Fræðsluráð

16. maí 2018 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 394

Mætt til fundar

 • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Hörður Svavarsson aðalmaður
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Sverrir Garðarsson aðalmaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Berþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Hrönn Berþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórey Ósk Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Hulda Þórarinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

   Á fundi bæjarstjórnar 25. apríl sl. var samþykkt tillaga um breytingu á fulltrúum Bjartrar framtíðar í fræðsluráði þar sem Áshildur Hlín Valtýsdóttir hættir sem varamaður og í hennar stað kemur Tómas Axel Ragnarsson, Austurgötu 12.

  • 1610417 – Fundargerð ÍTH

   Lagðar fram fundargerðir 269. og 270. funda ÍTH.

  • 1804520 – Þjónustukönnun frístundaheimila

   Kynnt viðhorfskönnun meðal foreldra barna í frístundaheimilum í Hafnarfirði.

  • 1706086 – Skólahreystibraut

   Staðsetning og framkvæmd við skólahreystibraut rædd.

   Fræðsluráð tekur undir tillögu Umhverfis- og framkvæmdaráðs um að skólahreystibraut verði sett upp við Ásvallalaug og vísar framkvæmdinni til útfærslu hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu.

  • 1804550 – Nú framsýn menntun, þjónustusamningur

   Samningur lagður fram til samþykktar.

   Málinu er vísað til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi 23. maí nk.

  • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

   Skýrsla og tillaga um sex tíma gjaldfrjálsan leikskóla lögð fram.

   Karólína Helga Símonardóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í fræðsluráði, fagnar frábærri vinnu starfshóps um bættar aðstæður í leikskólum um sex klukkutíma gjaldfrjálsan leikskóla. Leggur jafnframt til að komandi fræðsluráðsfulltrúa Hafnarfjarðar fari markvisst í að skoða þessar hugmyndir starfshópsins með það í huga að bæta lífsgæði fyrir börn og foreldra Hafnarfjarðar.

  • 1508512 – Gjaldfrjáls skóli - ókeypis skólagögn

   Í ljósi niðurstaðna úr útboði með skólagögn sem kynnt voru á síðasta fundi fræðsluráðs var lægst tilboð upp á tæpa 31 milljón en úthlutun í fjárhagsáætlun bæjarins árið 2018 til verkefnisins 20 milljónir svo óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun bæjarins til að fjármagna mismuninn.

   Fræðsluráð vísar málinu til viðauka bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2018.

  • 1702299 – Skóladagatöl 2018-2019

   Skóladagatal leikskólanna til umfjöllunar.

   Fræðslustjóra falið að gera viðhorfskönnun meðal foreldra um möguleika á frídögum í leikskóla milla jóla og nýárs sem hefði það markmið að jafna starfsumhverfi leik- og grunnskóla.

  • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

   Lögð fram beiðni um starfsleyfi fyrir Hildi Önnu Karlsdóttur.

   Samþykkt.

  • 1805302 – Dagforeldrar

   Yfirferð á samráðisfundum um málefni dagforeldra og stöðu dagforeldramála.

   Fræðslustjóri fór yfir stöðuna í daggæslumálum og upplýsti að dagforeldrum hefði fjölgað frá nóvember 2017 til dagsins í dag úr 28 í 36 í Hafnarfirði.

  • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

   Lögð fram 8. fundargerð starfshóps

  • 1803159 – Viðurkenning fræðsluráðs 2018

   Kynntar tilnefningar til viðurkenningar fræðsluráðs 2018 og val á verkefnum sem hljóta viðurkenningu í ár.

   Gengið frá hverjir hljóta viðurkenningu fræðsluráðs.

Ábendingagátt