Fræðsluráð

26. júní 2018 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 395

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen bæjarfulltrúi
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Steinn Jóhannsson varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Þórður Ingi Bjarnason, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 20.júní sl. voru eftirtaldir kosnir í fræðsluráð.

      Aðalmenn:
      Kristín María Thoroddsen Burknabergi 4, formaður XD
      Margrét Vala Marteinsdóttir Hvammabraut 10, varaformaður XB
      Bergur Þorri Benjamínsson Eskivöllum 7, XD
      Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9 xS
      Birgir Örn Guðjónsson, Daggarvöllum 3 xL
      Vaka Ágústsdóttir, Stuðlabergi 80 xC, áheyrnarfulltrúi
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Miðvangi 107 xM, áheyrnarfulltrúi

      Varamenn:
      Kristjana Ósk Jónsdóttir, Heiðvangi 58 XD
      Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Miðvangi 10 XB
      Guðvarður Ólafsson, Lindarhvammi 10
      Steinn Jóhannsson, Lindarbergi 84 xS
      Klara G. Guðmundsdóttir, Þrastarási 73 xL
      Harpa Þrastardóttir, varaáheyrnarfulltrúi
      Hólmfríður Þórisdóttir, Eskivöllum 5 xM, varaáheyrnarfulltrúi

    • 1806314 – Aukinn afsláttur á gjöldum barnafjölskyldna

      Á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní sl. var samþykkt að vísa eftirfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar/óháðra til fræðsluráðs.

      “Aukinn afsláttur á gjöldum barnafjölskyldna
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur til að systkinaafsláttur á leikskólagjöldum verði aukinn frá og með næsta fjárhagsári og systkinaafsláttur á skólamáltíðum tekinn upp. Því er beint til fræðsluráðs að vinna að útfærslu tillögunnar. Lægri gjöld í þjónustu til barna er brýnt hagsmunamál barnafjölskyldna í bænum.”

      Fræðslustjóra falið að kostnaðargreina fyrirliggjandi tillögu.

    • 1806315 – Starfsaðstæður starfsmanna leik- og grunnskóla

      Á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní sl. var samþykkt að vísa eftirfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar/óháðra til úrvinnslu í fræðsluráði.

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áfram verði unnið að því að bæta starfsaðstæður kennara í leik- og grunnskólum með það að leiðarljósi að minnka álag í starfi og efla faglega forystu kennara og að farið verði í vinnu við að greina álagsþætti í störfum annarra starfsmanna.”

      Fræðsluráð leggur til að málinu verði frestað og að unnið sé samhliða niðurstöðu úr skýrslu starfshóps.

    • 1601182 – Skólaskipan í Suðurbæ

      Á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní sl. var samþykkt að vísa eftirfarandi tillögu Samfylkingar til úrvinnslu í fræðsluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði.

      “Leikskólamál í Suðurbæ
      Eftir lokun á starfsstöð Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (Kató) hefur verið skortur á leikskólaplássum í Suðurbæ. Fulltrúar Samfylkingar leggja til að nú þegar verði hafist handa við undirbúning á byggingu leikskóla við Öldugötu eins og gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Þá leggjum við einnig til að tekið verði til skoðunar að opna ungbarnaleikskóla í Kató. Byggingin hefur staðið auð frá því að leikskólanum var lokað og lítið ætti að vera því til fyrirstöðu að hefja starfsemi þar á ný.”

      Fræðslustjóra falið að taka saman stöðu mála á uppbyggingu leikskólaplássa í Suðurbæ samkvæmt því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

    • 1806324 – Stuðningur við ungt fólk í Hafnarfirði.

      Á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní sl. var samþykkt að vísa eftirfarandi tillögu Samfylkingar til úrvinnslu í fræðsluráði og bæjarráði.

      “Til að auka stuðning við ungt fólk í Hafnarfirði leggja fulltrúar Samfylkingar til eftirfarandi: Tryggt verði aðgengi að sálfræðingum í öllum grunnskólum bæjarins ásamt því að boðið verði upp á sálfræðiþjónustu fyrir 16-18 ára börn í Ungmennahúsi.
      Til að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum leggjum við til að Hafnarfjarðarbær niðurgreiði strætókort fyrir börn að 18 ára aldri sem verði þeim að kostnaðarlausu. Þannig minnkum við líka skutl og styðjum við umhverfissjónarmið.
      Þá leggjum við einnig til að börn að 18 ára aldri fái frían aðgang að Bókasafni Hafnarfjarðar.”

      Fræðsluráð leggur til að fræðslusvið veiti ráðinu upplýsingar um aðgengi ungs fólks að sálfræðingum innan bæjarins bæði innan grunnskóla og framhaldsskóla ásamt upplýsingum um það hvernig þessari þjónustu er háttað. Fræðslustjóra falið að vinna kostnaðargreiningu á niðurgreiðslu strætókorta fyrir börn að 18 ára aldri sem verði þeim að kostnaðarlausu.

      Tillögu um að leggjum að börn að 18 ára aldri fái frían aðgang að Bókasafni Hafnarfjarðar vísað á stjórnsýslusvið.

    • 1806323 – Stöðugildi sálfræðings í fullt starf í alla grunnskóla Hafnarfjarðar

      Á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní sl. var samþykkt að vísa eftirfarandi tillögu Viðreisnar til umfjöllunar í fræðsluráði.

      “Viðreisn leggur til að Fræðsluráð fjalli um og finni leiðir til að koma á stöðugildi sálfræðings í alla grunnskóla Hafnarfjarða á næsta fjárhagsári.”

      Vísað í bókun við dagskrálið 5.

    • 1804034 – Bjarkalundur, leikskólastjóri

      Kynnt ákvörðun um ráðningu leikskólastjóra.

      Fræðslustjóri sagði frá ráðningu Thelmu Ýrar Friðriksdóttur.

    • 1801191 – Fæðismál í grunnskólum

      Farið yfir stöðu mála í framhaldi af vinnu starfshóps.

      Fræðslustjóri gerði grein fyrir því að samningur við Skólamat um framleiðslu á mat fyrir grunnskóla og fjóra leikskóla bæjarins, hafi verið framlengdur um eitt ár líkt og starfshópur um fæðismál lagði til á meðan endurskoðun á matarmálum stendur yfir. Fræðsluráð leggur áherslu á að starfshópur haldi áfram vinnu sinni á komandi hausti.

    • 1806292 – Áslandsskóli ytra mat

      Lagt fram bréf Menntamálastofnunar þar sem tilkynnt er að Ásvallaskóli hafi verið valinn til ytra mats á haustönn 2018.

      Lagt fram.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um bráðabirgðarstarfsleyfi fyrir Raquel Garces Costa. Ennfremur lögð fram endurnýjun á starfsleyfi fyrir Magnús Karl Daníelsson og Ragnheiði Jónsdóttur.

      Staðfest.

    • 1806311 – Málstofa um heilsubæinn Hafnarfjörð

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti málþing um heilsubæinn Hafnarfjörð sem fram fer í Áslandsskóla 17. ágúst.

      Þar munu fulltrúar frá Landlæknisembættinu kynna verkefni embættisins og ýmsir fulltrúar úr Hafnarfirði kynna ýmis heilsueflandi verkefni í skólum.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti málþing um heilsubæinn Hafnarfjörð.

    • 1806312 – ÍTH fundargerðir

      Lagðar fram fundargerðir 271., 272. og 273. fundar ÍTH.

      Lagt fram.

    • 1806177 – Umboðsmaður barna, erindi

      Erindi umboðsmanns barna um aðstöðu nemenda Áslandsskóla í matsal grunnskólans.

      Fræðslustjóra falið að fylgja erindi umboðsmanns barna eftir. Fræðsluráð leggur áherslu á og að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum frá og með nýju skólaári með það fyrir augum að tryggja öryggi, svigrúm til samveru og tækifæri til félagslegar samskipta og tegnslamyndunar í matarhléum sem og öðrum stundum innan skóladagsins.

    • 1712233 – Persónuvernd, innleiðing

      Kynning á stöðu innleiðingar á lögum um persónuvernd.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1504199 – Hinseginfræðsla í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar

      Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Samtökin 78 sem er endurnýjaður árlega í samræmi við ákvörðun fræðsluráðs.

      Fræðsluráð leggur til að endurnýjaður og undirritaður verði fyrirliggjandi samningsdrög og fagnar samstarfi við Samtökin 78.

    • 1806328 – Verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna

      Drög að verklagsreglum lagðar fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1804550 – Nú framsýn menntun, þjónustusamningur

      Lagt fram bréf frá Framsýn menntun um aukið nemendafjölda fyrir skólaári 2018-2019 þ.e. úr 45 í 50 nemendur.

      Fræðsluráð felur fræðslustjóra að vinna að breytingum á samningi við Nú, Framsýn miðað við ákvörðun ráðsins og vísa til bæjarráðs til samþykktar.

Ábendingagátt