í grunnskólum Hafnarfjarðar. Það bendir til að ný lestraráhersla fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar, LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR, sé farin að skila góðum árangri. Álykta má að framfarir milli ára megi rekja til þess að lestur sé að fá aukið vægi í og utan skóla hjá nemendum. Sömuleiðis er aukin áhersla lögð á að styðja við kennara með því að veita þeim viðmið, próf og skimunartæki, námskeið, fræðslu og ráðgjöf auk samvinnu kennara innan skóla og milli skólastiga leik- og grunnskóla. Fræðsluráð óskar skólafólki, nemendum og foreldrum til með hamingju með árangurinn.

    • 0810339 – PISA

      Lögð fram skýrsla um niðurstöður Íslands í PISA 2015 ásamt kynningargögnum um árangur í hafnfirskum skólum.

      Lagt fram.

    • 1612198 – Húsið, ungmennahús kynning

      Óskað var eftir kynningu á starfsemi Hússins, framtíðarsýn og áherslum.

      Geir Bjarnasyni þökkuð kynningin.

    • 1612259 – Starfshópur um dagforeldra

      Fundargerðir starfshóps lagðar fram. Markmið vinnu starfshópsins er að samræma innritun barna í dagvistun hjá dagforeldrum og hefja samningaviðræður við stjórn félags dagsforeldra í Hafnarfirði um samræmda þjónustu dagforeldra.

      Lagt fram.

Ábendingagátt