Fræðsluráð

15. ágúst 2018 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 397

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla.

  1. Almenn erindi

    • 1805518 – Sjálfstæði og fullveldi Íslands, aldarafmæli, erindi

      Á fundi bæjarráðs 12.júlí var eftirfarandi tekið fyrir:

      1805518 – Sjálfstæði og fullveldi Íslands, aldarafmæli, erindi

      Lagt fram til kynningar

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fræðsluráðs.

      Fræðslustjóra falið að kynna erindið fyrir skólastjórnendum og hvetja til þátttöku.

    • 1801612 – Stöðumat og íhlutun vegna nemenda af erlendum uppruna, þróunar- og samstarfsverkefni

      Kynning á stöðu samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga, verkefnis um stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna.

    • 1807200 – Frístund, samningur, nemendur búsettir í Hafnarfirði

      Sjálfstæðiðsflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylkingin og Bæjarlistinn samþykkja að fræðslustjóra verði falið að ganga til samninga vegna framlags til rekstrar frístundaheimilis einkarekinna skóla sem tryggir það að greiðslur foreldra í Hafnarfirði vegna veru barna þeirra á frístundaheimili einkarekinna skóla sé sambærileg greiðslum foreldra í frístundarheimili sem reknir eru af sveitarfélaginu.

    • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

      Lögð fram skýrsla starfshóps um starfsaðstæður í leikskóla.

      Fræðsluráð þakkar starfshópi fyrir störf sín og leggur til að tillögum hópsins verði fylgt eftir. Fræðslustjóra falið að setja af stað vinnu þar sem unnið verður áfram með tillögur og aðgerðaráætlun unnin í samráði við fræðsluráð.

    • 1706059 – Starfshópur um starfsaðstæður grunnskólakennara

      Kynnt vinna starfshóps og staða á verkefnum

      Fræðsluráð leggur áherslu á að áfram verði unnið markvisst að því að bæta stafsaðstæður grunnskólakennara og að áherslur starfshópsins verði skoðaðar áfram við fjárhagsáætlun 2019. Jafnframt óskar fræðsluráð eftir upplýsingum um núverandi stöðu á þeim umbótarverkefnum sem farið var í og fjallað er um í skýrslu starfshópsins.

    • 1804352 – Vímuefnaneysla ungs fólks 2018

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir vímuefnaneyslutölur nemenda í 8. – 10. bekk í Hafnarfirði sem birtast í könnun sem Rannsókn og greining gerði í öllum grunnskólum landsins í byrjun árs 2018.

      Fræðslustjóra falið að setja af stað vinnu með félagsmiðstöðvum þar sem áhersla er lögð á markvissa forvarnir, hópastarf og eflingu starfs innan hverrar félagsmiðstöðvar. Fræðsluráð leggur mikla áherslu á að styðja við fræðslu til foreldra í grunnskólum. Áherslur í fjárhagsáætlun 2019 taki mið af því starfi.

    • 1804033 – Tónlistarskóli, skólastjóri

      Auglýst hefur verið aftur í starf skólastjóra tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar sem enginn umsækjandi uppfyllti menntunar- og hæfniskröfur í fyrri auglýsingu. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst.

      Kynnt.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lagðar fram leyfisbeiðnir til staðfestingar, tvær endurnýjanir og eitt bráðabirgðaleyfi.

      Samþykkt.

    • 1501619 – Leikskólar, ytra mat

      Lögð fram lokaskýrsla leikskólans Hvamms um framkvæmd umbóta í framhaldi af ytra mati MMS. Ennfremur lagt fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 9. júlí sl. um að eftirfylgd með úttekt á leikskólanum Hvammi er lokið.

      Lagt fram.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Lagt fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2019.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt