Fræðsluráð

4. október 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 378

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður
  • Einar Birkir Einarsson varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Lögð fram tillaga um lengda opnun stundstaða.

      Fræðsluráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu til vinnslu í fjárhagsáætlun 2018.

    • 1708411 – Mönnun í leik- og grunnskólum samantekt haust 2017

      Minnisblað lagt fram vegna fyrirspurnar Margrétar Gauju Magnúsdóttur fulltrúa Samfylkingarinnar vegna reglna um börn starfsfólks í leikskólum frá 27. júlí 2017.

      1.Hver er tilgangur reglnanna?
      2.Frá hverjum kemur frumkvæði að setningu þeirra?
      3.Hafa reglurnar hlotið skoðun með tilliti til réttinda og hagsmuna þeirra barna sem þær kunna að snerta?
      4.Telur sviðsstjóri fræðslu og frístundasviðs að reglurnar uppfylli skilyrði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, m.a. 3. grein hans sem kveður á um að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar opinberir aðilar gera ráðstafanir varðandi börn?

      Fræðsluráð samþykkir að fresta gildistöku reglnanna og óskar eftir umsögn um þær frá Umboðsmanni barna.

    • 1705475 – Vináttuþjálfun

      Minnisblað með tillögu um gerð samkomulags við KVAN um menntunar- og þjálfunarnámskeiðið Verkfærakistuna fyrir fagfólk í grunnskólum. Verkefnið miðar að því að gera kennara og annað fagfólk betur í stakk búið til að bæta líðan barna, auka samkennd og efla félagsþroska. Sérstök áhersla er lögð á að bæta stöðu þeirra barna sem líður illa og hafa orðið fyrir einelti.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu sviðsstjóra um að hefja samstarfið KWAN á yfirstandandi fjárhagsári og vísar þeim hluta tillögunnar sem beinist að næsta fjárhagsári í fjárhagsáætlunargerð 2018.

    • 1706086 – Skólahreystibraut

      Lagt til að umhverfis- og skipulagsráð undirbúi uppsetningu og skipulag svæðis fyrir Skólahreystibraut.

      Fræðsluráð gerir það að tillögu sinni að hefja undirbúning Skólahreystibrautar og samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og skipulagsþjónustu til frekari vinnslu.

    • 1705326 – Daggæsla í heimahúsum, samkomulag um miðlun upplýsinga

      Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram 255. fundargerð ÍTH til samþykktar.

Ábendingagátt