Fræðsluráð

25. september 2019 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 422

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ásdís Hanna Pálsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ásdís Hanna Pálsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Kristín Erla Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Vinna að undirbúningi fjárhagsáætlunar 2020, kjörnir fulltrúar.

      Undir þessum lið voru mættir kjörnir fulltrúar, Kristín María Thoroddsen, Margrét Vala Marteinsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Auðbjörg Ólafsdóttir og Birgir Örn Guðjónsson.

    • 1904106 – Lenging fæðingarorlofs

      Áhrif lengingu fæðingarorlofs á rekstur leikskóla og störf dagforeldra.

      Fræðsluráð óskar eftir og felur fræðslustjóra að skoða hvaða áhrif lenging fæðingarorlofs hefur á rekstur leikskóla og störf dagforeldra í Hafnarfirði.

    • 1806328 – Verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna

      Minnisblað og tillögur sviðsins um breytingar á skólavistarreglum fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar.

      Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög um uppfærðar verklagsreglur um skólavist hafnfirskra grunnskólabarna og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

      Bergur Þorri Benjamínsson leggur fram eftirfarandi bókun:

      “Grunnur að skólavistunarreglum Hafnarfjarðar byggja á ýmsum lögum sem Hafnarfjarðarkaupstaður ber að fylgja. Í þeim er sérstaklega tekið á þeim börnum búa á tveimur stöðum og eiga foreldra með sameiginlega forsjá. Sérstaklega var fjallað um þessi börn í skýrslu Innanríkisráðherra „um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.“ Þar er ekki lagt til að heimila eigi tvöfalt lögheimili barna. Af þessu leiðir að ég sit hjá við þann kafla í skólavistunarreglum Hafnarfjarðarkaupstaðar.”

    • 1410618 – Dagforeldrar - leyfisbeiðnir

      Lagðar fram beiðnir um endurnýjun starfsleyfis fyrir Guðmund J. Ólafsson og Eyrúnu Gísladóttur

      Samþykkt.

    • 1909500 – Dagforeldrar - skýrsla daggæslufulltrúa

      Lögð fram ársskýrsla vegna málefna dagforeldra skólaárið 2018-2019.

      Fræðluráð þakkar fyrir kynninguna.

    • 1908016F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 297

      Lögð fram fundargerð 297. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 1708289 – Rekstur íþróttahúss

      Erindi Badmintonfélags Hafnarfjarðar þar sem þeir óska eftir því að taka yfir rekstur íþróttahússins við Strandgötu lagt fram.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi rekstrarsamning milli Hafnarfjarðarbæjar og Badmintonfélags Hafnarfjarðar og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1811277 – Menntastefna

      Fundagerðir fyrstu tveggja funda stýrihóps um menntastefnu lagðar fram.

      Lagt fram.

Ábendingagátt