Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Krosseyri, Linnetsstíg 3
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra leikskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Svava Björk Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.
Verkefnisstjóri kynnti stöðu verkefnis.
Ólöf Sívertsen verkefnisstjóra þökkuð kynningin.
Þjónustusamningur við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Á fundi bæjarráðs þann 16. nóvember sl. var samþykkt að vísa eftirfarandi tillögum Samfylkingar og Vinstri grænna að breytingum á fjárhagsáætlun til fræðsluráðs.
1.Að fenginn verði óháður aðili til að taka út aðstöðu til iðkunar íþrótta- og tómstunda fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði, gera samanburð á aðstöðunni í sveitarfélaginu við önnur sambærileg sveitarfélög, kanna fjölbreytni í framboði íþrótta og tómstunda fyrir börn og unglinga og greina hvar helst er þörf fyrir viðbótar uppbyggingu, aukinn rekstrarstuðning eða aðgerðir til að koma á fót nýrri starfsemi. Horft verði jafnt til íþrótta og annarra tómstundaúrræða, s.s. listgreina. Sérstaklega verði lögð áhersla á að greina þörf fyrir uppbyggingu helstu innviða eftir svæðum innan bæjarins, með það að markmiði að tryggja að börn í Hafnarfirði búi við sambærileg tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi óháð búsetu innan svæðisins. Á grundvelli niðurstöðu þeirrar vinnu verði tekin endanleg ákvörðun um forgangsröðun verkefna sem m.a. hafa komið fram í tillögum ÍBH og eftir atvikum öðrum hagsmunaaðilum sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga í Hafnarfirði. Mikilvægt er að þessari vinnu verði lokið eigi síðar en í lok janúar nk. þannig að hún þurfi ekki að leiða til tafa á framkvæmd einstakra verkefna.
Samþykkt að vísa tilögunni til umfjöllunar og úrvinnslu hjá ÍTH. Meðal annars verði teknar saman upplýsingar úr þeim fjölda rannsókna, kannana og greininga sem til eru um framboð, viðhorf til þessarar þjónustu, þátttöku o.fl. í Hafnarfirði.
2.Að veitt verði fjármunum í starf frístundaheimila og félagsmiðstöðva að skandínavískri fyrirmynd, með það að sjónarmiði að auka gæði starfsins sem nýtast myndi öllum börnum og ungmennum í Hafnarfirði.
Afgreiðslu frestað. Árið 2014 var unnin óháð og viðamikil úttekt á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Hafnarfirði og niðurstöður birtar árið 2015. Síðan hefur verið unnið eftir ábendingum og tillögum að umbótum sem þar komu fram, til eflingar faglegs frístundastarfs í bænum. Óskað eftir því að niðurstöðurnar verði kynntar aftur fyrir fræðsluráði.
3.Að hafinn verði undirbúningur á því að setja á fót svokallað ungmennahús í bæjarfélaginu sem yrði staðsett á Suðugötu 14 (gömlu Skattstofunni). Lagt er til að strax verði hafist handa við þarfagreiningu fyrir slíkt hús og í kjölfarið stefnumótunarvinnu fyrir starfsemi þess. Stefnt verði að því að nýtt ungmennahús Hafnarfjarðar taki til starfa haustið 2018 leiði þarfagreining og stefnumótunarvinna til þeirrar niðurstöðu að það sé skynsamleg að ráðast í slíkt verkefni fyrir bæjarfélagið. Lagt er til að í fjárhagsáætlun verði 10.000.000 kr. varið í þetta verkefni. Í því felst ráðning starfsmanns sem heldur utan um verkefnið frá byrjun og kemur því af stað.
Samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar og úrvinnslu hjá Ungmennaráði Hafnarfjarðar og fjölskylduráði. Fjárhagslegum þætti tillögunnar er vísað til annarrar umræðu fjárhagsáætlunar 2018 í bæjarstjórn 6. des. nk.
4.Að veitt verði fjármunum í menningartengt frístundastarf fyrir börn og ungmenni.
Fræðsluráð samþykkir að skoða möguleika á að koma upp aðstöðu fyrir myndlistarnám barna og ungmenna, t.d. við Suðurgötu 14 (gamla Skattstofuhúsnæðinu), þar sem myndlistarkennarar gætu boðið upp á námskeið í faginu. Jafnframt er vakin athygli á því að með útvíkkun frístundastyrkja undanfarin misseri, hefur möguleikum hafnfirskra barna og ungmenna til frístundastarfs fjölgað umtalsvert. Frá og með næstu áramótum verður t.d. hægt að nýta frístundastyrkinn til tónlistarnáms. Niðurgreiðslurnar hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár, upphæðir hækkað, ungmenni geta nú nýtt styrkinn til 18 ára aldurs og hægt er að nýta hann í öðru sveitarfélagi.
5.Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gagnrýna að á sama tíma og mörg sveitarfélög eru nú þegar að nálgast það markmið að tryggja öllum börnum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri þá skuli ekki gert ráð fyrir neinni lækkun á inntökualdri barna á leikskólum Hafnarfjarðar í fyrirliggjandi drögum að fjögurra ára fjárhagsáætlun fyrir bæinn. Leggjum við til að áætlunin verði endurskoðuð að þessu leyti og inn í hana felldar breytingar fyrir síðari umræðu sem geri ráð fyrir nægilegu fjármagni til að tryggja að öll börn í Hafnarfirði geti hafið leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri haustið 2020. 6.Að hafin verði uppbygging á ungbarnaleikskólum í sveitarfélaginu og hefjist markviss undirbúningur þess strax á næsta ári.
Tillögur 5 og 6: Afgreiðslu frestað. Fræðsluráð óskar eftir kostnaðarmati og greiningu á tillögunni og umsögn leikskólastjóra og þróunarfulltrúa leikskóla.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óska bókað: Innritunaraldur barna í leikskóla Hafnarfjarðarbæjar hefur verið lækkaður jafnt og þétt frá árinu 2015 þegar tillaga þar um var afgreidd í fræðsluráði. Nú er svo komið að öll börn eru að komast inn á árinu sem þau verða 18 mánaða, allt niður í 14/15 mánaða gömul börn, og yngri börn sem eru í forgangshópi. Í Hafnarfirði er lögð áhersla á að styrkja það kerfi og þjónustu sem nú þegar er í boði í leikskólum bæjarins. Í fjárhagsáætlun 2018 er m.a. gert ráð fyrir sértækum aðgerðum sem lúta að því að bæta kjör og starfsaðstæður í leikskólum. Einnig verða stigin fyrstu skref í að fækka í barnahópum í því skyni að auka leik- og dvalarrými barnanna. Félag stjórnenda í leikskólum hefur skorað á sveitarfélög að grípa til aðgerða sem minnkað geta álag inni á leikskólum og hefur starfshópur verið stofnaður sem leggja á fram frekari tillögur í þeim efnum í Hafnarfirði.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óska bókað: Með tillögunni er verið að lýsa yfir pólitískum vilja til þess að brúa bil fæðingarorlofs og leikskóla þannig að tilboð um leikskóladvöl sé frá 12 mánaða aldri og þess sjái stað í langtímafjárhagsáætlunum bæjarins. Það er mikilvægt að fjármagn fylgi stefnu og þess vegna er tillagan lögð fram. Mikilvægt er að afstaða og vilji fræðsluráðs komi fram við endanlega afgreiðslu tillögunnar.
Tilnefnt í starfshóp um starfsaðstæður í leikskólum.
Tilnefnt er í starfshópinn: Hörður Svavarsson, formaður Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Svava Björk Mörk Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra Steinunn Jónsdóttir, fulltrúi leikskólakennara Helga Hrönn Óskarsdóttir, fulltrúi foreldra Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi Félags leikskólakennara
Þróunarfulltrúi leikskóla kynnti niðurstöður fyrir leikskóla.
Lagt fram
Lögð fram fundargerð 259. fundur ÍTH
Lagt fram.
Á síðasta fundi ÍTH þann 22. nóvember var fjallað um Afreksmannasjóð sem Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær standa að.
Í ár hefur umsóknum fjölgað afar mikið vegna góðs árangurs hafnfirskra íþróttamanna á alþjóðlegum vettvangi.
Bókað var á fundi ÍTH að endurskoða þyrfti reglur sjóðsins, íþróttafulltrúa falið að leita leiða til að leysa vanda sjóðsins í ár og skoða þarf möguleika á að hækka framlag Hafnarfjarðarbæjar til sjóðsins til lengri tíma.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að finna leið innan fjárheimilda til að mæta vanda sjóðsins vegna ársins 2017. Reglur sjóðsins skulu endurskoðaðar og við lok þeirrar vinnu þarf að meta hvort breyta þurfi fjárframlagi Hafnarfjarðarbæjar til sjóðsins.
Lagt fram bréf frá heilsuteymi Víðistaðaskóla um skólahreystibraut á Víðistaðatún.
Fræðsluráð fagnar áhuga heilsuteymis Víðistaðaskóla á skólahreystibraut og vekur athygli á að gert er ráð fyrir fjármagni til undirbúnings á uppsetningu skólahreystibrautar í Hafnarfirði í fjárhagsáætlun 2018. Eftir á að ákveða staðsetningu brautarinnar en í minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa frá fundi fræðsluráðs 14. júlí sl. eru lagðir til nokkrir möguleikar.