Fræðsluráð

1. nóvember 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 381

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Hörður Svavarsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðmundur Sveirrisson, sérfræðingur á fjármálasviði, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Jónína Rósa Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Guðmundur Sveirrisson, sérfræðingur á fjármálasviði, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Jónína Rósa Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Sigríður Ólafsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna

 1. Almenn erindi

  • 11023155 – Skólavogin

   Þróunarfulltrúi kynnti niðurstöður grunnskólahlutans.

  • 1710533 – Skólavogin leikskólar

   Skólavogin 2016-17 lögð fram, samantekt á niðurstöðum fyrir leikskóla Hafnarfjarðar.

   Lagt fram

  • 1610417 – Fundargerð ÍTH

   Lögð fram fundargerð 257. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 1709753 – Styrkbeiðni Orðagull

   Lagt fram bréf dags. 25. september sl. þar sem óskað er eftir styrk vegna android útgáfu á málörvunarforritinu Orðagulli.

   Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðinu að finna mögulega útfærslu að stuðningi.

  • 1706059 – Starfshópur um starfsaðstæður grunnskólakennara

   Sviðsstjóri kynnti tímasetta umbótaáætlun þar sem miðað er við að umbótaverkefni snúist um það sem hægt er að gera innan hvers skóla í samstarfi kennara og skólastjórnendur og áherslur í fjárhagsáætlun 2018 til úrbóta í grunnskólum út frá skýrslu starfshópsins frá 1. júní 2017.

   Lagt fram og tekið til frekari umræðu síðar.

  • 1611367 – Rýmisáætlun leikskóla

   Tillaga um stofnun starfshóps um starfsaðstæður í leikskólum lögð fram. Erindisbréf lagt fram.

   Fræðsluráð samþykkir stofnun starfshóps og fyrirliggjandi erindisbréf um starfsaðstæður í leikskólum. Tilnefnt í starfshópinn á næsta fundi fræðsluráðs.

  • 1708776 – Samningur um rekstur frístundaheimilis

   Til umræðu.

   Málið rætt og óskað eftir að fulltrúar Hjallastefnunnar verði boðið að mæta á næsta fund ráðsins.
   Fulltrúi Vinstri grænni lagði fram eftirfarandi bókun:
   “Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að fyrir fundinn óskaði ég eftir því að gögn er varða þetta mál yrðu undir málinu. Þetta eru greinargerðir sem bæði Sambandið og Ráðuneytið hafa lagt fram þar sem það kemur skýrt fram að sjálfstætt reknir grunnskólar öðlist ekki sjálfkrafa kröfu á hendur sveitarfélagi um aukin framlög til þess að veita frístundaþjónustu. Ég óska eftir að leggja fram eftirfarandi gögn undir málsliðinn.
   Ég ítreka fyrri bókanir mínar um málið og tel ég það siðlaust af Hafnarfjarðarbæ að ráðstafa enn meiri pening í Barnaskóla Hjallastefnunnur. Það stangast á við jafnræðislög að sum börn fá meiri og betri þjónustu í skjóli fjárútláta frá Hafnarfjarðarbæ og fyrirgreiðslna nemanda til skólans. Hjallastefnan hefur rekið þetta mál áfram á andlýðræðislegum forsendum m.a. með því að ætlast til að Hafnarfjörður endurgreiðir þeim upphæð vegna nýrra laga og spýti þar að auki pening inn í kerfi sem snýst alltaf á endanum um hagnað og halla. Forsvarsmenn Hjallastefnunnar hafa rekið ódýra herferð í þessu máli m.a. með því að telja öðrum sveitarfélögum trú um það að hagstæður samningur liggi fyrir hjá Hafnarfjarðarbæ. Þar að auki vil ég benda forsvarsmönnum Hjallastefnunnar á það að ákveði þeir að hækka gjaldskrá sína fyrir frístundaheimili, þá er þeim velkomið að gera það en Hafnarfjörður verður ekki notaður sem einhverskonar skiptimynt í þeirri hótun.”

Ábendingagátt