Fræðsluráð

15. nóvember 2017 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 382

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Jónína Rósa Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Jónína Rósa Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1708776 – Samningur um rekstur frístundaheimilis

      Lagt fram minnisblað vegna framlags Hafnarfjarðarbæjar til frístundaheimilis Hjalla. Til afgreiðslu.

      Afgreiðslu frestað.

      Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun;

      “Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að í bréfi Samtaka sjálfstæðra skóla til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þann 17. okt sl. kemur það fram að Hafnarfjörður hafi nú þegar viðurkennt greiðsluskyldu til sjálfstætt starfandi frístundaheimila og fyrir liggi staðfesting á því. Þar segir m.a. „Að gefnu tilefni vekja SSSK sérstaka athygli á að fyrir liggur að Garðabær og Hafnarfjörður hafa nú þegar viðurkennt umrædda greiðsluskyldu og samþykkt að greiða sérstök framlög til sjálfstætt starfandi grunnskóla vegna reksturs þeirra á frístundaheimilum í þeim sveitarfélögum. Því liggur fyrir staðfesting þessara aðila á bæta beri sjálfstætt starfandi grunnskólum þann kostnað sem til fellur í rekstri þeirra vegna reksturs á frístundaheimilum í kjölfar áðurnefndra lagabreytinga“. Undir þetta bréf f.h. stjórnar SSSK ritar formaðurinn Kristján Ómar Björnsson sem einnig er heilsustjóri Grunnskólans Nú í Hafnarfirði. Varaformaður stjórnar er Þórdís Jóna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf. Ég óska eftir því að umrætt bréf verði lagt undir málið.
      Ég tel að öllum aðilum ætti að hafa verið ljóst, eftir að málinu var frestað í tvígang, að ekki ríkti pólitískur einhugur um málið. Auk þess höfðu komið fram greinargerðir hjá bæði Sambandinu og Ráðuneytinu þar sem það kemur skýrt fram að sjálfstætt reknir grunnskólar öðlast ekki sjálfkrafa kröfu á hendur sveitarfélagi um aukin framlög til þess að veita frístundaþjónustu. Það lá því fyrir snemma að ef að auka ætti framlög til sjálfstætt starfandi Grunnskóla hér í bæ, þá yrði það alltaf á endanum pólitísk ákvörðun.
      Ég fer fram á að formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar skýri það hvernig það komi til að liggi fyrir staðfesting á því að Hafnarfjarðarbær hafi nú þegar samþykkt að greiða sérstök framlög til sjálfstætt starfandi grunnskóla vegna reksturs þeirra á frístundaheimilum í bænum.”

      Fundarhlé kl. 13:40
      Fundi framhaldið kl. 14:05

      Formaður fræðsluráðs bókar eftirfarandi:

      Fullyrðingar sem koma fram í bréfi stjórnar sjálfstætt rekinna skóla til Reykjavíkurborgar koma á óvart. Ekki liggur fyrir samþykkt um málið hjá Hafnarfjarðarbæ og eru fullyrðingarnar ekki komnar frá bæjaryfirvöldum. Dylgjum um annað sem koma fram í bókun fulltrúa VG er vísað til föðurhúsanna og harmar undirrituð slíkan málflutning.

    • 1706059 – Starfshópur um starfsaðstæður grunnskólakennara

      Sviðsstjóri kynnti tímasetta umbótaáætlun þar sem miðað er við að umbótaverkefni snúist um það sem hægt er að gera innan hvers skóla í samstarfi kennara og skólastjórnendur og áherslur í fjárhagsáætlun 2018 til úrbóta í grunnskólum út frá skýrslu starfshópsins frá 1. júní 2017

      Fræðsluráð þakkar sviðsstjóra og öðrum sem unnið hafa að þessari metnaðarfullu umbótaáætlun. Hér er um að ræða mikilvægt skref og frumkvæði af hálfu Hafnarfjarðarbæjar í að bæta starfsaðstæður kennara í grunnskólum bæjarins eins og skilgreint var í bókun með kjarasamningi þeirra.

    • 1703024 – Stjórnun grunnskóla erindi skólastjóra

      Lagt fram bréf dags. 30. október 2017 frá skólastjórum grunnskóla Hafnarfjarðar.

      Sviðsstjóra falið að taka saman svar við bréfi skólastjóra.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021.

      Fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu, ásamt greinargerð og skýrslu umhverfis- og skipulagsþjónustu með samantekt yfir viðhaldsþörf fyrir íþróttamannvirki, leik- og grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar lögð fram til kynningar.

      Guðmundur Sverrisson sérfræðingur á fjármálasviði fór yfir fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundaþjónustu fyrir árið 2018.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Íþrótta – og tómstundafulltrúi kynnti verkefnið Heilsueflandi samfélag á árinu 2017 og áætluð verkefni á næstu misserum.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram fundargerð 258. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt