Fræðsluráð

5. apríl 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 369

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Valdimar Víðisson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Fríða Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1702064 – Þróunarskóli, sjálfstætt starfandi sérskóli, starfsleyfi, umsókn

      Fulltrúar einstaklinga sem sækjast eftir starfsleyfi til að stofna sjálfstætt starfandi sérskóla kynna hugmyndir sínar.

      Thelmu Þorbergsdóttur, Sóleyju Geirsdóttur, Ídu Jensdóttur og Atla Magnússyni þökkuð kynningin.
      Fræðsluráð óskar eftir umsögn ráðgjafaráðs fatlaðs fólks, fjölskyldusviðs, fræðslusviðs og aðildarhópum sem eiga fulltúa í fræðsluráði.

    • 1604475 – Skóladagatöl 2017-2018

      Lögð fram til samþykktar skóladagatöl grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar fyrir skólaárið 2017-2018 ásamt umsögnum skólaráða grunnskóla og staðfestingu foreldraráða leikskóla.

      Samþykkt.

    • 1610039 – Stofnun frístundaheimilis

      Minnisblað lagt fram um heimild Hafnarfjarðarbæjar um að útvista rekstur frístundaheimila.

      Fræðslustjóra falið að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1609669 – Forvarnir

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi segir frá hópasöfnun ungs fólks í Firði og áhyggjum af aukinni marijúananeyslu sem hann kynnti Foreldraráði Hafnarfjarðar í minnisblaði frá 15. febrúar sl.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi skýrði frá hópasöfnun ungs fólks í Firði og viðbrögð bæjarins vegna þess í samstarfi við fulltrúa Fjarðar, foreldraráðs Hafnarfjarðar og lögreglunnar. Einnig ræddi hann aukna marijúnaneyslu og hvernig unnið er að forvörnum.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram fundargerð 245. fundar ÍTH.

    • 1008206 – Barnaskóli Hjallastefnunnar

      Lagt fram bréf Hjallastefnunnar, dags. 28. mars 2017, varðandi rekstur frístundastarfs í Barnaskólanum í Hafnarfirði.

      Fræðslustjóra falið að vinna að málinu.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram að nýju fundargerð 244. fundar ÍTH.

      Fræðsluráð vísar fundargerðinni aftur til umfjöllunar og afgreiðslu ÍTH.

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Á fundi ÍTH þann 29. mars var vísað til fræðsluráðs tillögum nefndarinnar um aukna opnun sundstaða Hafnarfjarðar.

      Fræðsluráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auka opnunartíma í sundlaugum Hafnarfjarðar. Farið verði að tillögum ÍTH sem fela í sér annars vegar að opið verði á svokölluðum ,,Rauðum dögum“, þe. á tilteknum hátíðisdögum í kringum páska, jól ofl. og hins vegar sumaropnun í Suðurbæjarlaug, þe. að sundlaugin verði opin lengur á kvöldin í tvo mánuði í sumar frá því sem verið hefur hingað til. Aukið aðgengi að sundlaugum er á meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar. Kostnaður við þessa auknu þjónustu nemur um 3.500.000 kr á fjárhagsárinu 2017 og er lagt til að honum verði mætt með auknum tekjum af fasteignagjöldum umfram áætlun. Bæjarráð leggi til viðauka skv. þessari tillögu. Frekari útfærslur á auknu aðgengi að sundlaugum bæjarins verði teknar til skoðunar í fjárhagsáætlunargerð 2018.

    • 1703544 – Erindi um synjun á skólavist

      Lagt fram erindi til fræðsluráðs, dags. 12. mars 2017 um áfrýjun á niðurstöðu um synjun á skólavist. Ennfremur lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla um málið.

      Fræðslustjóra falið að vinna að málinu.

    • 1703430 – Grunnskólar Hafnarfjarðar, sálfræðiþjónusta.

      Lögð fram tillaga um sálfræðiþjónustu í grunnskólum Hafnarfjarðar sem samþykkt var að vísa til fræðsluráðs í bæjarstjórn 29. mars sl.:

      Í ljósi alvarlegrar stöðu í málefnum geðheilbrigðisþjónustu í landinu og mikillar aukningar andlegra vandamála s.s. aukins kvíða og þunglyndis meðal barna og unglinga á Íslandi leggja fulltrúar Vinstri grænnna og Samfylkingar til að stöðum sálfræðinga í grunnskólum Hafnarfjarðar verði fjölgað, þannig að við hvern grunnskóla í Hafnarfirði starfi að lágmarki einn sálfræðingur í fullri stöðu og tveir sálfræðingar í stærstu skólunum.

      Fræðslustjóri upplýsti að nú þegar væri verið að endurskoða verkferla, samvinnu við fjölskylduþjónustu, heilsugæslu og vinna á biðlistum í grunnskólum. Forvarnarverkefni sem sporna við kvíða og ferlar um skýrari inngrip eru í undirbúningi. Fræðslustjóra er falið að halda áfram vinnu við að styrkja og styðja við sálfræðiþjónustu í grunn- og leikskólum, ráðgjöf til foreldra og samvinnu fjölskyldu- og fræðslusviðs og þannig koma til móts við börn og fjölskyldur þeirra sem snýr að snemmtækri íhlutun og forvörnum í geðheilbrigðismálum. Lagt er til að fyrirliggjandi tillaga verði kostnaðagreind og niðurstöðurnar birtar í fræðsluráði. Bent er á að sálfræðingar hjá sveitarfélögunum sinna fyrst og fremst greiningu, ráðgjöf og eftirfylgni í málum sem koma upp innan grunnskólanna. Það er síðan á hendi ríkisins að veita börnum í sálrænum vanda meðferðir, en það er einkum gert á vettvangi heilsugæslunnar og BUGL. Mikilvægt er að fjárframlag ríkisins fylgi ætli sveitarfélögin að taka yfir þessa þjónustu að hluta eða öllu leyti. Ennfremur er bent á að eitt af forgangsverkefnum Heilsustefnu Hafnarfjarðar sem nýlega var samþykkt snýr að líðan barna í skólum og eru aðgerðir þar að lútandi í undirbúningi eins og kom fram á fundinum.

    • 1610266 – Frístundaakstur

      Lögð fram fundargerð 4. fundar starfshóps um frístundaakstur.

    • 1701362 – Stefna og verklagsreglur í málefnum barna flóttafólks og hælisleitenda í Hafnarfirði

      Framhald umræðu frá síðasta fundi fræðsluráðs með frekari tillögum.

      Fræðslustjóra falið að vinna áfram að stefnumótun í málefnum barna flóttafólks og hælisleitenda.

Ábendingagátt