Fræðsluráð

19. júní 2019 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 418

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður
 • Vaka Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristjana Ósk Jónsdóttir varamaður
 • Steinn Jóhannsson varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, María Pálmadóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Sólveig Kristjánsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskóla, Helga Hrönn Óskarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 1906219 – Útilífsmiðstöð Hafnarfjarðar

   Kynning á hugmynd að útilífsmiðstöð í Hafnarfirði.

   Fræðsluráð þakkar kynninguna og vísar til frekari umfjöllunar hjá umhverfis og framkvæmdaráði og starfshóps heilsueflandi samfélags. Fræðslustjóra er falið að vinna að kynningu fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla.

  • 1904083 – Matarútboð skóla 2019

   Innkaupastjóri fer yfir stöðu útboðs.

   Til kynningar.

  • 1906218 – Íbúa og nemendaþróun grunnskólahverfa

   Farið yfir aldursskipta íbúaþróun í skólahverfum Hafnarfjarðar.

   Til kynningar.

  • 1811277 – Menntastefna

   Skýrsla starfshóps um gerð menntastefnu Hafnarfjarðar lögð fram. Tillögur kynntar og lagðar fram til samþykktar.
   Erindisbréf um stofnun stýrishóps lagt fram til samþykktar.
   Auk þess sem þekkingarskýrsla um námsferð grunnskólastjórnenda til Banff er lög fram. Ferðin var farin í tengslum við hlutverk þeirra sem faglegir leiðtogar sem er hluti af áframhaldandi vinnu við gerð og innleiðingu menntastefnu.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um vinnulag við gerð menntastefnu Hafnarfjarðar og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn. Fræðsluráð leggur jafnframt meðfylgjandi erindisbréf fram til kynningar og frekari samþykkis á næsta fundi ráðsins í ágúst.

  • 1905119 – Fjölgreinadeild

   Minnisblað um starf Fjölgreinadeildarinnar og fyrhugaðar breytingar á stjórnun deildarinnar.

   Fræðsluráð samþykkir breytingar á stjórnskipulagi fjölgreinadeildar. Fræðsluráð leggur áherslu á mikilvægi þess að stofnað þverfaglegt teymi Fræðslu- og frístundasviðs og fjölskyldusviðs um úrræðið líkt og fram kemur í minnisblaði fræðslustjóra. Vísað til fjölskylduráðs til kynningar.

  • 1811175 – Úttekt á Barnaskóla Hjallastefnunnar 2019

   Lögð fram umbótaáætlun í kjölfar úttektar á skólanum

   Lagt fram.

  • 1906223 – Ósk um styrk frá Hafnarfjarðarbæ vegna tölvubúnaðar í rafíþróttastarfi FH

   Lagt fram

   Fræðsluráð tekur vel í hugmyndir FH um að vera með rafíþróttanámskeið í sumar. Ekki er til fjármagn til að taka þátt í leigukostnaði á búnaði með FH. Hinsvegar samþykkir fræðsluráð að Vinnuskóli Hafnarfjarðar leggi námskeiðunum til leiðbeinanda í sumar.
   Fræðsluráð vísar til Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar að skoða hvort reglur um Frístundastyrk samræmist hugmyndum um rafíþróttir þannig að iðkendur geti nýtt styrkinn í rafíþróttaæfingar.
   Við vinnu vegna fjárhagsáætlunar í haust skal fræðsluráð skoða hvort svigrúm sé til að búa til sjóð eða pott sem myndi styðja við þróunarverkefni í tengslum við tómstundir barna. Sá sjóður myndi síðan meta og styðja við ýmis tómstundaþróunarverkefni í framtíðinni.

  • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

   Lagðar fram beiðnir um endurnýjun starfsleyfis fyrir Maríu I. Kristinsdóttur og Hildi Guðmundsdóttur.

   Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir.

  • 1903450 – Hamravellir laus kennslustofa

   Lagt fram að nýju

   Fræðsluráð vísar erindinu til umhverfis og framkvæmdasviðs til framkvæmdar.

  • 1904394 – Stytting viðveru leikskólabarna

   Lagt fram að nýju þar sem óskað er eftir umsögnum foreldraráða leikskóla.

   Fræðsluráð óskar eftir umsögn allra foreldraráða leikskólabarna í Hafnarfirði í samvinnu við leikskólastjóra hvers leikskóla. Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram með leikskólastjórum.

  • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

   Skýrsla faghóps lögð fram til kynningar og tillögur hópsins kynntar.

   Fræðsluráð þakkar kynninguna.

  • 1904529 – Leikskólastjóri Hraunvallaskóli

   Ráðning leikskólastjóra Hraunvallaleikskóla

   Fræðsluráð býður Guðbjörgu Hjaltadóttur velkomna til starfa sem leikskólastjóri Hraunvallaleikskóla. Jafnframt þakkar fræðsluráð Sigrúnu Kristinsdóttur fyrir störf hennar í þágu sveitarfélagsins.

  Fundargerðir

  • 1906010F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 293

   Lögð fram fundargerð 293. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt