Fræðsluráð

24. október 2018 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 402

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1806177 – Umboðsmaður barna, erindi

      Farið yfir feril erindis umboðsmanns barna um skipulag og aðstöðu nemenda í matarhléi í Áslandsskóla.

      Leifur vék af fundi undir þessum lið.

      Fulltrúi foreldraráðs lagði fram eftirfarandi bókun;

      “Foreldraráð Hafnarfjarðar tekur undir álit umboðsmanns barna um aðstöðumun barna sem ekki eru í mataráskrift í Áslandsskóla og telur brýnt að brugðist verði við þeim ábendingum hið fyrsta. Mikilvægt er hlúa að vellíðan barna í matarhléum m.t.t. hávaða, tímalengd matarhléa og tækfærum barna til félagslegra samskipta.”
      Þorgils Þorgilsson (sign)

      Bókun frá meirihluta fræðsluráðs:
      “Meirihluti fræðsluráðs leggur áherslu á að skólaráð Áslandsskóla samþykki á fundi sínum næstkomandi föstudag fyrirliggjandi drög að breytingum þar sem þau taka undir álit umboðsmanns barna og fyrri bókun ráðsins sem og bókun foreldraráðs Hafnarfjarðar um breytingar á framkvæmd í hádegishléi nemenda Áslandsskóla þar sem öllum börnum, óháð því hvort þau eru í mataráskrift eða ekki, sé heimilt að matast á sama stað í matsal.”

      Fyrirspurn frá Viðreisn: Hvaða aðgerðaráætlunum er fylgt þegar upp koma málefni sem þessi? Hvernig verður komið í veg fyrir að mismunun sem þessi, kom ekki fyrir aftur?

    • 1809341 – Mönnun í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, fyrirspurn

      Gögn og minnisblað með samantekt svara við fyrirspurn Sigurðar Þ. Ragnarssonar um mönnun í leik- og grunnskólum lögð fram.

      Lögð fram fyrirspurn

      Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls og leggur frma svohljóðandi fyrirspurn:

      Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir.
      1. Þekktur er landlægur mönnunarvandi réttindafólks í leik- og grunnskólum landsins. Athygli vekur að árið 2016 (nýrri tölur liggja ekki fyrir) var hlutfall leiðbeinenda í grunnskólum Hafnarfjarðar 8% á meðan hlutfallið var 3% í Kópavogi. Því er spurt.
      a) Hvernig sundurliðast heildarfjöldi grunnskólakennara og leiðbeinenda í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2018-2019 sundurliðað eftir skólum (bæði fjöldi og hlutfall). Hver er heildarfjöldi annars starfsfólks sundurliðað eftir skólum. Fram komi nemendafjöldi í hverjum skóla.
      b) Hversu margir sem annast kennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar (grunnskólakennarar og leiðbeinendur) eru í hlutastarfi (1-49%) (50-74%) (75-99%)(100%)?
      c) Hve margir af starfandi leiðbeinendum innan grunnskóla Hafnarfjarðar hafa lokið háskólaprófi, sundurliðað eftir skólum (hlutfall og fjöldi)?
      d) Eru öll stöðugildi í grunnskólum bæjarins mönnuð? Vantar fólk?
      e) Hvað eru eða hyggjast fræðsluyfirvöld gera til að fjölga réttindafólki í grunnskólum bæjarins?
      2. Í 9. gr. laga nr. 87/2008 segir í 2. tl. (lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla):
      *Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara.
      Því er spurt.
      a) Hvernig sundurliðast heildarfjöldi leikskólakennara og annara starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðar (bæði fjöldi og hlutfall). Hver er heildarfjöldi uppeldismenntaðra starfsmenna (aðrir en leikskólakennarar).
      b) Hvað eru eða hyggjast fræðsluyfirvöld gera til að fjölga leikskólakennurum á leikskólum bæjarins svo lagaskylda sé uppfyllt [2/3]?
      c) Eru öll stöðugildi í leikskólum bæjarins mönnuð? Vantar fólk?

      Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur Sigurður Þ. Ragnarsson.

      Friðþjófur Helgi Karlsson tekur til máls.

      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa framkomnum fyrirspurnum til fræðsluráð.

      Frestað til næsta fundar.

    • 1808352 – Leikskólamál í Suðurbæ

      Lögð fram að nýju eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá síðasta fundi fræðsluráðs.

      “Undirrituð óskar formlegra skýringa á því hvers vegna því var að hafnað að taka mál á dagskrá sem búið var að óska formlega eftir, bæði var óskað eftir því 29.ágúst síðastliðinn og aftur þann 9. október.
      Samkvæmt 62. gr. samþykkta sveitarfélagsins er heimilt að taka mál til meðferðar í fræðsluráði þótt ekki sé það tilgreint í dagskrá. Fulltrúar meirihlutans geta frestað afgreiðslu en geta ekki hafnað því að taka málið á dagskrá. Með því er verið að brjóta á samþykktum og rétti kjörinna fulltrúa til að fá mál á dagskrá”.
      Fyrir hönd Samfylkingarinnar Sigrún Sverrisdóttir

      Ennfremur lögð fram eftirfarandi bókun fultrúa Samfylkingarinnar frá fundi bæjarstjórnar 17. október s.l.

      “Fulltrúar Samfylkingar gera athugasemd við fundargerð Fræðsluráðs frá 10. október sl. Á þeim fundi óskaði fulltrúi Samfylkingarinnar skýringa á því hvers vegna því var hafnað að taka mál á dagskrá fundarins sem formlega hafði verið óskað eftir. Förum við hér með fram á að bókunin fái sitt eigið málsnúmer í fundargerð. Þar sem ekki var vilji til að setja málið sjálft, leikskólamál í Suðurbæ, á dagskrá væri hægt að setja bókunina undir málsheitið „Fyrirspurnir“ því sannarlega er um formlega fyrirspurn að ræða sem svara þarf á næsta fundi ráðsins.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Sigrún Sverrisdóttir”

      Frestað til næsta fundar.

    • 1810195 – Fjárhagsáætlun Fræðslu- og frístundaþjónustu 2019

      Yfirferð á fjárhagsáætlun 2019.

      Frestað til næsta fundar, aukafundar mánudaginn 29. október.

    • 1809026F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 278

      Lögð fram fundargerð 278. fundar ÍBH.

      Lagt fram.

    • 1612327 – Þjónustusamningur við ÍBH

      Samningur lagður fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 1706132 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur

      Samningur lagður fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 1810220 – Náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum

      Lagt fram til kynningar tilkynning frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um spurningakönnun og vettvangsheimsóknir vegna framkvæmdar náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum.

      Lagt fram.

    • 11023155 – Skólavogin

      Skýrsla Skólavogarinnar um niðurstöður Skólapúlsins fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar skólaárið 2017-2018 lögð fram. Gert ráð fyrir kynningu og umræðu á næsta fundi ráðsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1710533 – Skólavogin leikskólar

      Skýrsla Skólavogar fyrir leikskóla 2017 lögð fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram endurnýjun á starfsleyfi fyrir Tinnu Rut Njálsdóttur. Ennfremur lögð fram umsókn um bráðabirgðastarfsleyfi fyrir Lovísu Dögg Aðalsteinsdóttur.

      Fræðsluráð staðfestir báðar beiðnirnar.

Ábendingagátt