Fræðsluráð

26. september 2018 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 400

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
 • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Steinn Jóhannsson varamaður
 • Kristjana Ósk Jónsdóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna

 1. Almenn erindi

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Breyting á varaáheyrnarfulltrúa í fjölskylduráði þar sem Harpa Þrastardóttir, Hamarsbraut 16, víkur úr ráðinu og í hennar stað kemur Auðbjörg Ólafsdóttir, Hverfisgötu 52b.

   Breytingin er á varaáheyrnarfulltrúa í fræðsluráði, en ekki fjölskylduráði eins og rangt er skrifað í inngangi, þar sem Harpa Þrastardóttir, Hamarsbraut 16, víkur úr ráðinu og í hennar stað kemur Auðbjörg Ólafsdóttir, Hverfisgötu 52b.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framangreinda breytingu.

  • 1305252 – Læsisverkefni

   Málþroski og læsi, kynning á niðurstöðum Orðaskila og verkefnum lestrarstefnunnar er tengjast eflingu málþroska.

   Fræðsluráð þakkar kynninguna.

  • 1803100 – Leikskólar, gjaldskrá

   Gjaldskrá lögð fram til samþykktar.

   Fræðsluráð leggur til að bæjarstjórn samþykki afslátt til leikskólagjalda og greiðslur til dagforeldra og tekjuviðmið.

  • 1809379 – Heimanám í grunnskólum

   Lagðar fram tillögur starfshóps um fasta tíma í heimanámsaðstoð í grunnskólum

   Fræðslustjóra falið að vinna að nánari útfærslu fyrir fjárhagsáætlun árið 2019 á hugmynd starfshóps um heimanám í grunnskólum.

  • 1809380 – Stefnumótun í upplýsingatækni grunnskóla

   Kynnt drög að stefnumótun í upplýsingatækni fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar

   Fræðsluráð þakkar kynningu og starfshópi fyrir metnaðarfulla vinnu í stefnumótun í upplýsingatækni.

  • 1804033 – Tónlistarskóli, skólastjóri

   Ráðning skólastjóra tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

   Fræðsluráð býður Eirík G. Stephensen nýráðinn skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.

  • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

   Erindisbréf faghóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lagt fram.

   Lagt fram.

  • 1809341 – Mönnun í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, fyrirspurn

   Á fundi bæjarstjórnar þ. 19.sept. sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

   1809341 – Mönnun í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, fyrirspurn

   Lögð fram fyrirspurn

   Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls og leggur frma svohljóðandi fyrirspurn:

   Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir.
   1. Þekktur er landlægur mönnunarvandi réttindafólks í leik- og grunnskólum landsins. Athygli vekur að árið 2016 (nýrri tölur liggja ekki fyrir) var hlutfall leiðbeinenda í grunnskólum Hafnarfjarðar 8% á meðan hlutfallið var 3% í Kópavogi. Því er spurt.
   a) Hvernig sundurliðast heildarfjöldi grunnskólakennara og leiðbeinenda í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2018-2019 sundurliðað eftir skólum (bæði fjöldi og hlutfall). Hver er heildarfjöldi annars starfsfólks sundurliðað eftir skólum. Fram komi nemendafjöldi í hverjum skóla.
   b) Hversu margir sem annast kennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar (grunnskólakennarar og leiðbeinendur) eru í hlutastarfi (1-49%) (50-74%) (75-99%)(100%)?
   c) Hve margir af starfandi leiðbeinendum innan grunnskóla Hafnarfjarðar hafa lokið háskólaprófi, sundurliðað eftir skólum (hlutfall og fjöldi)?
   d) Eru öll stöðugildi í grunnskólum bæjarins mönnuð? Vantar fólk?
   e) Hvað eru eða hyggjast fræðsluyfirvöld gera til að fjölga réttindafólki í grunnskólum bæjarins?
   2. Í 9. gr. laga nr. 87/2008 segir í 2. tl. (lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla):
   *Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara.
   Því er spurt.
   a) Hvernig sundurliðast heildarfjöldi leikskólakennara og annara starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðar (bæði fjöldi og hlutfall). Hver er heildarfjöldi uppeldismenntaðra starfsmenna (aðrir en leikskólakennarar).
   b) Hvað eru eða hyggjast fræðsluyfirvöld gera til að fjölga leikskólakennurum á leikskólum bæjarins svo lagaskylda sé uppfyllt [2/3]?
   c) Eru öll stöðugildi í leikskólum bæjarins mönnuð? Vantar fólk?

   Fræðslustjóra falið að taka saman svör við umræddum spurningum.

  • 1803304 – Frístundaakstur haust 2018

   Farið yfir hvernig hefur til tekist í haust að stækka frístundaaksturinn. Ekið er frá öllum skólum á níu staði og hátt í 1500 börn taka þátt í akstrinum í hverri viku.

   Fræðsluráð þakkar kynninguna.

  • 1808009F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 275

   Fundargerð 275. fundar ÍTH lögð fram til kynningar.

  • 1808021F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 276

   Fundargerð 276. fundar ÍTH lögð fram til kynningar.

Ábendingagátt