Fræðsluráð

12. febrúar 2020 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 433

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
 • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Hólmfríður Þórisdóttir varamaður
 • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Klara Guðrún Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 2001439 – Pannavellir, ósk um styrk

   Lagður fram tölvupóstur frá foreldrafélagi Áslandsskóla þar sem óskað er eftir styrk til fjármögnunar á kaupum á Pannavöllum.

   Lagt fram minnisblað embættismanna um vellina.

   Fræðsluráð vísar erindi foreldrafélags Áslandsskóla til umhverfis- og skipulagssviðs.

   Áheyrnarfulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar lagði fram eftirfarandi bókun:
   Foreldraráð Hfj fagnar umræðunni um pannavelli og hvetur til þess að þeir verði settir við sem flesta grunnskóla bæjarins, sérstaklega þá sem ekki hafa sparkvelli.

  • 1810430 – Hljóðvist í leik- og grunnskólum

   Ósk eftir úttekt á hljóðvist í leik- og grunnskólum.

   Fræðsluráð óskar eftir því að gerð verði úttekt og greining á hljóðvist og lýsingu í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Sviðsstjóra falið að kalla eftir kynningu á stöðu mælinga. Erindi vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.

   Áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna ítrekar að hljóðmengun hefur mikill áhrif á líðan barna og að mikilvægt sé að gerð verði úttekt á hljóðvist í öllum grunnskólum bæjarins og brugðist verði hratt og vel við ef/þar sem þörf er á úrbótum.

  • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

   Sett af stað vinna við að útfæra breytingu á opnun leikskóla Hafnarfjarðar frá sumrinu 2021.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og Óháðra samþykkir að gera breytingu á opnun í leikskólum Hafnarfjarðar yfir sumartímann. Fulltrúar Samfylkingar og Miðflokks sitja hjá.

   Samþykktin felur í sér þá breytingu að frá og með sumrinu 2021 munu foreldrar geta valið hvenær barn þeirra taki sumarfrí á tímabilinu júní-ágúst. Börn munu líkt og áður þurfa að taka samfleytt sumarfrí í 4 vikur á umræddu tímabili.
   Könnun var gerð á síðasta ári þar sem kannaður var vilji foreldra til þess að hafa val. Niðurstaðan var afgerandi en 80% foreldra kusu að geta valið þann mánuð sem barn þeirra tæki frí. Jafnframt var gerð könnun meðal starfsfólks og var niðurstaðan sú að 44% starfsmanna vildu taka frí í öðrum mánuðum en júlí eins og verið hefur.

   Settur verður af stað starfshópur sem hefur það markmið að fjalla um og útfæra ofangreinda samþykkt. Starfshópur verði skipaður af 2 fulltrúum frá meirihluta, 1 frá minnihluta, 3 fulltrúum foreldra leikskólabarna, 3 fulltrúum stjórnenda leikskóla, 3 fulltrúum starfsfólks leikskóla ásamt starfsmönnum af mennta- og lýðheilsusviði. Erindisbréf þessu, til frekari staðfestingar, verður lagt fram á næsta fundi fræðsluráðs.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:
   Fulltrúi Samfylkingar telur að ekki sé tímabært að taka ákvörðun sem þessa eins og staðan er með mönnun leikskóla, stöðu kjaraviðræðna ofl.. Niðurstöður könnunar sem framkvæmd var vorið 2019 um hug starfsfólks og foreldra sýndi að einungis 19% þeirra starfsmanna sem svöruðu vildu breytt fyrirkomulag varðandi sumarlokanir leikskólanna. Eins er mjög mikilvægt að huga að faglegu starfi leikskóla í ákvörðunum sem þessum og telur fulltrúi Samfylkingar að meira samráð þyrfti að vera við starfsfólk og stjórnendur við þessa ákvörðun til að tryggja þá þætti. Ákvörðun um að skipa starfshóp í kjölfar þess að búið er að ákveða að breyta sumaropnun leikskólanna er ekki næg samvinna að mati fulltrúans og telur hann að betur hefði farið á því að láta starfshópinn vinna sína vinnu og taka svo ákvörðun í kjölfarið.

   Bókun fulltrúa Miðflokksins.
   Mikilvægt er að breytingar sem þessar verði unnar í góðri sátt við starfsmenn leikskóla, foreldra og fagaðila sem best þekkja til starfsemi leikskólanna. Lagt er til að kostnaður við þessar tillögur verði kostnaðarmetnar og afgreiðslu á málinu frestað meðan lausna er leitað í sátt við leikskólastarfsmenn og foreldra.

   Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun:
   áheyrnarfulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði styður samþykkt meirihlutans og fagnar því að hlusta eigi á sjónarmið foreldra leikskólabarna í Hafnarfirði um aukin sveigjanleika í skipulagi sumarleyfa. Fulltrúin vill koma á framfæri því sjónarmiði að gera þessa breytingu í eins góðu samstarfi og samtali við starfsfólk leikskólana og mögulega hægt er og tryggja þannig hagsmuni allra hluteigandi, barna, foreldra og starfsfólks leikskólanna.

  • 1811063 – Málefni Víðistaðaskóla í Engidal

   Minnisblað sviðsstjóra um sjálfstæði Engidalsskóla lagt fram. Ákvörðun um sjálfstæði skólans tekin.

   Fræðsluráð samþykkir að að gera Engidalsskóla að sjálfstæðum grunnskóla frá og með næsta hausti. Sviðsstjóra er jafnframt falið að vinna með starfsfólki skólans í breytingarferlinu og setja af stað ferli við ráðningu skólastjóra.

  • 2001364 – Erindi til fræðsluráðs

   Minnisblað sviðsstjóra um rithöfundaheimsókn í grunnskóla.

   Minnisblað sem svar við meðfylgjandi erindi lagt fram. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir málinu og niðurstöðu sviðsins eftir könnun málsins. Fræðsluráð sér ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu. Málinu er því lokið að mati fræðsluráðs.

  • 1902128 – Skóladagatöl 2020-2021

   Lögð fram til samþykktar.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokk, Framsóknar og óháðra og Samfylkingarinnar samþykkja skóladagatöl ársins 2020-2021. Fulltrúi Miðflokksins situr hjá.

   Fulltrúi grunnskólakennara lagði fram eftirfarandi bókun:
   Félag grunnskólakennara í Hafnarfirði (FGH) vill koma eftirfarandi bókun á framfæri í tengslum við umræðu um skóladagatal:
   Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara á skóladagatal að vera ákveðið af skólastjóra í samráði við kennara. Vetrarfrísdagar og skipulagsdagar á skóladagatali falla undir þetta.

   Fulltrúi skólastjóra grunnskóla lagði fram eftirfarandi bókun:
   Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm og skulu ákveðnir af stkólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af
   kjarasamningum. Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að hluti þessara daga skuli sameiginlegur í leik- og grunnskólum. Á síðasta skólaári voru sameiginlegir dagar þrír. Fundur skólastjóra grunnskólanna í Hafnarfirði 3. febrúar 2020 óskar eftir að farið verði eftir því að dagar þessir skuli ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum.

   Áheyrnarfulltrúi grunnskólabarna lagði fram eftirfarandi bókun:
   Áheyrnarfulltrúi grunnskólabarna ítrekar fyrri bókun um vetrarfrí í grunnskólum og leggur til að gerð verði könnun meðal foreldra grunnskólabarna um viðhorf þeirra á fyrirkomulagi vetrarfrís.

   Bókun fulltrúa Miðflokksins
   Mikilvægt er að tillit sé tekið til álits skólastjórnenda og starfsmanna skólanna þegar ákvarðanir eru teknar um skóladagatöl. Einhver vafi virðist vera lögmæti ákvörðunarferlisins og því er lagt til að álits lögmanns sé aflað áður en ákvörðun um málið er tekin.

  • 2002067 – Viðbragðsáætlun Kórónaveiran

   Lagt fram.

   Lagt fram.

  • 2002069 – Á réttu róli

   Lagt fram til kynningar.

   Skólaþing sveitarfélaga var haldið 4. nóvember 2019 á Grand hóteli í Reykjavík.

   Megináhersla þingsins var á framtíðarskipan skólakerfisins og því velt upp hvernig núverandi skipan þess og framkvæmd skilar nemendum til að takast á við framtíðaráskoranir. Leitað var til ungmennaráða sveitarfélaga í þessu skyni.
   Þinginu verður fylgt eftir á morgunverðarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga 17. febrúar nk.
   Erindi frá þinginu og skýrslu frá þinginu má sjá
   á neðangreindum slóðum.

   https://www.samband.is/media/skolathing-og-malstofur/skyrsla-2019.pdf

   https://www.samband.is/verkefnin/skolamal/skolathing-og-malstofur/skolathing-2019

   Lagt fram.

  • 2002072 – Heilsubærinn Hafnarfjörður, ársskýrsla 2019

   Lögð fram ársskýrsla heilsubæjarins Hafnarfjörður 2019

   Kynnt ársskýrsla heilsubæjarverkefnisins fyrir árið 2019

   Fræðsluráð þakkar Geir Bjarnasyni íþrótta- og tómstundarfulltrúa kynninguna.

  • 2001677 – Frístundastyrkur 2019

   Lögð fram kynning á nýtingu á frístundastyrknum 2019.

   Fræðsluráð þakkar Geir Bjarnasyni kynninguna og fagnar því að þátttaka barna? og ungmenna í frístundastarfi hafi aukist.

  • 2001023F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 306

   Lögð fram fundargerð 306. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt