Fræðsluráð

21. febrúar 2018 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 388

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Fræðsluráð gerir umsögn fræðslustjóra að sinni og vísar stefnunni til lokaútfærslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lögð fram fundargerð 264.fundar ÍTH.

    • 1801191 – Fæðismál í grunnskólum

      Skipan starfshóps.

      Eftirtaldir skipaðir í starfshópinn; Rósa Guðbjartsdóttir formaður, Karólína Helga Símonardóttir, Júlíus Andri Þórðarson og Hrafnhildur Sigurðardóttir

    • 1707061 – Aukin samvinna Fjölskyldu- og Fræðslu- og frístundasviðs, skýrsla starfshóps

      Minnisblað sviðsstjóra Fræðslu- og frístundarþjónustu um samvinnu Fræðslu- og frístundarsviðs og Fjölskyldusviðs um snemmtæka íhlutun og stuðning við nemndur með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra.

    • 1802287 – Mataráskrift fyrispurn

      Lagt fram svar við eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar frá 382. fundi fræðsluráðs.
      “Grunnskólar
      Hver hefur verið þróunin í mataráskrift sl. 2 ár?
      Hversu mörg börn nýta sér ekki mataráskriftina í dag?
      Hvað eru margir foreldrar á vanskilaskrá og hver er heildarupphæðin?
      Erum við að meina börnum um mat ef að foreldrar geta ekki borgað?

      Fulltrúar Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar gera athugasemdir við að þeir lögðu fram fyrirspurnir 15. nóv síðastliðinn og fá svör fyrst í dag, 21. febr. Það gefur augaleið að fyrirspurnir okkar voru í tengslum við Iss ehf ekki nýja verktakann, enda dagsettar í nóvember.

    • 1502226 – Skipulagsdagar og vetrarfrí í skólum Hafnarfjarðar, frítt í sund

      Vetrarfrí verður í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. febrúar og af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þá daga í laugum bæjarins ásamt fjölbreyttri dagskrá fyrir börn og fullorðna.

Ábendingagátt