Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Krosseyri, Linnetsstíg 3
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.
Lagt fram bréf leikskólastjóra Brekkuhvamms, dags. 19. janúar sl. þar sem óskað er eftir að breyta nafni leikskólans Brekkuhvamms í leikskólann Smáralund. Ennfremur lögð fram staðfesting foreldraráðs leikskólans um nafnabreytinguna.
Fræðsluráð verður við ósk leikskólastjóra og foreldraráðs um nafnabreytinguna og mun þá leikskólinn hér með heita Smáralundur.
Lagður fram til kynningar samningur Hafnarfjarðabæjar um rekstur leikskóla við Hjallastefnuna. Ennfremur lagt fram minnisblað fræðslustjóra.
Lagt fram og málið rætt.
Lagður fram til kynningar samningur Hafnarfjarðarbæjar um rekstur leikskóla við Skóla ehf. Ennfremur lagt fram minnisblað fræðslustjóra.
Lagðar fram beiðnir um endurnýjun starfsleyfa, fyrir Dagbjörtu Bjarnadóttur og Silvíu Sif Birgisdóttur Johnsen. Daggæslufulltrúi mælir með því að þessi leyfi verði endurnýjuð.
Staðfest.
Lagt fram svar fyrir fyrirspurn frá síðasta fundi fræðsluráðs.
Lagt fram.
Lögð fram fundargerð 240.fundar ÍTH.
Fræðsluráð óskar eftir kynningu á lið nr. 3, samning Hafnarfjarðarbæjar við Rio Tinto og ÍBH á næsta fundi ráðsins. Óskað er sérstaklega eftir úttekt á jafnréttisákvæðum samningsins og hvernig þeim hvötum hefur verið beitt undanfarin ár frá því þau ákvæði voru sett í samninginn.
Allir lesa – landskeppni í lestri sem stendur yfir frá 27. janúar til 19. febrúar.
Fræðsluráð vekur athygli á lestrarkeppninni Landsleikur í lestri sem samtökin Allir lesa standa að. Fræðsluráð hvetur bæjarbúa til að stofna keppnislið og taka þátt, sbr. bekkjadeildir, fjölskyldur, samstarfs- og vinahópa eða íþróttafélög, og styðja þannig um leið við læsisverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Lestur er lífsins leikur. Fræðsluráð Hafnarfjarðar mun veita þrenn verðlaun til þeirra hafnfirsku keppnisliða sem standa sig best og verða þau afhent á Bóka- og bíóhátíð barnanna sem haldin verður 13. – 19. mars nk. Fræðsluráð skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að mynda keppnislið og taka þátt í landsleiknum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni allirlesa.is
Lífshlaupið – á að vera landsleikur í hreyfingu frá 1. febrúar nk. Vinnustaðakeppni stendur yfir frá 1. – 21. febrúar og grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 1. – 14. febrúar.
Fræðsluráð vekur athygli á heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Lífshlaupið, og hvetur sem flesta til þátttöku. Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðunum isi.is og lifshlaupid.is
Fræðsluráð leggur til að mótuð verði stefna og verklagsreglur í málefnum barna flóttafólks og hælisleitenda í sveitarfélaginu. Áhersla verði á að skoða fyrirkomulag kennslu til barnanna og fræðslu og ráðgjöf til skólastjórnenda, kennara og nemenda.
Fræðsluráð samþykkir að fela fræðslustjóra að undirbúa og vinna stefnu og verklagsreglur þarna um, sem kynntar verða fræðsluráði, í samstarfi við skólastjórnendur og fjölskyldusvið.
Heilsueflandi samfélag – heilsustefna og aðgerðaáætlun Lagt fram til umræðu og kynningar
Fræðsluráð fagnar því að ný heilsustefna Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hafi litið dagsins ljós. Í heilsustefnunni er eitt aðalmarkmiðið að hlúa að almennri vellíðan íbúa, andlegri og líkamlegri, á öllum aldri og hvetja til að styrkja og efla sjálfsmynd og góða líðan. Margir þættir áætlunarinnar snúa beint að fræðslu- og frístundaþjónustu sem mun fylgja tillögum eftir og hrinda í framkvæmd. M.a. er lagt til aukið samstarf við félagasamtök, fagfólk, áhugafólk og heilsugæslu vegna heilsueflingar og vellíðunar og að upplýsingagjöf verði aukin varðandi þjónustu sem er í boði á því sviði. Að byggður verði upp samstarfsvettangur viðkomandi aðila þar um, með þátttöku ungmennaráðs, öldungaráðs, ráðgjafaráðs, nýbúaráðs og hverfisráðs. Unnið verði að verndandi þáttum gegn kvíða og vanlíðan. Að unnið verði með starfsmönnum bæjarins að því að finna leiðir sem virka sem best til framtíðar. Lagt er til að sálfræðiþjónusta verði efld innan leik- og grunnskóla bæjarins. Einnig er áhersla á að stuðlað verði að heilsusamlegu fæðuúrvali í stofnunum og mannvirkjum innan bæjarins, unnið að hvatningu og fræðslu um holla næringu, könnuð hljóðvist og tími til matar í skólum, áhersla á að minnka sóun, efla og vekja athygli á göngustígum og opnum svæðum í bænum sem útivstarsvæði fjölskyldunnar og auka aðgengi að sundlaugum bæjarins. Þegar heilsustefnan og aðgerðaráætlunin hefur verið samþykkt í bæjarstjórn hefst innleiðing hennar og eftirfylgni á öllum sviðum bæjarins. Heilsustefnan styður við þá sýn okkar til framtíðar að auka vellíðan íbúa bæjarins með fyrirbyggjandi aðgerðum.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Tilfærsla á frístundaþjónustu frá fræðslu- og frístundasviði til fjölskyldusviðs, fyrirspurn Hefur einhver starfsemi flust frá fræðslu- og frístundaþjónustu til fjölskylduþjónustu á síðustu 3 mánuðum, eða eru áætlanir um slíka tilfærslu? Ef svo er, hvaða starfsemi er um að ræða og hvernig var staðið að ákvörðunum um tilfærslu hennar?
Svar lagt fram á næsta fundi.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Frístundastyrkir, fyrirspurn Óskað er eftir samantekt á breytingum á frístundastyrkjum sem urðu þann 1. nóvember sl. og byggja á tillögum starfshóps sem fjallaði um málið. Hvaða breyting hefur orðið á upphæð styrkjanna og afgreiðslu? Hversu margir eru að nýta sér styrkina nú samanborið við sama tíma árið 2016? Hversu margir eru að nýta styrkina í fleiri en íþróttagrein og hverju munar þar frá því sem áður var?