Fræðsluráð

21. mars 2018 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 390

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Hrafnhildur Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Breyting á fulltrúum Bjartrar framtíðar í fræðsluráði þar sem Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7, fer úr ráðinu og í hennar stað tekur sæti Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Ljósabergi 48, 221 Hafnarfirði.

      Vísað aftur til Bæjarstjórnar vegna formgalla.

    • 1803158 – Minnisblað um nýsköpunar- og tæknisetur

      Lagt fram minnisblað til fræðsluráðs með hugmynd að nýsköpunar- og tæknisetri í Hafnarfirði. Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri bæjarins, Bjarndís Fjóla Jónsdóttir UT-kennslufulltrúi og Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla kynna hugmynd sem lögð er fram í minnisblaði.

      Fræðslustjóra falið að útfæra og kostnaðarmeta hugmyndina nánar og leggja fyrir Fræðsluráð og kanna sérstaklega hvort Menntasetrið við lækinn sé ekki vænleg staðsetning.

    • 1709555 – Samræmd könnunarpróf í grunnskólum 2017-2018

      Þróunarfulltrúi grunnskóla fer yfir stöðu á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 9. bekk vorið 2018.

      Samkvæmt framlögðu minnisblaði er ljóst að framkvæmd samræmdra könnunarprófa í íslensku og ensku var haldin verulegum annmörkum. Fræðsluráð lýsir yfir verulegum áhyggjum af þessu.

    • 1803159 – Viðurkenning fræðsluráðs 2018

      Minnt á viðurkenningu fræðsluráðs árið 2018. Tilnefningum tekið til 30. apríl nk.

      Fræðsluráð minnir á viðurkenningar ráðsins vegna farsæls og mikilvægs skólastarfs. Allir geta sent inn tillögur um tilnefningar til verðlaunanna sem þurfa að berast Skólaskrifstofu fyrir 1. apríl.

    • 1611442 – Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrá og afsláttur

      Lagt fram til staðfestingar.

      Fræðsluráð samþykkir nýjar reglur og skilyrði til einkarekinna leikskóla og vísar málinu til bæjarráðs til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

    • 1610417 – Fundargerð ÍTH

      Lagðar fram fundargerðir númer 265 og 266 frá Íþrótta- og tómstundanefnd.

      Lagt fram.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um starfsleyfi fyrir Jennýju Lind Jóhannesdóttur.

      Samþykkt.

Ábendingagátt