Fræðsluráð

23. ágúst 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 375

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Svava Björg Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Svava Björg Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1701128 – Skólamatur, skólaaskur

      Fræðslustjóri kynnir vinnuferli vegna aðvörunar og óska um úrbætur á þjónustu skv. þjónustusamningi við ISS ehf.

      Málið kynnt og rætt.

    • 1706059 – Starfshópur um starfsaðstæður grunnskólakennara

      Fræðslustjóri kynnti stöðuna við vinnu úrbótaáætlunar vegna skýrslu starfshóps um bættar starfsaðstæður grunnskólakennara.

      Drög að tímasettum aðgerðum og ábyrgðaraðilum liggja fyrir til yfirferðar hjá sviðinu. Kynning til starfshópsins er áætluð í september og í kjölfarið verður niðurstaðan svo lögð fyrir fræðsluráð.

    • 1705475 – Vináttuþjálfun

      Tilboð KVAN um vináttuþjálfun í grunnskólum lagt fram til kynningar.

      Skoða þarf nánar hvaða leið verður farin út frá þörf skólanna og fjárhagsáætlun 2018.

    • 1610266 – Frístundaakstur

      Farið yfir stöðu verkefnisins.

      Lögð er áhersla á að nú í haust er einungis um fyrstu skref í að endurvekja frístundaakstur að ræða og að verkefnið og þjónustan þróist jafnt og þétt í samstarfi við fleiri aðila sem sinna frístundastarfi barna. Útfærð verði þjónusta vegna tónlistarskóla, sundæfinga og annarrar tómstundaiðkunar.

    • 1508512 – Gjaldfrjáls skóli - ókeypis skólagögn

      Staða útboðs og innkaupa námsgagna í grunnskólum kynnt.

      Staða málsins kynnt. Greint frá því að Penninn/Eymundsson var lægstur í útboði og verða flest námsgögnin komin í skólana á morgun 24. ágúst.

    • 1106012 – Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla

      Viðmiðurnarstundaskrá allra grunnskólanna í Hafnarfirði fyrir skólaárið 2017-2018 lögð fram til staðfestingar.

      Fræðsluráð staðfestir fyrirliggjandi viðmiðunarstundaskrár.

    • 1511157 – Dagforeldrar, innritun og aðstaða

      Lögð fram ársskýrsla vegna málefna dagforeldra í Hafnarfirði skólaárið 2016-2017.

      Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi tillögu;

      Fulltrúar Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar í fræðsluráði telja eitt helsta forgangsmál Hafnarfjarðarbæjar sé að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á höfuðborgarsvæðinu eru fjölmörg dæmi um það að börn, á fjórða mánuði meðgöngu, séu skráð á biðlista eftir vist hjá dagmóður. Samkvæmt tölum í Hafnarfirði eru líkur á því að á komandi hausti og áramótum verði þörf á vistunarplássum. Samhliða þessari þróun, leggjum við til að vinna hefjist við að skoða þann kost að fjölga ungbarna leikskólum á vegum bæjarins og að fræðslustjóra verði falið að vinna áfram í málinu og leggja fram tillögu fyrir fjárhagsáætlunargerð 2018.

      Afgreiðslu tillögunnar frestað.

      Fræðsluráð Hafnarfjarðar telur mikilvægt að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en leggur áherslu á að þar verði Alþingi og ríkisstjórnin að koma til og lengi fæðingarorlof í 12 mánuði hið fyrsta. Þegar það vantar hundruð leikskólakennara til starfa í landinu er ákveðinn ómöguleiki að hvert sveitarfélag fyrir sig leysi málið.
      Innritunaraldur barna á leikskóla Hafnarfjarðar hefur lækkað undanfarin ár og er nú svo komið að 14 mánaða börn eru að innritast í leikskóla. En því miður er hið umtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskólavistar ekki brúað.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um endurnýjun starfsleyfis fyrir Valgeir Emil Sigurgeirsson.

      Fræðsluráð staðfestir beiðnina.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Vinnuferli fjáhgsáætlunar 2018 lagt fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 1604475 – Skóladagatöl 2017-2018

      Lagðar fram beiðnir frá Heilsuleikskólanum Hamravöllum og leikskólanum Bjarkalundi um breytingu á skipulagsdögum.

      Samþykkt.

    • 1708411 – Mönnun í leik- og grunnskólum samantekt haust 2017

      Staða mönnunar í leik- og grunnskólum haustið 2017 kynnt.

      Fræðslustjóri upplýsti að staða mönnunar í leik- og grunnskólum er svipuð og undanfarin ár.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fam eftirfarandi fyrirspurn vegna reglna barna starfsfólks í leikskólum frá 27. júlí 2017.

      1.Hver er tilgangur reglnanna?
      2.Frá hverjum kemur frumkvæði að setningu þeirra?
      3.Hafa reglurnar hlotið skoðun með tilliti til réttinda og hagsmuna þeirra barna sem þær kunna að snerta?
      4.Telur sviðsstjóri fræðslu og frístundasviðs að reglurnar uppfylli skilyrði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, m.a. 3. grein hans sem kveður á um að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar opinberir aðilar gera ráðstafanir varðandi börn?

    • 1708412 – Viðhald skólahúsnæðis

      Yfirferð viðhalds á húsnæði leik- og grunnskóla og íþróttamannvirkja, það sem af er ári og áætlanir um frekara viðhald kynntar.

      Fræðslustjóri fór yfir málið.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram að nýju 253. fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar.

      Hörður Svavarsson í Bjartri framtíð óskar bókað.

      Vegna liðar 2 í fundargerð Íþrótta og tómstundanefndar frá 27. júní vil ég taka fram að Samningurinn sem hér er lagður fram, sem þríhliða samningur milli Hafnarfjarðarbæjar, Íþróttabandalags Hafnarfjarðar og Rio Tinto, er um mikilvægt málefni og skiptir vafalaust töluverðu máli. Hann kveður hinsvegar einungis á um skildur og kvaðir á Hafnarfjarðarbæ og ÍBH og er því í raun tvíhliða. Á einum stað í samningnum er minnst á Rio Tinto þar sem kemur fram að þetta erlenda fyrirtæki geti gert sérstakan samning við ÍBH. ÍBH er frjálst að semja við óskilda aðila um hvað sem er ef það samræmist lögum, engin ástæða er til að tíunda það eða taka það fram í samning milli Bæjarins og ÍBH. Það er ósk mín að samningurinn verði því eingöngu milli bæjarins og íþróttabandalgsins enda er hlutverk Rio Tinto í samningnum ekkert.

      Fulltrúi Vinstri lagði fram eftirfarandi bókun.

      Með þessum „svokallaða“ þríhliða samning sem er í raun tvíhliða er Hafnarfjarðarbær að opna fyrir ódýra auglýsingarherferð risafyrirtækis, sbr. 9.gr. Þessi samningur á að sjálfsögðu að vera eingöngu milli bæjarins og ÍBH.
      Ég tel það alls ekki boðlegt að ungdómur bæjarins beri merki fyrirtækis, framan á brjóstum sér, sem hefur markvisst dregið úr réttindum starfsfólks síns útum allan heim og ítrekað hunsað beiðnir verkalýðsfélaga um starfsöryggi, góðan aðbúnað og mannsæmandi laun. Svo virðist sem að markmið risafyrirtækisins sé að láta fátæka við sultarmörk undirbjóða fasta vinnu og brjóta upp staðbundinn stéttarfélög. Rio Tinto hefur „tuddast“ og nýtt sér mannauð og náttúru landa án sanngjarns endurgjalds í allt of langan tíma.
      Eins og sást í nýafstaðinni kjaradeilu er sá tími, því miður, löngu liðinn, hér í bæ, að „álbræðslan í Straumsvík“ rækti góða sambúð við starfsfólk sitt.

Ábendingagátt