Fræðsluráð

14. ágúst 2019 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 419

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur S. Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Inga Líndal Finnbogadóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Frá fundi bæjarstjórnar 26. júní sl.

      Kosið í ráð og nefndir til eins árs:

      Fræðsluráð:
      Kristín María Thoroddsen, Burknaberg 4, formaður
      Margrét Vala Marteinsdóttir, Hvammabraut 10, varaformaður
      Bergur Þorri Benjamínsson, Eskivellir 7
      Sigrún Sverrisdóttir, Hamrabyggð 9
      Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Miðvangi 107
      Auðbjörg Ólafsdóttir, Hverfisgötu 52b, áheyrnarfulltrúi
      Birgir Örn Guðjónsson, Daggarvöllum 3, áheyrnarfulltrúi

      Varamenn:
      Kristjana Ósk Jónsdóttir, Heiðvangi 58
      Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Miðvangi 10
      Guðvarður Ólafsson, Lindarhvammi 10
      Steinn Jóhannsson, Lindarbergi 84
      Hólmfríður Þórisdóttir, Eskivöllum 5
      Klara G. Guðmundsdóttir, Þrastarási 73, varaáheyrnarfulltrúi
      Vaka Ágústsdóttir, Stuðlabergi 80, varaáheyrnarfulltrúi

      Lagt fram.

    • 1904083 – Matarútboð skóla 2019

      Niðurstaða útboðs vegna fæðismála í sjö grunnskólum og þrem leikskólum bæjarins lögð fram og þjónustusamningur við Skólamat lagður fram til kynningar.

      Kynnt.

    • 1907083 – Spjaldtölvuvæðing í skólum bæjarins fyrirspurn

      Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar um spjaldtölvuvæðingu í skólum bæjarsins.

      1)Hver er staðan á innleiðingu spjaldtölva í leik- og grunnskólum bæjarins?
      2) Hvaða skólar/bekkir eru með spjaldtölvur og hversu mikið kostaði innleiðingin í hverjum skóla fyrir sig?
      3) Hvaða ákvörðun hefur verið tekin um endurnýjun á spjaldtölvum í leik- og grunnskólum bæjarins til framtíðar?
      4) Hvað er gert ráð fyrir að kostnaður við endurnýjun á spjaldtölvum verði mikill á ársgrundvelli á næstu árum?
      5) Hefur árangur innleiðingarinnar verið metinn og þá með hvaða hætti, eða stendur það til?

      Minnisblað lagt fram sem svar.

      Fulltrúar allra flokka í fræðsluráði þakka svörin. Við leggjum jafnframt til að innleidd verði aðferðafræði sem getur metið ávinning af notkun spjaldtölva í skólastarfi, jafnt fyrir nemendur sem kennara þegar meiri reynsla verður komin af innleiðingunni.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 1. júní 2019 um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára.

      Lagt fram.

    • 1906389 – Leiðsagnarkennari nýtt starfsheiti

      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 24. júní sl. vegna nýs starfsheitis leiðsagnarkennara.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1811277 – Menntastefna

      Skipað í stýrihóp menntastefnu.

      Eftirtaldir eru skipaðir í starfshópinn: Kristín Thoroddsen, Sjálfstæðisflokki, Margrét Vala Marteinsdóttir, Framsókn og óháðir, Sigrún Sverrisdóttir, Samfylkingunni, Sigurður Þ. Ragnarsson, Miðflokki, Vaka Ágústsdóttir, Viðreisn og Arnbjörn Ólafsson, Bæjarlista.

    • 1804224 – Skóladagatöl 2019-2020

      Lögð fram beiðni heilsuleikskólans Hamravalla dags 12. ágúst sl. um breytingu á skipulagsdegi ásamt staðfestingu foreldraráðs leikskólans.

      Fræðsluráð samþykkir breytingartillöguna.

    • 1812064 – Hækkun á frístundastyrkjum

      Lagt er til að styrkir til íþróttastarfs hækki frá hausti 2019.

      Fræðsluráð samþykkir að hækka frístundastyrk hafnfirskra barna, 6-18 ára, úr 4000,- í 4500,- . Samþykktin tekur gildi 1 september. Með hækkuninni er Hafnarfjarðarbær að styðja við íþrótta og tómstundaiðkun hafnfirskra barna enn frekar.

Ábendingagátt