Fræðsluráð

4. nóvember 2020 kl. 13:00

á fjarfundi

Fundur 453

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bergur Þorri Benjamínsson aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Kynning á tillögum áhersluþátta í fjárhagsáætlun.

      Umræður um fjárhagsáætlun.

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Kynning á fjölmenningarráði og áherslum þess.

      Fræðsluráð þakkar Ólafíu Björk Ívarsdóttur fyrir góða yfirferð og kynningu á fjölmenningarráði og málefnum tengt því. Fræðsluráð óskar eftir því að mennta- og lýðheilsusvið taki saman minnisblað um stöðu fjölmenningar meðal barna af erlendum uppruna í grunn- og leikskólum Hafnarfjarðar, frístund og félagsmiðstöðvum.

      Fulltrúi foreldraráðs grunnskólabarna lagði fram eftirfarandi bókun;
      Fulltrúi foreldraráðs grunnskólabarna þakkar góða kynningu á fjölmenningarráði og ítrekar fyrri bókun sem lögð var fram 9. september síðastliðinn sem var svohljóðandi:
      „Fulltrúi foreldraráðs fagnar áliti umboðsmanns Alþingis og ítrekar mikilvægi þess að vel sé tekið á móti einstaklingum af erlendum uppruna í skólum og frístundum. Það er nauðsynlegt að upplýsingar séu aðgengilegar á þeirra tungumáli og börn og foreldrar fái stuðning til að aðlagast íslenskum aðstæðum. Mikilvægt er að gera átak í þessum efnum, og að Hafnarfjarðarbær verði leiðandi í að taka við fjölskyldum af erlendum uppruna“
      Enn fremur er minnt á skýrslu starfshóps um forvarnir í Hafnarfirði þar sem segir: „Mikil umræða skapaðist um þá einstaklinga sem falla ekki alveg að kerfinu okkar. Börn sem koma hingað til lands sem hælisleitendur og börn sem eru af erlendum uppruna. Þetta eru einstaklingar sem við þurfum að ná til, þeirra og foreldranna. Í forvarnarvinnu samfélagsins okkar þarf fyrst og fremst að finna leiðir til að ná til foreldranna?.
      Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
      Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Skipulag starfs leik-, grunn og tónlistarskóla og íþróttastarfs, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í kórónaveirufaraldri.

      Fræðsluráð þakkar öllum þeim sem komu að skipulagningu skólastarfs við nýja reglugerð. Brugðist var vel við nýjum áskorunum og álagi í skólastarfi. Fræðsluráð sendir öllum þeim sem starfa í skólaumhverfi Hafnarfjarðar góðar kveðjur og þakklæti. Fræðsluráð samþykkir að gera breytingu á opnun frístundar á skipulagsdegi grunnskóla þann 13. nóvember. Frístund verður því lokuð þann dag vegna aðstæðna.

    • 1710533 – Skólavogin leikskólar

      Kynning á niðurstöðum foreldrakannanna í leikskólum.

      Lagt fram.

    • 11023155 – Skólavogin

      Kynning á niðurstöðum nemendakannanna og starfsmannakannanna Skólavogarinnar í grunnskólum.

      Lagt fram.

    • 2010644 – Menntavísindadeild ósk um að framkvæma rannsókn í Hraunvallaskólaleikskóla

      Ósk um framkvæmd rannsóknar í leikskóla lögð fram.

      Lagt fram.

    • 2007638 – Pílufélag fatlaðra, erindi

      Lögð fram drög til kynningar að samningi Hafnarfjarðarbæjar við Pílukastfélag fatlaðra í Hafnarfirði til eins árs.

      Lagt fram.

    • 2001513 – Listdansskóli Hafnarfjarðar, þjónustusamningur

      Lögð fram til kynningar drög að þjónustusamningi við Listdansskóla Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

    • 2011059 – Dagforeldri, starfsleyfi

      Lagt fram bréf dags. 3. nóvember sl. um bráðabirgðastarfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Guðmund Ingibergsson.

      Samþykkt.

    Fundargerðir

    • 2010016F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 321

      Lögð fram fundargerð 321. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt