Fræðsluráð

18. október 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 379

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Svava Björg Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Svava Björg Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1710177 – Ályktun um stöðu leikskólabarna

      Lögð fram ályktun samráðsnefndar Félags stjórnenda leikskóla (FSL) um stöðu leikskólabarna. Ennfremur lagt fram bréf nefndarinnar um þróun dvalartíma barna í leikskólum frá 1998-2016. Minnisblað og samantekt þróunarfulltrúa leikskóla um stöðu mála.

      Fræðsluráð þakkar fyrir ábendingu Félags stjórnenda í leikskólum og tekur undir ályktunina. Fræðsluráð felur sviðstjóra að svara erindinu og að þar verði gerð grein fyrir þeirri umræðu og undirbúningi sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði við endurskoðun á rýmisáætlun fyrir leikskóla í Hafnarfirð. Vænta má fyrstu formlegu tillagna þar um í fjárhagsáætlun 2018.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

      Sviðsstjóri kynnti áherslur fjárhagsáætlunar 2018. Minnisblað lagt fram.

      Lagt fram til umræðu og kynningar.

    • 11023155 – Skólavogin

      Skýrsla og niðurstöður mælinga Skólavogar fyrir grunnskóla skólaárið 2016- 2017 lögð fram til kynningar.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram 256. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 1710065 – Samningur við ÍBH um eflingu íþróttastarfs f. yngri en 18 ára

      Samningur við ÍBH um eflingu íþróttastarfs f. ungmenni yngri en 18 ára lagður fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir samninginn og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ábendingagátt