Fræðsluráð

23. september 2020 kl. 14:00

í Hafnarborg

Fundur 448

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2009125 – Tónlistarskóli nemendafjöldi þróun biðlistar framtíðarsýn

      Skólastjóri tónlistarskóla fer yfir stöðu innritunar og húsnæðis Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

      Fræðsluráð þakkar Eiríki Stephensen fyrir kynninguna. Ánægjulegt er að sjá hversu mikið og fjölbreytt starf er hjá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og áhugavert að kynnast þeim leiðum sem tónlistarskólinn fer í kennslu og miðlun tónlistar og náms.
      Sóknarfæri Tónlistarskólans liggja í nýju húsnæði tónlistarskólans í Skarðshlíðarskóla og liggja þar tækifæri sem vert er að skoða nánar. Fræðsluráð samþykkti í upphafi árs að skoða frekari möguleika á tónlistarkennslu í grunnskólum Hafnarfjarðar og heldur sú vinna áfram. Mikilvægt er að skoða biðlista vel hjá tónlistarskólanum sem tengdir eru við ákveðin hljóðfæri og kynna hljóðfæri sem ekki hefur verið eins mikil ásókn í eins og skólastjóri benti á í kynningu sinni.

      Fulltrúi Viðreisnar lagði fram eftirfarandi bókun:
      Það er dapurlegt að heyra að í jafn miklum tónlistar-og menningarbæ og Hafnarfirði séu jafn margir áhugasamir nemendur um tónlist sem komast ekki að í tónlistarnám. Það er vissulega jákvætt að tónlistarkennsla færist í auknum mæli inn i grunnskólanna og það er ánægjulegt að sjá að börn eru nú þegar farin að stunda tónlistarnám í Skarðshlíðarskóla. Ljóst er þó að þessi vinna gengur of hægt og á meðan lengjast biðlistarnir og börn í Hafnarfirði missa af því að læra tónlist. Börnin í Hafnarfirði eiga betra skilið. Lagt er til að framkvæmdasvið bæjarins verði falið að skoða möguleika og kostnað við að breyta hluta af Menntasetrinu við Lækinn í aðstöðu fyrir Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Með þeim hætti næst það markmið að hægt verður að bjóða fleirum upp á tónlistarnám samhliða því sem unnið verði markvisst í að halda áfram að auka tónlistarkennslu inn í grunnskólunum og auka stöðugildi. Þá næst einnig það markmið að tengja betur klassiska og rytmíska deild Tónlistarskólans. Menntasetrið er í eigu bæjarins og það skortir framtíðarsýn fyrir húsið.
      Fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi Samfylkingar taka undir bókunina.

    • 2009131 – Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla - breytingatillaga 2020

      Minnisblað með samantekt af umræðum 447. fræðsluráðsfundar vegna fyrirhugaðra breytinga á viðmiðunarstundaskrá grunnskóla. Samantektin lögð fram til samþykktar áður en hún fer inn í samráðsgátt ráðuneytisins.

      Fræðsluráð þakkar þróunarfulltrúa grunnskóla fyrir samantekt á umræðu fræðsluráðs síðasta fundar og góðri yfirferð um þróun viðmiðunarstundatöflu grunnskóla á Íslandi.
      Fræðsluráð tekur undir álit þróunarfulltrúa grunnskóla Hafnarfjarðar og niðurstöðu hans vegna tillögu til breytingar á viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár grunnskóla 2020. Fræðsluráð leggur áherslu á og skorar á yfirvöld að fá fleiri sjónarmið og rök áður en ákvörðun verður tekin um umrædda breytingu.

    • 1902478 – Ósk um viðbótarrými vegna frístundaheimilis Öldusels

      Framkvæmdir og fjármögnun fjölgunar kennslustofa vegna Öldusels frístundaheimilis.

      Fræðsluráð fagnar því að fundin sé lausn á aðstöðuleysi frístundar í Öldutúnsskóla og samþykkir viðauka vegna viðbótarrýmis. Fræðsluráð leggur jafnframt til að aðstöðumál skólans séu tekin út í heild sinni.

    • 2009523 – Dagforeldri, starfsleyfi

      Lagt fram bréf dags. 22.september 2020 um endurnýjað starfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Ellý Ósk Erlingsdóttur.

      Samþykkt.

    • 2009007F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 319

      Lögð fram fundargerð 319. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt