Fræðsluráð

11. september 2019 kl. 13:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 421

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir varamaður
  • Klara Guðrún Guðmundsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Vigfús Hallgrímsson Þróunarfulltrúi grunnskóla

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Þorgils Þorgilsson, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Umræður um áhersluþætti fjárhaghagsáætlunar 2020.

      Umræður um áhersluþætti fjárhaghagsáætlunar 2020 meðal kjörinna fulltrúa.

    • 1908378 – Reglur um tónlistarnám í tónlistarskóla fyrir utan Hafnarfjörð

      Athugasemdir og ábendingar ráðsmanna

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög um reglur Hafnarfjarðarbæjar um styrk til tónlistarnáms utan Hafnarfjarðar og vísar til frekari samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

    • 18129524 – Starfshópur um forvarnir

      Kynning á skýrslu hópsins.

      Fræðsluráð þakkar kynninguna og fagnar fyrirliggjandi tillögum sem miða að forvörnum fyrir hafnfirsk ungmenni. Forvarnir eru aðgerðir sem beinast að samfélaginu öllu og miða að því að efla andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði einstaklinga, fyrirbyggja sjúkdóma, slys og hættur. Ljóst er að tillögurnar snerta marga og ólíka starfsemi mennta-og lýðheilsusviðs. Fræðslustjóra er falið að vinna nánar úr tillögum skýrslunnar og taka saman mögulegar leiðir til framkvæmdar á næsta fjárhagsári. Tillögunum er vísað til fjárhagsáætlunarvinnu 2020.

      Eftirfarandi er bókun foreldraráðs Hafnarfjarðar:
      “Foreldraráð Hafnarfjarðar fagnar útkomu skýrslunnar og þakkar starfshópnum vel unnin störf. Foreldraráð leggur áherslu á að áfram verði unnið á grunni þessarar vinnu og aukin áhersla lögð á þennan málflokk meðal barna og ungmenna með þátttöku fagaðila og foreldra.

    • 1804121 – Tónlistarskóli Hafnarfjarðar, húsnæðismál, erindi

      Lagt fram bréf skólastjórnenda Tónlistarskóla Hafnarfjarðar um viðbyggingu við skólann.

      Fræðsluráð leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja uppbyggingu tónlistarskólans í Skarðshlíðarskóla áður en farið verði í frekari stækkun og viðbyggingu við tónlistarskólann við Strandgötu. Þar tryggjum við þjónustu skólans í fleiri hverfum í bæjarfélaginu.

    • 1909137 – Víðistaðaskóli stofnbúnaður og rekstrarviðhald

      Erindi skólastjóra og húsumsjónarmanns Víðistaðaskóla um fjármagn í stofnbúnað og rekstrarviðhalds.

      Fræðsluráð vísar ósk Víðistaðaskóla um gardínur í hátíðarsal skólans og loftaklæðningu á göngum í háhúsi til umhverfis- og framkvæmdarráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 þar sem um er að ræða hluta af stofnbúnaði skólans sem ekki hefur verið settur upp.

    • 1908403 – Félagsmiðstöðin Músik og mótor

      Kynning á starfsemi Músik og mótor.

      Fræðsluráð þakkar Geir Bjarnasyni, íþrótta og tómstundarfulltrúa fyrir kynninguna.

    • 1903239 – Kostir og gallar sumarlokunar leikskóla

      Kynning á niðurstöðum könnunar.

      Lagt fram.

    • 1712117 – Starfshópur um starfsaðstæður í leikskóla

      Lögð fram ósk um breytingar á húsnæði Vesturkots. Minnisblað þróunarfulltrúa leikskóla lagt fram ásamt fylgiskjali leikskólastjóra.

      Fræðsluráð vísar ósk Vesturkots um stækkun og breytingu á starfsaðstöðu í leikskólanum til umhverfis- og framkvæmdaráðs og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og leggur áherslu á að mikilvægt er að skoða húsnæðið í heild með það fyrir augum að stækkunin sé unnin á sem hagkvæmastan hátt.

    • 1412156 – Hvatning til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

      Lagt fram minnisblað með tillögum að breytingum á námssamningum við starfsfólk leikskóla sem vilja öðlast leikskólakennararéttindi.

      Fræðsluráð samþykkir að bæta enn frekar í námssamninga leikskóla Hafnarfjarðar. Með það fyrir augum að auka faghlutfall á leikskólum og auðvelda starfsfólki leikskóla að sækja sér menntun samhliða vinnu sinni á leikskólum bæjarins. Breytingar á samningnum og viðbótar styrkur til starfsmanna með frekari stuðningi í námi í leikskólafræðum til að öðlast leyfisbréf er mikilvægt skref til að fjölga faglærðum í leikskólum og þar með leggja enn frekar áherslu á metnaðarfullt og faglegt leikskólastarfi. Fræðsstjóra er falið að uppfæra reglur með hliðjóns af ofangreindum tillög. Fræðsluráð felur fræðslustjóra að undirbúa viðauka í samræmi við minnisblað og vísar til samþykkis í bæjarráði.

    • 1907208 – Samningur við Sambo

      Lagður fram til samþykktar þjónustusamningur Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélagsins Sambo til tveggja ára.

      Fræðsluráð fagnar því að enn bætist við í flóru hafnfirskra íþróttafélaga með tilkomu nýstofnaðs íþróttafélags, Sambo, og samþykkir meðfylgjandi samning og vísar honum til samþykkis í bæjarstjórn.

    • 1806312 – ÍTH fundargerðir

      Lögð fram fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar frá 4. september sl.

      Lagt fram.

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lögð fram umsókn um endrunýjun á starfsleyfi fyrir Tinnu Rut Njálsdóttur.

Ábendingagátt