Fræðsluráð

16. janúar 2019 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 408

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1806328 – Verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna

      Drög frá síðasta fundi lögð fram til staðfestingar.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna. Jafnframt leggur fræðsluráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreindar reglur.

    • 1811063 – Málefni Víðistaðaskóla í Engidal

      Lögð fram greinargerð frá Víðistaðaskóla.

      Lagt fram.

    • 1812064 – Hækkun á frístundastyrkjum

      Lögð fram að nýju tillaga um hækkun frístundastyrks sem bæjarstjórn samþykkti þann 12. desember sl. að vísa aftur til fræðsluráðs til kostnaðargreiningar og frekari úrvinnslu.

      Málinu vísað til fjölskylduráðs til umsagnar.

    • 1901135 – Frítt í sund fyrir yngri en 18 ára

      Lögð fram eftirfarandi tillaga sem bæjarstjórn samþykkti þann 12. desember sl. að vísa til frekari úrvinnslu í fræðsluráði.

      Tillaga 4 – Frítt í sund fyrir yngri en 18 ára.

      “Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að farið verði að dæmi Kópavogsbæjar og börnum að 18 ára aldri verði gefin kostur á að nýta sundlaugar bæjarins sér að kostnaðarlausu.
      Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum rannsóknarhóps í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem hefur í yfir áratug fylgst með heilsu, svefni og andlegri líðan íslenskra ungmenna kemur m.a. fram að töluvert dregur hreyfingu hjá 15-17 ára unglingum. Að bjóða hafnfirskum ungmennum upp á frían aðgang að sundlaugum bæjarins gæti verið góð hvatning fyrir meiri hreyfingu og styður vel við markmið um heilsubæinn Hafnarfjörð.”

      Fræðsluráð felur sviðstjóra fræðslu- og frístundaþjónustu að gera kostnaðargreiningu.

    • 18129524 – Starfshópur um forvarnir

      Kynnt tilnefning fulltrúa Foreldraráðs Hafnarfjarðar í starfshópinn.

      Fulltrúar frá Foreldráráði Hafnarfjarðar eru Anna Sigríður Björnsdóttir og Ásdís Hanna Pálsdóttir til vara Þórður Ingi Bjarnason.

    • 1811277 – Menntastefna

      Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp til að undirbúa gerð menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem mun starfa á vorönn 2019.

      Lagt fram, óskað er eftir tilnefningu í starfshópinn fyrir næsta fund.

    • 1812051 – Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi

      Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga sem bæjarstjórn samþykkti þann 12. desember sl. að vísa til frekari úrvinnslu í fræðsluráði.

      Tillaga 2 – Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi

      Samkvæmt upplýsingum frá fræðslu- og frístundaþjónustu er ljóst að viðvarandi skortur er á leikskólaplássum í skólahverfi Öldutúnsskóla og sá skortur mun haldast til framtíðar ef ekkert verður að gert.

      Tillaga um uppbyggingu leikskóla í Öldutúnsskólahverfi var flutt í bæjarstjórn við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun en þar sem hún hefur ekki hlotið formlega afgreiðslu er óskað eftir því að bæjarstjórn taki afstöðu til hennar nú. Fjárhagsáætlun er stefnumótandi fyrir þau verkefni sem sveitarfélagið mun ráðast í á komandi árum og mikilvægt að fá fram skýra afstöðu bæjarstjórnar um uppbyggingu á leikskólaplássum í þessu hverfi, þar sem hvað mestur skortur er á plássum ef undan eru skilin nýbyggingahverfi á Völlum og í Skarðshlíð.

      Fulltrúar Samfylkingar hafa áður bent á að offramboð á leikskólaplássum í öðrum hverfum þurfi að skoða án þess að það bitni á þjónustu við barnafólk í þessu hverfi.

      Því endurflytjum við umrædda tillögu sem er svohljóðandi:

      Þar sem fallið hefur verið frá áformum um uppbyggingu leikskóla við Öldugötu og ljóst er að fyrirhuguð tveggja deilda viðbygging við Smáralund muni ekki svara þeim skorti sem er á leikskólaplássum í skólahverfi Öldutúnsskóla, leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að hafist verði handa við frekari uppbyggingu á leikskóla í hverfinu.

      Það er fyrirséð að með frekari áætlunum um lækkun á inntökualdri muni þörfin í hverfinu síst fara minnkandi og því mikilvægt að horfa til framtíðar og byggja upp þessa mikilvægu grunnþjónustu innan hverfisins með áherslu á að samnýta grunnstoðir leik- og grunnskóla, og draga þannig úr aðgreiningu milli skólastiga

      Samþykkt var á fundi fræðsluráðs þann 29 október 2018 að hefja undirbúning að viðbyggingu við Smáralund. Smáralundur er þriggja deilda leikskóli í dag og hefur stækkunarmöguleika um tvær til þrjár deildir. Í dag eru 53 börn í leikskólanum en getur eftir stækkun tekið á móti yfir 100 börnum. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir fjármagni í undirbúningi að stækkuninni. Með því að byggja við Smáralund er verið að ná fram ákveðinni samnýtingu á innviðum og þannig hagræðingu. Á árinu mun leikskólinn við Skarðshlíðarskóla hefja starfsemi sína og mun sú opnun koma til móts við fjölgun íbúa. Litið er á Hafnarfjörð sem eitt leikskólasvæði þó svo leitast sé til að bjóða börnum pláss í nágrenni við heimili sitt. Í Suðurbæ, sem er nátengt Öldutúni eru reknir tveir leikskólar, Smáralundur og Hvammur sem munu eftir stækkun Smáralundar geta tekið samanlagt við um 220 börnum.

      Í Hafnarfirði eru nú 1726 leikskólapláss en eftir að viðbyggingu við Smáralund og byggingu Skarðshlíðarskóla líkur munu verða hátt í 1900 pláss í Hafnarfirði. Um síðustu áramót voru 1701 barn á leikskólaaldri búsett í Hafnarfirði.

      Meirihluti fræðsluráðs telur út frá því sem bent er á hér að ofan og þeim tölulegu upplýsingum sem þar koma fram sé verið að bregðast við fyrirliggjandi þörf og þannig sinna þeirri mikilvægu grunnþjónustu sem leikskólar eru. Að þessu sögðu þá er ósk minnihlutans um frekari uppbyggingu leikskóla í umræddu hverfi synjað.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun;
      Fulltrúi Samfylkingar telur mikilvægt að horfa til framtíðar og stíga skref í þá átt að mæta skorti á leikskólaplássum í Suðurbæ hið fyrsta og harmar að tillagan skuli ekki samþykkt í ljósi þess.

    • 1811288 – Stuðningur við ungt fólk, niðurgreiðsla á strætókortum

      Lögð fram eftirfarandi tillaga sem bæjarstjórn samþykkti þann 12. desember að vísa til frekari úrvinnslu í fræðsluráði.

      Tillaga 1 – Stuðningur við ungt fólk, niðurgreiðsla á strætókortum

      Fulltrúar Samfylkingar ítreka og endurflytja tillögu sína um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri. Til að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum leggjum við til að Hafnarfjarðarbær niðurgreiði strætókort fyrir börn að 18 ára aldri sem verði þeim að kostnaðarlausu. Þannig minnkum við líka skutl og styðjum við umhverfissjónarmið.

      Tillagan var áður flutt á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní sl. og hefur ekki hlotið afgreiðslu. Vísum við henni inn í frekari vinnu við fjárhagsáætlun.
      Tillögunni er vísað til fræðsluráðs.

      Fræðsluráð vísar tillögunni til seinni umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.

      Fræðsluráð vísar erindi um niðurgreiðslur á strætókortum til umhverfis og framkvæmdaráðs.

    • 1812055 – Skýjalausnir í skólastarfi

      Lögð fram drög að stefnumótun um skýjalausnir í leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar varðandi tækni, öryggi og trúnað gagna og notendaupplýsinga. Kynnt á fundinum og til afgreiðslu á næsta fundi.

      Lagt fram.

    • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

      Lagðar fram fundargerðir 3., 4. og 5. fundar faghóps um starfsaðstæður í leikskólum.

    • 1809483 – Stytting vinnuvikunnar starfshópur

      Lagðar fram fundargerðir 3. og 4. fundar stýrihóps um styttingu vinnuviku.

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Kynning á verkefnum Heilsueflandi Hafnarfjarðar.

      Geir Bjarnasyni íþrótta- og tómstundafulltrúa, þökkuð kynningin og fagnar því sem Hafnarfjörður er að gera sem heilsueflandi bæjarfélag.

    • 1901160 – Nemendafjöldi í hafnfirskum grunnskólum

      Lögð fram beiðni um upplýsingar um fjölda hafnfirskra grunnskólanemenda og dreifingu þeirra á grunnskóla síðustu 5-10 ár.

      Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslu og frístundasviðs að taka saman tölulegar upplýsingar um fjölda nemenda í hafnfirskum grunnskólum, bæði þeim sem sveitarfélagið rekur og NÚ grunnskóla.

    Fundargerðir

    • 1812013F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 283

      Lögð fram fundargerð 283. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt