Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla
Fjárhagsáætlun mennta- og lýheilsusviðs lögð fram og vísað til bæjarráðs.
Fræðsluráð samþykkir meðfylgjandi fjárhagsáætlun og greinargerð og vísar til bæjarráðs til samþykktar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra lögðu fram eftirfarandi bókun; Í fjárhagsáætlun mennta- og lýðheilsusviðs fyrir árið 2020 er lögð áhersla á áframhaldandi góða þjónustu fyrir börn og barnafjölskyldur. Á árinu 2019 hefur enn verið aukið við þjónustuna, líkt og undanfarin ár, og má þar nefna að nú býðst nemendum grunnskóla hafragrautur í upphafi skóladags þeim að kostnaðarlausu og boðið er upp á ávexti í millimál til kaups. Starfsmenn hafa sama aðgang að hressingu og hafragraut. Frístundastyrkur var hækkaður um 500 krónur á árinu og er nú 4500 á mánuði fyrir hvert barn. Þjónusta frístundabílsins hefur verið aukin og á næsta ári mun þeim börnum sem ekki eru á frístundaheimilum einnig standa til boða að nýta sér bílinn gegn gjaldi. Í ár hefur tekist að lækka innritunaraldur á leikskólana enn frekar, nýr leikskóli tók til starfa, starfsmannaaðstaða bætt á nokkrum leikskólum og rými barna og starfsmanna verið aukið samkvæmt áætlunum þar um. Fræðsluráð leggur til að börn að átján ára aldri fái frítt í sund og einnig er lagt til að lengja opnun félagsmiðstöðva fram í miðjan júní eða þar til grunnskólarnir fara í sumarfrí. Ekki er lagt til að gjaldskrár á mennta- og lýðheilsusviði hækki að undanskilinni hækkun á stökum sundferðum um 100 kr fyrir fullorðna og kostar þá sundferðin 700 kr. Í samanburði við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er Hafnarfjörður enn með lægsta gjaldið á stakri sundferð, ásamt Garðabæ. Einnig leggur meirihluti fræðsluráðs til að fæðisgjald í leik- og grunnskólum hækki um 2,5% til að mæta gæðakröfum og verðlagshækkunum. Fræðsluráð þakkar starfsfólki mennta- og lýðheilsusviðs fyrir faglega og góða vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
Fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun; Kostnaður við starfsemi Frístundabílsins er langt umfram áætlanir, kostnaður bæjarsjóðs er 35 milljónir á árinu 2019 en áætlun hljóðaði uppá 10 milljónir. Mismunurinn, það er að segja 25 milljónir, lendir á bæjarsjóði. Óeðlilegt er að bæjarsjóður beri slíkan umframkostnað af verkefnum sem falla ekki undir lögbundna þjónustu. Fulltrúi Miðflokksins samþykkir framkomna fjárhagsáætlun mennta og lýðheilsusviðs með þeim fyrirvara að hafin verði vinna nú þegar við það að minnka kostnað bæjarsjóðs við rekstur Frístundabílsins.
Fulltrúi Samfylkingar lagði fram eftirfarandi bókun; Fulltrúar Samfylkingar telja eðlilegt að halda áfram uppbyggingu leikskóla í Suðurbæ til að geta mætt þörfinni í hverfinu, einkum og sér i lagi yngri barna. Á meðan ekki er verið að mæta þörfinni í Suðurbænum er verið að fjölga plássum í Norðurbæ sem er óeðlileg þróun.