Fræðsluráð

22. febrúar 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 366

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Hörður Svavarsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Elísabet Sverrisdóttir ritari

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðmundur Sverrisson, rekstrarstjóri, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1604475 – Skóladagtöl 2017-2018

   Lagðar til breytingar á grunn-skóladagatali skólaársins 2017-2018. Lagt fram til kynningar

   Lagt fram.

  • 1702299 – Skóladagatöl 2018-2019

   Fyrstu hugmyndir að grunn-skóladagatali fyrir leik- og grunnskóla skólaárið 2018-2019 lagt fram til umræðu.

   lagt fram.

  • 1702335 – Menntun barna í alþjóðlegri vernd

   Lagt fram bréf/greinargerð starfshóps. Kristrún Sigurjónsdóttir deildarstjóri í móttökudeild Lækjarskóla og fulltrúi Hafnarfjarðar í starfshópnum mætir á fundinn og kynnir niðurstöður hans.

   Fræðsluráð þakkar kynninguna. Fræðslustjóri uppýsti að skýrsla vinnuhóps á vegum fræðslu- og frístundaþjónustu væri vel á veg komin og yrði kynnt á næsta fundi ráðsins.

  • 1502226 – Skipulagsdagar og vetrarfrí í skólum Hafnarfjarðar, frítt í sund

   Lagt fram til kynningar skipulögð dagskrá í vetrarfríi nemenda.

   Lagt fram.

  • 1701476 – Frístundaþjónusta, tilfærsla

   Tekin til afgreiðslu tillaga Samfylkingar og Vinstri grænna frá síðasta fundi fræðsluráðs:

   “Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir að fá faglega úttekt á gæðum frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hvernig hefur til hefur tekist með yfirfærslu málaflokksins frá fjölskylduþjónustu yfir á fræðslu- og frístundaþjónustu.”

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir úttekt á starfsemi félagsmiðstöðva og frístundaheimila sem er uppistaða í tómstundastarfsemi á vegum Hafnarfjarðarbæjar.

   Eins og fram kom í kynningu íþrótta- og tómstundafulltrúa var gerð úttekt á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva ÍTH vorið 2014 sem framkvæmd var af hálfu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Enn er unnið að innleiðingu breytinga í takt við úttektina og þróun starfseminnar enn í gangi. Afgreiðslu tillögunnar frestað.

  • 1610417 – Fundargerð ÍTH

   Lögð fram fundargerð 242. fundar ÍTH

   Fræðluráð tekur undir bókun íþrótta og tómstundasviðs um niðurstöður tóbakskönnunnar og lýsir yfir áhyggjum af þeirri þróun sem þar kemur fram.

  • 1701136 – Þátttökugjöld, niðurgreiðsla

   Lagt fram til samþykktar breytingar á reglum um niðurgreiðslu þátttökugjalda í frístundastarf fyrir börn 6-18 ára.
   Með breytingunum er minni aðilum sem standa fyrir frístundastarfi heimilt að vera utan rafræna Nora kerfisins og afhenda foreldrum þátttakenda greiðslukvittun fyrir þátttökugjöldum sem hægt er að framvísa í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar og innheimta þannig niðurgreiðslu vegna tómstundaiðkunar barnanna.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirhugaðar breytingar.

  • 1702300 – Barnakóramót Hafnarfjarðar

   Barnakóramót Hafnarfjarðar verður haldið í 20. skipti í Víðistaðakirkju laugardaginn 11. mars 2017.

  • 0810213 – Stóra upplestrarkeppnin

   Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2016-2017 í Hafnarfirði verður haldin í Hafnarborg 7. mars.

  • 1702329 – Viðurkenning fræðsluráðs 2017

   Minnt á möguleika og tímafrest til að skila inn tillögum í viðurkenningu fræðsluráðs til 1. apríl nk.

   Lagt fram.

  Grunnskólamál

  • 1612415 – Skólastjóri í skóla í Skarðshlíð

   Ráðningu skólastjóra við nýjan grunnskóla í Skarðshlíð

   Fræsðlustjóri kynnti að Ingibjörg Magnúsdóttir hefur verið ráðinn sem skólastjóri ínýjan skóla í Skarshlíð.

Ábendingagátt