Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Krosseyri, Linnetsstíg 3
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Bergþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristjana Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.
Lögð fram rekstraráætlun vegna Ungmennahúss. Áætlunin tekur mið að því að aðstaðan í Skattstofunni verði notuð undir starfsemina og ráðið verði í 1,8 stöðugildi í verkefnið. Opið yrði alla virka daga frá 14:00 og fram á kvöld þrisvar í viku.
Fræðsluráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að stofnun Ungmennahúss frá haustinu 2018. Samþykktinni er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
Tillaga:
Fræðsluráð samþykkir að opnunartímar sundlauga bæjarins verði endurskoðaðir og aðlagaðir þeim markmiðum sem kveðið er á um í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2018, en þar segir:
,,Síðasta vor og sumar samþykkti bæjarstjórn að hafa lengur opið í sundlaugum bæjarins, en á þeim tíma varð Hafnarfjarðarkaupstaður heilsueflandi sveitarfélag. Þessi tilraun heppnaðist vel og nú liggur fyrir að festa í sessi þennan lengri opnunartíma, sem miðar að því að vera með opið lengur þegar aðsókn er mikil, eða á kvöldin á virkum dögum og á svokölluðum „rauðum dögum“. Frítt verði í sund fyrir börn að 10 ára aldri frá og með næstu áramótum, en þau eru iðulega í fylgd með fullorðnum. Áætlun gerir ráð fyrir aukningu í útgjöldum vegna þessa um 6,5 milljónir króna.“
Því er lagt til að Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug verði áfram opnaðar kl. 8:00 um helgar og fallið verði frá fyrirhugaðri helgaropnun í Sundhöll Hafnarfjarðar. Stefnan er að auka við þá þjónustu sem í boði hefur verið og skýrt kemur fram í fjárhagsáætluninni. Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að vinna að málinu í samráði við hlutaðeigandi.
Lögð fram drög að endurnýjun þjónustusamnings um rekstrarstyrk til grunnskóla Framsýnar menntunar. Ennfremur lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla.
Lagt fram.
Fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun; Samfylkingin hefur þá skýru stefnu grunnskólar eigi að vera gjaldfrjálsir og tækifæri barna menntunar og þroska óháð efnahag foreldra. Fyrirliggjandi samningur er í andstöðu við þá stefnu og því getur undirritaður ekki greitt honum atkvæði sitt.
Úrskurður mennta- og menningarmálaráðuneytisins í kæru um höfnun á skólavist í hafnfirskum grunnskóla lagður fram. Ennfremur lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa grunnskóla og drög að verklagsreglum um skólavist í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Samþykktir foreldraráða þriggja leikskóla lögð fram.
Fræðsluráð staðfestir fyrirliggjandi skóladagatöl.
Tillaga starfsmanna fræðslu- og frístundaþjónustu um starfsemi gæsluvallar í Hafnarfirði lögð fram til samþykktar.
Fræðsluráð samþykkir að gerðar verði þær breytingar á starfsemi gæsluvallar bæjarins í sumar sem lagt er til í meðfylgjandi minnisblaði. Þar er einkum gert ráð fyrir að efla þetta frístunda- og gæsluúrræði og gera markvissara og faglegra. Samþykktinni er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
Lagðar fram fundargerðir 6.,7, og 8. fundar stýrihóps og 7. fundar starfshóps um starfsaðstæður í leikskóla. Auk þess lagt fram minnisblað þróunarfulltrúa með samantekt vegna tillögu um lokun milli jóla og nýárs.
Yfirferð á hvaða áhrif breytingar á skilgreiningu á leikrými og heildarrými leikskóla hefur á nýtingu húsnæðis leikskólanna út frá þeim tillögum sem starfshópur um starfsaðstæður í leikskólum lagði fram.
Kostnaðarmat á tillögu starfshóps um bættar starfsaðstæður á breytingum á viðmiðum um barngildi fimm og fjögurra ára barna lagt fram kynnt.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunar 2019.
Erindi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar um nýbyggingu við skólann lagt fram.
Úthlutun Endurmenntunarsjóðs grunnskóla fyrir skólaárið 2017-2018 lögð fram.
Svar við erindi skólastjórnenda um aukna stjórnun í grunnskólum lagt fram.
Fræðsluráð samþykkir að veitt verði fjárheimild fyrir stöðu deildarstjóra í stoðþjónustu í hverjum grunnskóla. Samþykktinni er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2018.
Kynnt reynsla af samstarfi við KVAN og lagt fram minnisblað um framhald verkefnis.
Lagðar fram fundargerðir og tillaga tekin úr fundargerð frá starfshópi um fæðismál í grunnskólum á þessa leið: “Lagt er til að skólaárið 2018-2019 verði samið við Skólamat ehf um kaup á hádegismat í þá skóla bæjarins sem núna eru í þjónustu hjá fyrirtækinu á meðan endurskoðun á matarmálum í grunnskólum bæjarins stendur yfir og miðað er við að breytingar taki gildi haustið 2019.”
Samþykkt.
Kynnt niðurstaða útboðs vorið 2018.
Fræðslustjóra falið að rýna nánar í magn og einstaka liði tilboðsins áður en til ákvörðunar kemur.
Lagt til að staðfesta drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2019-2020 og voru kynnt á síðasta fundi. Endanlegt grunn-skóladagatal verði afgreitt vorið 2019.
Staðfest.
Lögð fram beiðni um endurnýjun starfsleyfis fyrir Elísu Björg Björgvinsdóttur.
Að frumkvæði starfshópsins er eftirfarandi tillaga borin upp: Lagt er til að sveitarfélagið geri tilraun með styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna líkt og verið er að þróa hjá sumum öðrum rekstraraðilum leikskóla. Fræðsluskrifstofu verði falið að auglýsa meðal leikskóla eftir leikskólum sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefninu. Sé áhugi fyrir slíku verkefni er Fræðslu og frístundaþjónustu falið að þróa tilraun til eins árs með 35 stunda vinnuviku í leikskólum sem það kjósa og uppfylla þær forsendur sem í verkefninu felast eftir að Fræðsluþjónustan hefur þróað tilraunina. Samþykkt og vísað til fræðsluráðs.
Minnisblað fræðslustjóra um tilraunaverkefnið lagt fram.
Fræðsluráð leggur til að settur verði á laggirnar starfshópur á vegum fræðslu- og frístundaþjónustu sem undirbúi tilraunaverkefni um styttri vinnuviku í leikskólum bæjarins í samræmi við það sem kemur fram í minnisblaði fræðslustjóra.