Fræðsluráð

28. ágúst 2019 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 420

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Steinn Jóhannsson varamaður
  • Klara Guðrún Guðmundsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ásdís Hanna Pálsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ásdís Hanna Pálsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1904122 – Hljóma beiðni um viðbótarkostnað vegna nemenda

      Svar við beiðni Hljóma lagt fram.

      Erindi Hljóma hafnað og vísað til fjölskyldusviðs til frekari skoðunar.

    • 1908378 – Reglur um tónlistarnám í tónlistarskóla fyrir utan Hafnarfjörð

      Uppfærðar reglur lagðar fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 1908304 – Félagshesthús Sörla ósk um stuðning við rekstur

      Erindi Hestamannafélagsins Sörla lagt fram varðandi stuðning Hafnarfjarðarbæjar vegna félagshestshúss.

      Fræðsluráð vísar erindi Sörla um stuðning við rekstur til Íþrótta og tómstundanefndar.

    • 1908382 – Álfasteinn breytingar

      Minnisblað þróunarfulltrúa leikskóla vegna óskar um breytingar á húsnæði Álfasteins í kjölfar breyttrar rýmisáætlunar leikskóla Hafnarfjarðar, frá 2017.

      Fræðsluráð vísar ósk leikskólans Álfasteins til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

    • 1908381 – Hraunvallaskóli minnisblað

      Minnisblað, óskir um breytingar á húsnæði unglingadeildar Hraunvallaskóla, lagt fram.

      Fræðsluráð vísar ósk Hraunvallaskóla um breytingar á húsnæði unglingadeildar til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

    • 1908396 – Ósk um stuðning vegna starfs GFF með grunnskólum í Hafnarfirði

      Erindi GFF lagt fram.

      Fræðsluráð vísar ósk GFF til umræðu um fjárhagsáætunargerð fyrir árið 2020.

    • 1902291 – Samgönguvika 2019

      Erindi frá forsvarsmönnum Bíllausa dagsins í Evrópsku samgönguvikunni þann 22. september næstkomandi lagt fram.

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 14.8.2019 var eftirfarandi tekið fyrir og afgreiðsla þess var:

      1902291 – Samgönguvika 2019

      Bréf barst frá forsvarsmönnum bíllausa dagsins í tengslum við samgönguviku. Leitað er að samstarfsaðilum vegna tillögu að viðbragðsáætlun vegna lokunar við leikskóla á “gráum dögum”.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar erindinu og vísar því til umfjöllunar í fræðsluráði.

      Leik- og grunnskólar Hafnarfjarðar taka þátt í fjölmörgum verkefnum er tengjast umhverfismálum og því ekki svigrún að svo stöddu að taka þátt í umræddu verkefni.
      Fræðsluráð hvetur jafnframt leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar til að taka þátt í samgönguvikunni á þann hátt sem þeir kjósa.

    • 1908401 – Tölvustofa Áslandsskóla

      Ósk frá skólastjóra Áslandsskóla um breytingar á kennslustofu lögð fram.

      Fræðsluráð vísar ósk skólastjóra Áslandsskóla til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

    • 1908402 – Tungumálaver

      Breytingar á gjaldskrá og námsframboði Tungumálavers lagðar fram. Breytt starfsemi Tungumálavers felur í sér breytingar m.a. á pólskunámi sem verður eingöngu í boði fyrir nemendur með lögheimili í Reykjavík og mun sú breyting taka gildi frá 1. ágúst 2019.

      Lagt fram.

    • 18129524 – Starfshópur um forvarnir

      Lögð fram skýrsla starfshóps um forvarnir sem fræðsluráð skipaði 5. desember 2018.

      Lagt fram

    • 1908403 – Félagsmiðstöðin Músik og mótor

      Beiðni um kynningu fyrir fræðsluráð á félagsmiðstöðinni Músik og mótor þar sem fram kemur helstu verkefni, markmið, rekstur og nýting á þjónustunni lögð fram.

      Fræðsluráð felur íþrótta og tómstundafulltrúa að undirbúa kynningu á Músik og mótor.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram umsókn um bráðabirgðastarfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Þorstein Gíslason. Ennfremur lögð fram umsókn um starfsleyfi fyrir Stellu Ósk Sigurðardóttur.

      Samþykkt.

    • 1906017F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 295

      Fundagerð lögð fram.

    • 1903212 – Lögreglan og Hafnarfjarðarbær, samstarfsverkefni

      Samantekt á stöðu samstarfsverkefnis Hafnarfjarðarbæjara og lögregluembættisins lögð fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð fagnar samstarfinu og þakkar kynninguna.

    • 1908500 – Sundlaug Hrafnistu, viðauki

      Fræðsluráð samþykkir leigu á sundlaug á Hrafnistu til sundkennslu og felur fræðslustjóra að undirbúa viðauka og vísar til samþykkis í bæjarráði.

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Yfirferð á vinnu við fjárhagsáætlun sviðsins 2020.

Ábendingagátt