Fræðsluráð

26. febrúar 2020 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 434

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Jóhanna Erla Guðjónsdóttir varamaður
  • Steinn Jóhannsson varamaður
  • Hólmfríður Þórisdóttir varamaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Klara Guðrún Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Leifur Garðarsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Kristín Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Karla Þórisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Ilmur Dögg Níelsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1811063 – Málefni Víðistaðaskóla í Engidal

      Sjálfstæði Engidalsskóla.

      Fræðsluráð vísar samþykkt um sjálfstæði Engidalsskóla til frekara samþykkis í bæjarstjórn.

    • 1902478 – Ósk um viðbótarrými vegna frístundaheimilis Öldusels

      Lagt fram bréf skólastjóra Öldutúnsskóla varðandi húsnæðismál frístundarheimilis.

      Fræðsluráð vísar erindi frá skólastjóra Öldutúnsskóla um viðbótaraðstöðu Öldusels, frístundaheimilis, til umhverfis- og skipulagssviðs með ósk um samstarf við mennta- og lýðheilsusviðs að lausn mála.

    • 2002068 – Þróunarverkefni Universal Design for Learning (UDL)

      Kynning á UDL

      Fræðsluráð þakkar Dögg Gunnarsdóttur, skólastjóra Lækjarskóla og Ingu Magnúsdóttur, skólastjóra Skarðshlíðarskóla fyrir kynninguna.

    • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

      Drög að erindisbréfi lögð fram. Undirskriftarlisti starfsmanna í leikskólum lagður fram.

      Meirihluti fræðsluráðs þakkar góðar og gagnlegar umræður varðandi sumaropnun leikskóla.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun;
      Samfylkingin í Hafnarfirði bókar að óskað er eftir umsögn þróunarfulltrúa leikskóla um möguleg áhrif breytinga sumaropnunar, þ.e. á mögulega fækkun leikskólakennara, á faglegt starf leikskólanna, kostnaðarauka við opnunina, hvenær viðhaldi verður sinnt ef skólarnir eru alltaf opnir, mögulega nýtingu sumaropnunar og hvort sumaropnun ætti að gilda um alla leikskóla bæjarins? Einnig vill Samfylkingin lýsa yfir vonbrigðum með að ekki skyldi haft samráð við starfsfólk leikskólanna um sumaropnunina. Faglegt samráð er afar mikilvægt þegar er verið að ræða starf leikskólanna.
      Steinn Jóhannsson, sign

      Fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun;
      Starfsfólk leikskóla í Hafnarfirði hefur skilað hér inn undirskriftalistum og komið viðhorfum sínum á framfæri við fræðsluráð varðandi sumaropnanir leikskólanna.390 starfsmenn leikskóla bæjarins hafa mótmælt þessari ákvörðun. Mikilvægt er að breytingar sem þessar séu gerðar í sátt við starfsfólk leikskólanna og er meirihluti fræðsluráðs hvattur til að endurskoða ákvörðun sína um sumaropnanir leikskóla.
      Hólmfríður Þórisdóttir, sign

      Fulltrúi leikskólastjóra lagði fram eftirfarandi bókun;
      Leikskólastjórar Hafnarfjarðarbæjar vilja koma á framfæri mótmælum vegna fyrirhugaðrar sumaropnunar leikskólanna 2021. Áhyggjur okkar snúa að hag leikskólabarna. Við sem erum sérfræðingar í kennslu á leikskólastigi sjáum illa hvernig þessi breyting getur verið skref í átt að barnvænna samfélagi.
      Sem stjórnendur skólastofnana höfum við einnig áhyggjur af upphafi og enda skólaársins, útskrift, innritun og aðlögun nýnema sem mun seinka við þessa aðgerð.
      Skortur á samtali, samráðsleysi og upplýsingum til okkar fyrir ákvörðunina, hefur einnig virkað neikvætt. Benda má á að í breytingastjórnun þykja ákvarðanir sem teknar eru af yfirvöldum, og eiga að hríslast niður, vekja tortryggni og oftar en ekki virka þær illa.
      Í okkar huga er hlutverk leikskólans skýrt en skilin annarsvegar á milli kennslu/umönnunar sem er hlutverk okkar í daglegu leikskólastarfi og hinsvegar vistunar/gæslu, orðin óskýrari með þessari ákvörðun Fræðsluráðs. Leitt er til þess að hugsa að Fræðsluráð, sem þó hefur staðið fyrir mörgum góðum breytingum í leikskólum bæjarins á kjörtímabilinu, geri ekki meiri greinarmun á kennslu og gæslu.
      Í okkar huga þurfa mörkin milli kennslu og þjónustu að vera skýr þegar rætt er um sumarlokun og í því sambandi bendum við á að í grunnskólanum fara allir kennarar í orlof á sama tíma og við taka leikjanámskeið. Yfirlýsing fræðsluráðs um að starfsemi leikskólanna verði óskert í sumaropnun stenst því enga skoðun.
      Á sama tíma og dregið er úr framkvæmdum við að bæta starfsaðstæður í leikskólunum vegna samdráttar í rekstri bæjarfélagsins, er farið í dýra breytingu á skólahaldi með því að halda leikskólunum opnum allt árið. Sumaropnun þýðir flóknara starfsmannahald og dýrari rekstur leikskólanna. Þetta kemur sérkennilega fyrir sjónir okkar sem berum ábyrgð á starfssemi leikskólanna.
      Við viljum vekja athygli á að 79% foreldra vill val um sumarleyfistíma, en 56% þeirra sem svara könnuninni vilja fara í frí í júlí, 21% velur ágúst og 23% velja júní. Í sömu könnun kom einnig fram að 94% foreldra gátu verið með barninu sínu í sumarorlofi að hluta eða að öllu leyti.
      Lilja Kolbrún Steinþórsdóttir, sign

    Fundargerð

    • 2002005F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 307

      Fundargerð ÍTH frá 19. febrúar sl. lögð fram.

Ábendingagátt