Fræðsluráð

22. maí 2019 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 416

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir varamaður
  • Klara Guðrún Guðmundsdóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1804225 – Ungmennahús

      Verkefnastjóri Ungmennahúss kynnir starfsemi hússins.

      Fræðsluráð þakkar kynninguna.

    • 1905121 – Stytting vinnuviku yngstu deilda grunnskóla

      Umræða um styttingu opnunartíma í frístundaheimilum grunnskóla.

      Fræðsluráð samþykkir að visa tillögu um styttingu opnunartíma frístundaheimila grunnskóla til umsagnar hjá skólaráðum grunnskóla, foreldraráði Hafnarfjarðar og grunnskólastjórnendum. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um raunnýtingu síðasta klukkutíma dagsins. Lagt er til að frístundaheimili grunnskóla loki kl 16:30 í stað 17:00. Tillagan byggir á umræðu í þjóðfélaginu um styttingu vinnuvikunnar í íslensku atvinnulifi. Vitað er að viðvera ungra grunnskólabarna er oft á tíðum löng líkt og hjá leikskólabörnum en til stendur að stytta opnunartíma leikskóla líkt og hér er lagt til með opnunartíma frístundar.

    • 1905211 – Viðhorfskönnun foreldra um þjónustu frístundaheimila

      Kynning á niðurstöðum viðhorfakönnunar foreldra um þjónustu frístundaheimila grunnskóla Hafnarfjarðar vorið 2019.

      Fræðsluráð þakkar kynninguna.

    • 1905210 – Ungt fólk, vímuefnakönnun 2019

      Kynntar niðurstöður Rannsókna & greiningar í febrúar 2019 varðandi vímuefnanotkun unglinga í Hafnarfirði.

      Fræðsluráð þakkar kynninguna.

    • 1807100 – Hafnarfjarðarbær, útboð, samningur um ritföng og námsgögn

      Kynntar niðurstöður úr ritfangaútboði fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar skólaárið 2019-2020.

      Fræðsluráð lýsir yfir ánægju sinni með vinnu grunnskólanna og sviðsins við greiningu á þörfum á ritföngum á liðnu skólaári.

    • 1902463 – Lokun milli jóla og nýárs

      Niðurstöður könnunar starfsmanna leikskóla lagðar fram til kynningar.

      Niðurstöður könnunar starfsmanna leikskóla lagðar fram til kynningar.

    • 1901135 – Frítt í sund fyrir yngri en 18 ára

      Fyrri tillaga og álit fræðslu- og frístundasviðs um að frítt verði í sund fyrir yngri en 18 ára til umræðu.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að farið verði að dæmi Kópavogsbæjar og börnum að 18 ára aldri verði gefin kostur á að nýta sundlaugar bæjarins sér að kostnaðarlausu.
      Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum rannsóknarhóps í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem hefur í yfir áratug fylgst með heilsu, svefni og andlegri líðan íslenskra ungmenna kemur m.a. fram að töluvert dregur hreyfingu hjá 15-17 ára unglingum. Að bjóða hafnfirskum ungmennum upp á frían aðgang að sundlaugum bæjarins gæti verið góð hvatning fyrir meiri hreyfingu og styður vel við markmið um heilsubæinn Hafnarfjörð.

      Adda María Jóhannsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

      Fræðsluráð samþykkir að veita börnum og ungmennum allt að 18 ára aldri frítt í allar sundlaugar Hafnarfjarðar. Samþykkt þessi tekur gildi frá 1 janúar 2020.

      Hafnarfjörður er heilsueflandi bæjarfélag og er sundiðkun liður í þeirri stefnu. Jafnframt er Hafnarfjörður barnvænt samfélag sem setur fjölskyldur í forgrunn og er þetta liður í því að þjónusta barnafjölskyldur enn frekar og stuðla þannig að hollri hreyfingu.

      Tillögunni er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir fjárhagsárið 2020.

    • 1905292 – Launað starfsnám og námsstyrkir kennaranema

      Lagt fram til kynningar.

      Fræðsluráð felur fræðslustjóra að skoða hvernig staðan á óskum um launað starfsnám er í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Mikilvægt er að fylgja framkvæmdinni vel eftir og styðja við skólana í að taka við nemum. Fjölga þarf í kennarastéttinni og nauðsynlegt að sveitarfélög greiði veg kennaranema til menntunar.

Ábendingagátt