Fræðsluráð

8. febrúar 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 365

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Hörður Svavarsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

   Húsrýmislykill lagður fram til samþykktar.

   Fræðsluráð samþykkir húsrýmislykil fyrir nýjan skóla í Skarðshlíð og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsþjónustu að undirbúa útboð vegna framkvæmdarinnar.

  • 1701311 – Hjalli, þjónustusamningur

   Lagður fram til samþykktar samningur Hafnarfjarðarbæjar um rekstur leikskóla við Hjallastefnuna. Ennfremur lagt fram minnisblað fræðslustjóra.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning.

   Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Sanfylkingar greiða atkvæði með samþykkt samningsins. Fulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði á móti.

   Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
   Skólakerfið á að vera sameign okkar allra. Það á ekki að vera í einkaeign, sem er rekið fyrir fjármuni úr sameiginlegum sjóðum. Óheft markaðsvæðing í skólakerfum skapar til lengri tíma meiri menningar- og stéttarmun milli skóla. Þar sem markaðslögmál ráða för í skólum verður meiri eftirspurn eftir nemendum sem þykja góðir fyrir ímynd skólans. Þannig er meiri eftirspurn eftir börnum foreldra sem hafa komið sér vel fyrir í samfélaginu og minni eftirspurn eftir þeim sem standa þar höllum fæti. Nýfrjálshyggjan í skólakerfinu helst í hendur við einstaklingsvæðingu þess og samfélagsins í heild. Í raun er hún andlýðræðisleg þar sem hún vinnur gegn hugmyndum um samkennd, samstarf og samábyrgð samfélagsins. Einkavæðing í menntakerfinu virðist vera heillandi á yfirborðinu en undir niðri fer umræðan ávallt á endanum að snúast um hagnað og halla.
   Það er minn vilji að fagfólk í skóla hafi svigrúm til að þróa eigin stíl, stefnu og menningu. Svigrúm er nú þegar til staðar fyrir fjölbreytileika á borð við Hjallastefnuna sem spratt einmitt fram innan opinbera kerfisins og í raun eru engin rök fyrir því að þeirri stefnu sé ekki hægt að framfylgja innan þess.

  • 1701317 – Hamravellir, þjónustusamningur

   Lagður fram til samþykktar samningur Hafnarfjarðarbæjar um rekstur leikskóla við Skóla ehf. Ennfremur lagt fram minnisblað fræðslustjóra.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi þjónustusamning.

   Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Sanfylkingar greiða atkvæði með samþykkt samningsins. Fulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði á móti.

   Fulltrúi Vinstri grænna vísar til bókunar sinnar við lið 2.

  • 1702126 – Starfshópur fræðslu- og frístundaþjónustu

   Lagt fram erindisbréf starfshóps um aukna samvinnu og samstarf fjölskylduþjónustu og fræðslu- og fríundaþjónustu í málefnum barna og ungmenna.

   Gerð grein fyrir tilgangi og hlutverki starfshóps sem sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu hefur sett á laggirnar.

  • 1603075 – Sérúrræði í grunnskólum

   Lagt fram minnisblað fræðslusjóra um áframhaldandi vinnu að loknu málþingi um sérúrræði.

   Gerð grein fyrir því hvernig unnið verði úr því sem fjallað var um á málþinginu og hver næstu skref verða varðandi sérúrræði og börn með sérþarfir í hafnfirskum skólum.

  • 1701128 – Skólamatur, skólaaskur

   Lagt fram minnisblað fræðslustjóra um úttekt á hádegismat í grunnskólum.

   Fræðsluráð fagnar því að gerð verði úttekt á umgjörð matmálstíma og innihaldi máltíða í grunnskólum bæjarins. Tilgangur úttektarinnar er að bæta gæði matarþjónustu við nemendur og starfsfólk skólanna. Niðurstöður úttektarinnar verða lagðar fyrir fræðsluráð.

  • 1701476 – Frístundaþjónusta, tilfærsla

   Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna frá síðasta fundi um tilfærslu verkefna frá fræðslu- og frístundaþjónustu til fjölskylduþjónustu.

   Minnihluti óskar eftir stuttu fundarhléi. Fundur settur aftur.
   Meirihluti óskar eftir stuttu fundarhléi. Fundur settur aftur.

   Lagt fram svar fræðslustjóra við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna frá síðasta fundi um tilfærslu verkefna frá fræðslu- og frístundaþjónustu til fjölskylduþjónustu.

   Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi bókun.
   Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa furðu yfir þeim vinnubrögðum sem hér hafa verið viðhöfð. Hér hefur átt sér stað, að því er virðist, stór pólitísk ákvörðun án aðkomu kjörinna fulltrúa. Ákvörðunin felst ekki eingöngu í því að verið sé að færa ákveðna starfsemi á milli sviða heldur er verið að leggja niður hugmyndafræði um Ungmennahús í Hafnarfirði þar sem Húsið verður ekki lengur opið öllu ungu fólki heldur eingöngu skjólstæðingum félagsþjónustunnar. Frá og með áramótum er ekki lengur starfandi félagsmiðstöð fyrir fólk 16 ára og eldri í Hafnarfirði.

   Þessi ákvörðun er einnig á skjön við þá hugmyndafræði sem innleidd var hjá Hafnarfjarðarbæ við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríkinu til bæjarins um að innleiða alla starfsemi inn í þá sem fyrir var og koma þannig í veg fyrir aðskilnað fatlaðra og ófatlaðra hjá Hafnarfjarðarbæ.

   Frá og með áramótum er gerður greinarmunur á frístundum fatlaðra og frístundum ófatlaðra hjá Hafnarfjarðarbæ sem er með öllu óviðunandi og ekki til umræðu af okkar hálfu.

   Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðu fram eftifarandi tillögu.
   Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir að fá faglega úttekt á gæðum frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hvernig hefur til hefur tekist með yfirfærslu málaflokksins frá Fjölskylduþjónustu yfir á Fræðslu- og frístundaþjónustu.

   Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
   Misskilning gætir í framkominni bókun minnihlutans því engin önnur verkefni hafa verið færð á milli sviða en þau sem tíunduð eru í minnisblaði fræðslustjóra. Starfsemi Ungmennahússins breyttist ekki við þessa tilfærslu.
   Afgreiðslu tillögu minnihlutans er frestað til næsta fundar Fræðsluráðs

   Kristinn Andersen vék af fundi kl. 14:20.

  • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

   Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna frá síðast fundi ráðsins þar sem óskað var eftir samantekt á breytingum á frístundastyrkjum sem urðu þann 1. nóvember sl.

   Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað

   Samkvæmt tillögum starfshóps sem skipaður var haustið 2014 og skilaði niðurstöðum vorið 2016 voru frístundastyrkir hækkaðir og aldursviðmið sömuleiðis hækkuð í 18 ár.
   Það var visst áhyggjuefni að ekki gæfist lengur kostur á að fá frístundastyrki fyrir fleiri en eina grein en með hækkun á styrkjum stóðu vonir til að flestir fengju þó notið styrkja og gætu jafnvel dreift upphæðinni á fleiri en eina íþrótt. Það eru því vonbrigði að sjá þessar niðurstöður þar sem í ljós kemur að mun færri eru að nýta frístundastyrki sem stunda fleiri en eina íþrótt.
   Í ljósi þessara niðurstaðna förum við fram á að reglurnar og framkvæmd þeirra verði tekin til endurskoðunar.

   Fulltrúar Bjartrar framtíðar óska bókað.
   Það kemur fram í svari við fyrirspurninni að mun fleiri börn eru að nýta frístundastyrkinn en undanfarin ár og er það sérlega ánægjulegt.

  • 1610266 – Frístundaakstur

   Lögð fram 3. fundargerð starfshóps um frístundaakstur.

   Lagt fram.

  • 1612389 – Samningur við Rio tinto og ÍBH um íþróttir

   Kynntur samningur Hafnarfjarðarbæjar, Rio Tinto og ÍBH um að efla íþróttastarf fyrir börn í Hafnarfirði sbr. 3.lið 364. fundar fræðsluráðs.

   Kynntur samningur Hafnarfjarðarbæjar, Rio Tinto og ÍBH.

  • 1610417 – Fundargerð ÍTH

   Lögð fram fundargerð 241.fundar ÍTH.

   Lagt fram.

  • 1511157 – Dagforeldrar, innritun og aðstaða

   Lögð fram skýrsla starfshóps.

   Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að vinna að málinu í samræmi við þær tillögur sem starfshópurinn hefur lagt fram.

  • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

   Lagðar fram beiðnir um endurnýjun starfsleyfa, fyrir Ástrósu L. Einarsdóttur og Fanneyju Brynjarsdóttur. Daggæslufulltrúi mælir með því að þessi leyfi verði endurnýjuð.

   Fræðsluráð samþykktir fyrirliggjandi umsóknir.

Ábendingagátt