Fræðsluráð

10. janúar 2018 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 385

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Svava Björg Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Svava Björg Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1708776 – Samningur um rekstur frístundaheimilis

      Lögð fram fyrri gögn vegna óskar Hjalla um framlag Hafnarfjarðarbæjar til frístundaheimilis Hjalla. Fulltrúar Hjallastefnunnar gestir fundarins. Til afgreiðslu.

      Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar mætti á fundinn.

      Fræðslustjóra falið að vinna áfram að samningi vegna óskar Hjallastefnunnar um framlag til frístundaheimilis og leggja fram á næsta fundi fræðsluráðs.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um starfsleyfi fyrir Valgerði Laufeyju Þráinsdóttur.

      Samþykkt.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram fundargerð 261. fundar ÍTH.

      Fræðsluráð óskar nýjum íþróttakarli- og konu til hamingju með viðurkenninguna.

    • 1801191 – Fæðismál í grunnskólum

      Umræða um framtíðar fyrirkomulag skólamáltíða.

      Ákveðið að stofna starfshóp um málið og fræðslustjóra falið að leggja fram erindisbréf starfshópsins á næsta fundi.

Ábendingagátt