Fræðsluráð

10. október 2018 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 401

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

      Erindisbréf og skipan faghóps um áframhaldandi vinnu um bættar starsaðstæður í leikskólum.

      Erindisbréf lagt fram.

    • 1702008 – Öryggis- og eftirlitsmyndavélar í landi Hafnarfjarðar

      Kynning á uppsetningu öryggis- og eftirlitsmyndavélakerfis á opnum svæðum og við leik- og grunnskóla í landi Hafnarfjarðar.

      Til kynningar. Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram bókun sem vísað verður til umhverfis og framkvæmdasviðs.

      “Öryggismyndavélar eru oft gagnlegar, sér í lagi við úrlaust sakamála, en nauðsynlegt er að stíga varlega til jarðar við fjölgun slíkra véla á opnum svæðum. Það hefur lítið sem ekkert verið sannað að slíkar vélar dragi úr afbrotum eða auki öryggi íbúa. Til að vakta hverfi Hafnarfjarðar á fullnægjandi hátt þarf t.d. mun fleiri myndavélar en lagt er til. Hvað mun sveitafélagið gera ef þessi uppsetning skilar ekki árangri? Hvað er viðunandi árangur? Verður vélum þá fjölgað? Einn allra mikilvægasti réttur íbúa er friðhelgi einkalífssins, þ.e. þeirra réttur á að vera látin í friði. Aukin vöktun á almennum svæðum er ákveðið brot á þeirri friðhelgi. Ákvörðun um fjölgun öryggismyndavéla er því ekki bara spurning um útgjöld eða mögulega aukið öryggi, heldur ákvörðun um breytt samfélag.”

      .

    • 1801191 – Fæðismál í grunnskólum

      Fundagerðir starfshóps lagðar fram.

      Lagt fram og óskað eftir samþykki ráðsins til að lengja starfslok hópsins um 1 mánuð. Fræðsluráð samþykkir umbeðna ósk.

    • 1803100 – Leikskólar, gjaldskrá

      Lagt fram að nýju til samþykktar.

      3.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 26.september sl.
      Gjaldskrá lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð leggur til að bæjarstjórn samþykki afslátt til leikskólagjalda og greiðslur til dagforeldra og tekjuviðmið.

      Til máls tekur Kristín María Thoroddsen.

      Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir og leggur til að svohljóðandi breyting verði gerð á fyririggjandi gjaldskrá:

      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að skilyrðið fyrir niðurgreiðslu kostnaðar vegna dagforeldra, sem lýtur að töku fæðingarorlofs verði fellt brott. Orðin “og hafi lokið hámarks fæðingarorlofi” verði felld brott.

      Rökstuðningur: Taka fæðingarorlofs ætti ekki að vera skilyrði af hálfu Hafnarfjarðarbæjar, enda um að ræða áunnin réttindi á vinnumarkaði og almennt tekjulága einstaklinga.

      Til andsvars við ræðu Guðlaugar kemur Kristín María Thoroddsen. Guðlaug svarar næst andsvari.

      Næst til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen og leggur til að málinu verði vísað aftur til fræðsluráðs til frekari skoðunar. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Til andsvars kemur Kristín María Thoroddsen.

      Til máls öðru sinni tekur Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig til andsvars kemur Adda María Jóhannsdóttir og næst Kristín María Thoroddsen. Þá svarar Guðlaug Kristjánsdóttir andsvari.

      Forseti beri upp framkomna tillögu um að vísa málinu til fræðsluráðs og er tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum

      Fræðsluráð leggur til að bæjarstjórn staðfesti samþykkt ráðsins um reglur um dagforeldra með umræddum breytingum í lið 2a og lið 6. Jafnframt heimilar fræðsluráð fræðslusviði að setja sér reglur um skilgreiningu á systkinum. Samþykkt með 4 atkvæðum, fulltrúi Samfylkingarinnar sat hjá.

    • 1302170 – Upplýsingatækni í skólastarfi

      Minnisblað lagt fram um áframhaldandi innleiðingu og endurnýjun spjaldtölva í leik- og grunnskólum bæjarins árið 2019.

    • 1809015F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 277

      Fundagerð 277 fundar lögð fram.

      Lögð fram fundargerðxxx íth

    • 1810108 – Leikskólinn Skarðshlíð

      Auglýsing, leikskólastjóri í Skarðshlíð.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.

      Undirrituð óskar formlegra skýringa á því hvers vegna því var að hafnað að taka mál á dagskrá sem búið var að óska formlega eftir, bæði var óskað eftir því 29.ágúst síðastliðinn og aftur þann 9. október.
      Samkvæmt 62. gr. samþykkta sveitarfélagsins er heimilt að taka mál til meðferðar í fræðsluráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Fulltrúar meirihlutans geta frestað afgreiðslu en geta ekki hafnað því að taka málið á dagskrá. Með því er verið að brjóta á samþykktum og rétti kjörinna fulltrúa til að fá mál á dagskrá.
      Fyrir hönd Samfylkingarinnar Sigrún Sverrisdóttir

Ábendingagátt