Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Krosseyri, Linnetsstíg 3
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, , Svava Björg Mörk, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Helga Hrönn Óskarsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
Skóladagatal 2018-2019 lagt fram til kynningar.
Lagðar fram fundargerðir 3. fundar starfshóps og 1. og 2. fundar stýrihóps um starfsaðstæður í leikskóla.
Lagt fram minnisblað um fæðismál í grunnskólum ásamt drögum að vinnulagi og erindisbréfi starfshóps.
Samþykkt tilnefnt verður í starfshópinn á næsta fundi.
Lögð fram ályktun skólaráðs Lækjarskóla dags. 14. desember 2017.
Erindinu vísað til skoðunar hjá Umhverfis- og skipulagssviði.
Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa foreldra grunnskólabarna: Óskað er eftir upplýsingum um það hvað SMT kostar Hafnarfjarðarbæ, annars vegar á ári og hins vegar hversu miklu hefur verið varið í SMT síðustu 3 ár. Endurmenntun starfsmanna sem vinna samkvæmt SMT, hvernig henni er háttað. Úttektir á SMT kerfinu, hvernig þær eru framkvæmdar og af hverjum.
Svar lagt fram.
Samningur við Barnaskóla Hjallastefnunnar um frístundaheimili lagður fram til samþykktar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar samþykkja fyrirliggjandi samning, vísa honum til bæjarstjórnar og gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun;
Miðað við þær aðstæður sem skapast hafa við setningu laga um útvistun reksturs frístundaheimila, bið eftir nánari viðmiðum vegna reglna þar um frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og samræmingu á milli sveitarfélaga um gjaldtöku og rekstrarsamninga á vegum Sambands Íslenskra sveitarfélaga, telst sanngjarnt að greiða Hjallastefnunni sambærilegar greiðslur og frístundaheimili bæjarins fá, þ.e. mismun á raunkostnaði við hvert barn skv. frístundalíkani bæjarins. Fræðsluráð samþykkir því að gera nú tímabundinn samning við Hjallastefnuna. Samningurinn taki gildi 1. ágúst 2017 og rennur út 10. júní 2018. Endurskoðun hans verði í samræmi við niðurstöður starfshóps á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem vinnur að gerð viðmiða um gæði frístundastarfs á frístundaheimilum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út síðar á árinu 2018, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, viðmið um gæði frístundastarfs, þ.m.t. um hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, margbreytileika, stjórnun og menntun starfsfólks. Einnig skal mat samráðshóps starfsmanna fræðsluskrifstofa á höfuðborgarsvæðinu haft til hliðsjónar við endurskoðun samningsins. Einnig skal liggja fyrir fræðsluráð 10. júní 2018 úttekt á vegum Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar og fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar á rekstrarfyrirkomulagi Hjallastefnunnar í Hafnarfirði með tilliti til hið svokallaðs ,,húsnæðisgjalds“ sem innheimt er af foreldrum mánaðarlega.
Fulltrúi Vinstri grænna kemur að svohljóðandi bókun;
Fulltrúi Vinstri grænna ítrekar fyrri bókanir sínar. Bæði Sambandið og Ráðuneytið hafa lagt fram, greinargerðir, þar sem það kemur skýrt fram að sjálfstætt reknir grunnskólar öðlist ekki sjálfkrafa kröfu á hendur sveitarfélagi um aukin framlög til þess að veita frístundaþjónustu. Lögin eru fyrst og fremst hugsuð fyrir sveitarfélög og/eða einkarekna skóla sem ekki bjóða upp á frístundastarf fyrir yngri árganga grunnskóla. Sveitarfélaginu er þá skyldugt að fara tvær leiðir. Fyrri leiðin er sú að gera þjónustusamning við einkaaðila, gegn sanngjörnu endurgjaldi. Seinni leiðin er að hýsa þessi börn í frístundaheimilum á vegum sveitarfélagsins. Í tilfelli Barnaskóla Hjallastefnunnar þá hefur stofnunin starfrækt sitt eigið frístundaheimili frá 2006. Sem þeim er vissulega heimilað að gera. Það er því engin þörf á því að Hafnarfjörður fari í einhverjar ráðstafanir gagnvart stofnuninni.
Lagt fram bréf Félags grunnskólakennara í Hafnarfirði dags. 12. desember s.l.
Fræðslustjóra falið að svara erindinu.
Lagt fram bréf Arnarskóla ses, dags 11. janúar sl. varðandi umsókn um starfsleyfi fyrir sjálfstætt starfandi sérskóla.
Fræðslustjóra falið að halda áfram samtali við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga um erindið.
Lagt fram svar við einum lið af athugasemdum minnihlutans vegna fjárhagsáætlunar 2018 um framtíðaruppbyggingu í íþrótta- og tómstundamálum. Fræðsluráð vísaði til ÍTH nefndar að svara erindunu og var það kynnt á síðasta ÍTH fundi þann 17. janúar.
Lagt fram.
Rekstrarsamningur og þjónustusamningur við Brettafélag Hafnarfjarðar sem ÍTH nefnd hefur samþykkt og vísað til fræðsluráðs, lagður fram.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
Lagður fram til samþykktar.
Lögð fram fundargerð 262. fundar ÍTH.
Lagt fram minnisblað fræðslustjóra um umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar.
Fræðsluráð tekur undir umsögn fræðslustjóra og hvetur stjórnendur, kennara og annað starfsfólk til að kynna sér stefnuna meðan hún er umsagnarferli.
Fundagerð vinnuhóps um framtíðaráform gæsluvalla í Hafnarfirði lögð fram.
Til umræðu.