Fræðsluráð

13. mars 2019 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 412

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
  • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Elín Gíslína Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Áshildur Hlín Valtýsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1903212 – Lögreglan og Hafnarfjarðarbær, samstarfsverkefni

      Kynning á samstarfsverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbæjar tengt snemmtækri íhlutun.

      Fræðsluráð fagnar því að lögregluembættið sé að koma inn með beinum hætti inn í forvarnir Hafnarfjarðarbæjar með þeim hætti sem lagt er upp með í meðfylgjandi minnisblaði. Jafnframt býður fræðsluráð Birgi Örn Guðjónsson, sem ráðinn hefur verið til verkefnisins, velkomin.

    • 1804224 – Skóladagatöl 2019-2020

      Lagt fram bréf skólastjóra Áslandsskóla ásamt skóladagatali Áslandsskóla fyrir skólaárið 2019-2020 og samþykkt skólaráðs en þar er óskað eftir tilfærslu á skipulagsdögum vegna námsferðar.

      Samþykkt.

    • 1902459 – Málþing leikskólar

      Auglýsing og dagskrá málþings sem faghópur um starfsaðstæður í leikskólum stendur fyrir 21. mars lögð fram.

      Lagt fram.

    • 1808401 – Samræmd könnunarpróf 2018-2019

      Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4.og 7. bekk í Hafnarfirði haustið 2018 lagðar fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram beiðni um endurnýjun starfsleyfis fyrir Guðbjörgu L. Valdimarsdóttur. Ennfremur lögð fram umsókn um bráðabirgðastarfsleyfi fyrir Línu Guðnadóttur.

      Samþykkt.

    • 1902479 – Aukning á stöðugildi vegna breytinga í forskóla og hljóðfærakaup vegn forskóla

      Ósk um stuðning við tilraunaverkefni tengt breytingu á forskólanámi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar lögð fram.

      Fræðsluráð tekur vel í hugmyndir Tónlistaskóla Hafnarfjarðar um að allir nemendur á seinna ári forskólans læri á blásturshljóðfæri í stað blokkflautu. Fræðsluráð felur fræðslustjóra að vinna með stjórnendum Tónlistarskólans að útfærslu. Fræðsluráð leggur til að fjármagn úr þróunarsjóði sem áætlað er í þróunarverkefni líkt og þetta verði sett í verkefnið.

    • 1903239 – Kostir og gallar sumarlokunar leikskóla

      Til umræðu.

      Fræðsluráð vill kanna kosti og galla sumarlokana í leikskólum Hafnarfjarðar. Með það fyrir augum að skynja betur viðhorf notenda og þeirra sem starfa innan skólanna. Fræðsluráð leggur til og felur fræðslustjóra að framkvæma könnun meðal foreldra / forráðamanna leikskólabarna og setja einnig af stað könnun meðal starfsfólks leikskóla á viðhorfi til lokunar leikskólanna í 4 vikur að sumri.

      Óskað er eftir því að könnunin verði gerð í apríl og niðurstöður liggi fyrir síðari hluta maí.

      Niðurstöður könnunarinnar mun ekki hafa áhrif á skóladagatal leikskóla þessa árs, sumarið 2019.

    • 1806324 – Stuðningur við ungt fólk í Hafnarfirði.

      Tillaga sem lögð var fram á 411. fundi ráðsins um stuðning við ungt fólk lögð fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leiti samning við KaraConnect í ungmennahúsi er varðar aðgengi 16-18 ára ungmenni að sálfræðiþjónustu. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára. Fræðsluráð telur að með samningi þessum sé verið að tryggja betra aðgengi ungmenna að sálfræðingum sem sækja ungmennahúsið og færa þannig þjónustuna nær þeim.
      Samning þennan skal endurskoða að tveimur árum liðnum þar sem metið er hvernig til hefur tekist með tilliti til nýtingar.

    • 1902016F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 286

      Lögð fram fundargerð 286. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 1801191 – Fæðismál í grunnskólum

      “Foreldraráð Hafnarfjarðar leggur til að eins og grauturinn, þá verði ávextirnir sem og síðdegishressing án greiðslu fyrir alla nemendur. Í ljósi þess að bærinn er heilsueflandi, eykur jöfnuð milli nemenda og almenna heilsu, líðan og úthald nemenda við nám sitt.”

      Bókun foreldraráðs Hafnarfjarðar lögð fram. Fræðsluráð leggur til að beiðni foreldraráðs verði vísað til umræðu í aðdraganda næstu fjárhagsáætlunar.

    • 1811277 – Menntastefna

      Foreldraráð Hafnarfjarðar óskar eftir upplýsingum um það hvernig þessum vinnuhópi framvindur og gerir athugasemd að ekki sé fulltrúi foreldra í undirbúningshópi um menntastefnuna. Foreldraráð óskar eftir því að það sé fulltrúi foreldra í þeim hóp.

      Fræðsluráð tekur undir ábendingu þá um að fulltrúi foreldra eigi sæti í starfshóp um gerð menntastefnu Hafnarfjarðar. Sá hópur sem nú er að störfum hefur það verkefni að skilgreina hagsmunahópa, áhersluþætti og tímalínu. Næsta haust fer að stað vinna við gerð menntastefnunnar og munu þá allir hagsmunahópar verða boðaðir í þá vinnu.

    • 1801414 – Fyrirspurn frá foreldraráði grunnskólabarna varðandi SMT.

      Foreldraráð leggur til við Fræðsluráð að komið verði á starfshóp um SMT-skólafærni með þátttöku foreldra. Foreldraráð leggur til að rætt verði um kosti og galla SMT, framkvæmd og eftirfylgni.

      Fræðsluráð leggur til að skoðað verði samhliða gerð menntastefnu kosti og galla SMT-skólafærni. Unnið er að undirbúningi að gerð menntastefnu sem stendur þar sem meðal annars verður skoðaður árangur og líðan barna og telur fræðsluráð að meðfylgjandi erindi eigi vel heima í þeirri vinnu.

Ábendingagátt