Fræðsluráð

5. júní 2019 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 417

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Birgir Örn Guðjónsson aðalmaður
 • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristjana Ósk Jónsdóttir varamaður
 • Hólmfríður Þórisdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1902463 – Lokun milli jóla og nýárs

   Tekin afstaða til tillögu um sambærilega framkvæmd og 2018 á lágmarks opnum leikskóla Hafnarfjarðar milli jóla og nýárs 2019.

   Fræðsluráð samþykkir að hafa samskonar fyrirkomulag og viðhaft var milli jóla og nýárs 2018. Ákvörðunin er byggð á skoðanakönnun sem gerð var meðal foreldra og starfsmanna leikskóla Hafnarfjarðar sem sýnir jákvæða reynslu af þessu fyrirkomulagi. Fræðsluráð leggur áherslu á að sent verði sameiginlegt bréf, tímanlega til allra foreldra, þar sem óskað er eftir því að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín svo hægt sé að áætla starfsmannaþörf hvers leikskóla með góðum fyrirvara. Fræðslustjóra falið að fylgja bókuninni eftir.

  • 1804224 – Skóladagatöl 2019-2020

   Beiðni um leikskólans Hlíðarenda um tilfærslu á starfsdegi.

   Ósk leikskólans Hlíðarenda um tilfærslu á starfsdegi samþykkt.

  • 1905046 – Samgöngustyrkur, tillaga

   Lögð fram tillaga:

   Eftirfarandi tillaga er borin upp í umhverfis- og framkvæmdarráði af Sverri Jörstad Sverrissyni fulltrúa Samfylkingarinnar. “Ég legg til að Hafnarfjarðarbær taki upp samgöngustyrki fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar, sambærilega þeim sem eru í boði hjá Reykjavíkurborg fyrir starfsmenn þeirra. Þeir starfsmenn sem skuldbinda sig til að mæta minnst 3x í viku ekki á bíl fengju þá greitt 6000 kr á mánuði, auk annara fríðinda, eins og afslátt á strætókorti. Styrkurinn verður hinsvegar borgaður í peningum með launum mánaðarlega, svo að starfsmaður geti þá ráðið hvort hann nýti hann í skóbúnað og gangi, hjól og hjóli eða hvaða annan ferðamáta sem hann kýs annan en einkabílinn. Styrkur skal ekki vera hlutfall af prósentu, til að ekki skerðist styrkur á vaktavinnufólk og aðra sem eru í skertu hlutfalli.”

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar til umfjöllunar í bæjarráði, fjölskylduráði og fræðsluráði.

   Fræðsluráð vísar í og tekur undir bókun bæjarráðs frá 20 mai 2019, sem er svohljóðandi:

   Bæjarráð samþykkir að fela mannauðsstjóra útfærslu tilraunaverkefnis vegna fyrirkomulags samgöngustyrkja til starfsmanna Hafnarfjarðar-kaupstaðar. Niðurstöðu þess verkefnis megi síðan nota til að yfirfæra á alla starfsemi bæjarfélagsins. Útfærsla mannauðsstjóra skal liggja fyrir í lok ágúst 2019, tímanlega fyrir undirbúning fjárhagsáætlunar 2020. Hér er um að ræða nánari útfærslu á tillögu sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar þann 20. júní 2018 nr. 180635, Samgöngusamningar.

  • 1609323 – Fjölskyldugarðar

   Lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá á leigu á um 10m2 garði sé kr. 1.500 sumarið 2019.

   Verð var áður 5000 kr. fyrir tvo 10m2 garða en innifalið var útsæði og forræktað grænmeti.

   Fræðsluráð samþykkir meðfylgjandi gjaldskrá fyrir sumarið 2019 og vísar til frekari staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1903051 – Brúin

   Staða Brúarinnar kynnt og rökstuðningur fyrir næstu skrefum lagður fram.

   Fræðsluráð samþykkir að ráðið verði í eitt stöðugildi til Brúarinnar frá og með næsta skólaári og tryggja þannig framgang þeirrar nálgunar sem Brúin sinnir í snemmtækri íhlutun. Til er fjármagn fyrir stöðunni fram að áramótum en með samþykkt þessari verður hægt að bæta við tveimur skólahverfum og auka þannig þjónustu við börn á grunnskólaaldri.
   Á þeim stutta tíma sem Brúin hefur verið starfsrækt er hægt að merkja jákvæða niðurstöðu, úrræði og sérfræðiþekking í skólum hefur nýst betur og merkja má skilvirkari vinnubrögð sem skila sér í styttri biðlistum í greiningar. Samkvæmt viðhorfskönnun sem gerð var meðal foreldrar er að merkja ánægju með þá þjónustu sem Brúin veitir. Fræðsluráð telur því mikilvægt að styðja við og stækka verkefnið eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

  • 1905311 – Ungmennaráð, tillaga, snjallsímanotkun

   Tillaga frá Ungmennaráði.

   4. Lagt er til að skoða þær leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. Vitundarvakning um jákvæða svo og neíkvæða hliðar snjallsímans fyrir börn og ungmenni í skólanum jafn og í frítímanum.
   Ágæti bæjarstjóri, bæjarfulltrúar, fulltrúar úr Ungmennaráði og aðrir gestir.
   Eva Rut heiti ég og hef ég setið í Ungmennaráði Hafnarfjarðar í tvo tímabil núna.
   *Síminn hringir*
   Þetta er raunveruleiki unga fólksins í dag, við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina. Og það er einmitt það sem mig langaði að tala um við ykkur í dag. Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni. En hvernig er hægt að tækla vandann tjaa ef vanda skildi kalla? Við viljum auðvitað það besta fyrir börnin okkar, viljum upplýsa þau á skilvirkan hátt um síma, til hvaða verka þeir henta vel, ókosti þeirra og svo framvegis. Ég er alls ekki að segja að símanotkun sé alfarið slæm, en þegar manneskja er farin að vera í símanum 6 klukkustundir á dag, þarf eitthvað að breytast.
   Hægt er að takast á við vandann á ýmsa vegu. Til dæmis þá bannar Öldutúnsskóli notkun síma yfir skóladaginn. Kennarar notast við hópaverkefni sem skapa umræðu og foreldrar hvetja börnin sín til þess að vera virk í félagslífinu hvort sem það eru íþróttir eða önnur áhugamál.
   Á opnu húsi hjá Ungmennaráðinu var komið inn á þetta umræðuefni. Á einum tímapunkti sagði stelpa úr Öldutúnsskóla: ?Maður skilur betur mikilvægi þess að setja símann til hliðar einstaka sinnum og tala við jafnaldra sína þegar maður upplifir það að þurfa að vera án síma í skólanum.? Einnig vorum við öll sammála um að mikilvægt er að rækta mannleg samskipti og fá þessa einangruðu krakka sem eru mikið í símaum og tölvum út úr ?símaskelinni?.
   Það var bara um daginn sem við vinirnir vorum að skoða meðalsímnotkun hjá okkur. Og ég tek það fram að þetta eru allt krakkar sem eru í íþróttum, virk í félagslífinu, eyða tíma með fjölskyldu, fá góðar einkunnir og hitta vini sína reglulega. Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í 4 tíma á dag. Ef skóli er sirka 7 tímar af deginum þínum og sími 4 tíma ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?
   Mörg ungmenni eiga það til að nota þann tíma sem annars vegar ætti að nýtast í svefn til að klára dagleg verkefni sem ekki náðust vegna símnotkunar. Í Englandi var gerð rannsókn með 2750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju 10 ungmennum kíkja yfir 10x á nóttinni í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn. Með þessum stanslausu truflunum þá næst ekki Rem svefn sem er dýpsta svefn stigið. Rem svefn gríðarlega mikilvægur fyrir heilann og minnið.
   Nú spyr ég: vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum 4 eða jafnvel 6 tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geta tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?
   Það sem við, ungmennin, þurfum einmitt núna er vitundarvakning, fræðslu. Af hverju þurfum við að sofa nóg og truflunarlaust? Er hægt að vera háður síma? Ef svo er hvernig veit maður að það sé að gerast við mann og er einhver leið að stoppa það? Takk fyrir mig

   Sigurður Þ. Ragnarsson tekur til máls.

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu til fræðsluráðs.

   Fræðsluráð tekur undir og fagnar tillögu ungmennaráðs Hafnarfjarðar um aukna fræðslu vegna snjallsímanotkunar ungmenna. Fræðsluráð felur fræðslustjóra að skoða með hvaða hætti fræða má börn um áhrif snjallsíma í gegnum grunnskóla Hafnarfjarðar í samstarfi við aðila skólasamfélagsins og ungmennaráðs.

   Tillaga ungmennaráðs er mikilvæg í ljósi umræðna í samfélaginu um óhóflega notkun síma og snjalltækja að mati margra.

   Einnig hvetur fræðsluráð hvern grunnskóla fyrir sig að skoða með hvaða hætti skólinn getur komið að fræðslu, forvörnum eða umgengni er varðar notkun snjall- og símtækja.

  • 1905310 – Ungmennaráð, tillaga, geðheilsa ungmenna

   Tillaga frá Ungmennaráði.
   3. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að auka fræðslu til barna og ungmenna
   í Hafnarfirði um geðheilsu.

   Ágæti bæjarstjóri, bæjarfulltrúi, fulltrúar í Ungmennaráði og aðrir gestir.
   Það er erfitt að vita hvað eru sjúkdómseinkenni og hvað er slæm hegðun. Margir hafa tilhneigingu til þess að tengja flesta óæskilega hegðun við geðsjúkdóma. Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma.
   Samt eru flestir unglingar sem að glíma við geðsjúkdóma að bælda hegðun. Mikill kvíði. Mikið þunglyndi. Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera. Að taka eftir þeim sem sjást sjaldnast. Að taka eftir þeim sem þora ekki að svara fyrir sig. Að virða rétt þeirra sem eru ekki framfærnir.Það er svakalega erfitt að hjálpa þeim sem þora ekki að biðja um hjálp eða láta bera á því að þeim líði illa.
   Unglingar eru og verða unglingar. Skapsveiflur, mikil stríðni og stjórnast oft af því sem hópurinn er að gera. Unglingur er eins og staðalímynd um geðsjúkdóma. Samt er þetta allt eðlilegt.
   Internetið magnar upp hvað er sagt og gert í samskiptum unglinga. Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.
   Við þurfum að skilja hvað felst í geðsjúkdómum og hvernig okkar orð og skoðanir geta skaðað fólk með geðsjúkdóma. Við þurfum að skilja hvernig okkar orð og skoðanir geta hjálpað fólki með geðsjúkdóma.
   Að það sé samansemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðuleika unglinga og geðsjúkdóma er slæmt.
   Að það sé talið heillbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar tilfinningar og neikvæðar er líka slæmt.
   Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum.
   Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu til fræðsluráðs.

   Fræðsluráð tekur undir tillögu ungmennaráðs Hafnarfjarðar varðandi aukna fræðslu hvað varðar geðheilsu ungs fólks. Ráðið samþykkir að fela fræðslustjóra að kanna með hvaða hætti hægt er að efla vitund ungs fólks á geðheilbrigðismálum. Fræðsluráð felur fræðslustjóra jafnframt að vera í samtali og samstarfi við ungmennaráð með frekari útfærslu á fræðslu hvað varðar geðheilsu ungs fólks í grunnskólum Hafnarfjarðar.

  • 1905309 – Ungmennaráð, tillaga, kynjafræðsla

   1905309 – Ungmennaráð, tillaga, kynjafræðsla

   Tillaga frá Ungmennaráði.
   2. Lagt er til að efla kynjafræðslu fyrir börn og ungmenni í grunnskólum Hafnarfjarðar

   Ágæti bæjarstjóri bæjarstjórn og aðrir gestir.
   Það er mikilvægt fyrir krakka á grunnskóla aldri að fá kynjafræðslu. Kynjafræði er regnhlífar hugtak yfir félagsfræðigreinar sem hafa helgað sig um fróðleik kynjana. Kynjafræði er ekki bara grein fyrir hinsegin OG kynsegin einstaklinga heldur líka fyrir gagnkynhneiga einstaklinga. Kynjafræði snýst ekki bara um að fræða um kyn heldur líka um kvennabaráttu, samkynhneigð, kynvitund og markt fleira.
   Kynjafræði er hlutur sem að verður að fræða um þar sem að samfélagið hefur breyst mikið á undanförnum árum og krakkar eru byrjaðir að finna sig á grunnskóla aldri og skilgreina sig kanski sem eitthvað annað en stelpa eða strákur.
   Einstaklingar sem að skilgreina sig t.d. sem hán vilja ekki nota persónu-fornöfn eins og hann eða hún heldur vilja þau nota það eða þau. Það er ekki sjálfgefið að vita hvaða fornöfn maður á að nota þegar maður talar við hán. Það getur verið erfitt fyrir manneskju sem er hán að vera kallað stelpa eða strákur og nnara og stuðla að persónufrelsi. Það er einnig mikilvægt að fólk læri um kynjajafnrétti þar sem að gott er að vera meðvitaður um þau réttindi sem maður hefur.
   Einstaklingur sem fæddur er stelpa en skilgreinir sig sem strák þykir erftitt þegar hann er kallaður stelpa en upplifir sig sem strák. Þetta getur tekur mikið á sálina hjá einstaklingum og getur verið villandi fyrir einstaklingin sem á í samskiptum við hann. Það getur verið óþæginlegt þegar maður veit ekki hvernig maður á að tala við einstakling sem upplifir sig sem einhvað annað en líffræðilega kyn sitt.
   Þetta eru nokkrar ástæður afhverju mig finnst skipta miklu máli að kenna kynjafræði í grunnskólum. Gott er að byrja snemma að upplýsa samfélagið og móta það. Með því verðum við öll meira opinn fyrir nýjum hlutum sem við skiljum ekkert endilega sjálf. Ég vona að þið séuð með sömu skoðun og ég, ef ekki þá svipaðar.
   Takk fyrir mig

   Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu til fræðsluráðs.

   Fræðsluráð fagnar tillögu ungmennaráðs um aukna kynjafræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. Fræðsluráð felur fræðslustjóra að skoða með hvaða hætti hægt er að upplýsa hafnfirsk ungmenni enn betur en gert er í dag í samvinnu við ungmennaráð Hafnarfjarðar.

  • 1906030 – Ytra mat grunnskóla í Hafnarfirði 2019

   Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun (MMS) um ytra mat á grunnskólum í Hafnarfirði skólaárið 2019-2020.

   Lagt fram.

  • 1905382 – Frístundaakstur haustið 2019

   Undirbúningur fyrir áframhaldandi frístundaakstur skólaárið 2019-2020.

   Fræðsluráð felur fræðslustjóra að hefja samtal um framlengingu samnings um frístundaakstur við Hópbíla og tryggja þannig áframhaldandi frístundaakstur.

  • 1904122 – Formlegt erindi vegna greiðslu kennslukostnaðar til tónlistarnáms í Hljómu

   Erindi lagt fram.

   Fræðsluráð felur fræðslustjóra að finna mögulegar lausnir með stjórnendum tónlistaskóla Hafnarfjarðar.

  • 18129524 – Starfshópur um forvarnir

   Lögð fram fundargerð starfshóps um forvarnir dags. 24. apríl sl.

   Lagt fram.

  • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

   Lögð fram beiðni um endurnýjun starfsleyfis fyrir Hjördísi Arnbjörnsdóttur.

   Fræðsluráð samþykktir fyrirliggjandi umsókn.

  • 1905057 – Viðurkenningar fræðsluráðs 2019

   Lagðar fram tillögur að viðurkenningu fræðsluráðs og veitingu hennar vorið 2019.

   Afgreitt.

  Fundargerðir

  • 1905003F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 291

   Lagt fram.

  • 1905017F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 292

   Lagt fram.

Ábendingagátt