Fræðsluráð

31. maí 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 372

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristbjörg Helgadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1705475 – Vináttuþjálfun

      Kynning á vináttuverkefni KVAN.

      Anna Steinsen frá KVAN kynnti námskeiðið Verkfærakistuna, sem ætlað er kennurum og öðru fagfólki og lýtur að hagnýtri þjálfun, stuðningi og ráðgjöf til hópa og einstaklinga í samskipta- og félagslegum vanda.

    • 1705326 – Daggæsla í heimahúsum, samkomulag um miðlun upplýsinga

      Samkomulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum, lagt fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkti fyrirliggjandi samkomulag.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um tímabundna undanþágu fyrir Jónínu Bjarnadóttur frá 8.gr. reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum.

      Fræðsluráð samþykkti fyrirliggjandi erindi.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram fundargerð 249. fundar ÍTH.

    • 1705348 – Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði, 5.-7. bekkur

      Kynning á niðurstöðum Rannsóknar og greiningar um hagi og líðan nemenda í 5. – 7. bekk.

    • 1705202 – Frístundaheimili, viðhorfskönnun

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti viðhorfskönnun foreldra nemenda í frístundarheimilum.

    • 1508512 – Gjaldfrjáls skóli - ókeypis skólagögn

      Samantekt um leiðir og hugsanlegan kostnað við ritfangakaup nemenda grunnskóla lögð fram.

      Fræðslustjóra falið að leggja fram tillögur, um hvernig hægt væri að koma til móts við og minnka kostnað foreldra vegna ritfangakaupa og betri nýtingu námsgagna. Tillögurnar hafi verið kostnaðarmetnar þegar lagðar fram.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ítreka bókun sína frá 24. ágúst 2016 og fara fram á atkvæðagreiðslu um neðangreinda tillögu.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafa þá sameiginlegu stefnu að unnið verði að því markvisst við að gera grunnskólann raunverulega gjaldfrjálsan og að skólarnir sjái nemendum sínum fyrir ritföngum og öðrum nauðsynjum sem teljast hluti af almennri skólasókn íslenskra barna án endurgjalds. Eðlilegt er að öll útgjöld vegna reksturs grunnskóla séu fjármögnuð í gegnum sameiginlega sjóði og þannig tryggt að öll þjónusta þeirra sé í boði án tillits til efnahags. Núverandi fyrirkomulag leiðir óhjákvæmilega til aðstöðumunar milli barna og það eigum við sem samfélag ekki að sætta okkur við.

      Lögð er fram svohljóðandi tillaga:

      Sett verður af stað markviss vinna sem hafi það að markmiði að tryggja gjaldfrjálsan grunnskóla frá árinu 2018, sem m.a. miði að því að ekki verði greitt sérstaklega fyrir það sem í dag er skilgreind sem valkvæð þjónustan en í reynd löngu orðin almenn og órjúfanlegur hluti af skólastarfinu, ritföng, bækur og skólamatur. Með þessu verði gerð tilraun til að að uppfylla anda grunnskólalaganna, um að grunnskóli sé með öllu gjaldfrjáls og tryggja raunverulegan jöfnuð íslenskra grunnskólabarna.

      Afgreiðslu tillögunar er frestað.

    • 1701136 – Þátttökugjöld, niðurgreiðsla

      Til umræðu að skoða möguleika á að útvíkka frístundastyrkinn frá því sem nú er.

      Fræðslustjóra falið að gera greiningu á kostnaði við að útvíkka niðurgreiðslur frístundastyrkja.

    • 1702329 – Viðurkenning fræðsluráðs 2017

      Kynntar tillögur til viðurkenningar fræðsluráðs 2017.

      Fræðsluráð samþykkti tillögur fræðslu- og frístundaþjónustu.

Ábendingagátt