Fræðsluráð

2. desember 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 455

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristjana Ósk Jónsdóttir varamaður
  • Steinn Jóhannsson varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      14. liður af fundi bæjarstjórnar þann 25.nóvember sl.

      Tillögur Samfylkingarinnar;

      1) Lagt er til að ráðið verði í 50 – 100% starf forvarnarfulltrúa.
      Mikilvægt er að ráðinn verði forvarnarfulltrúi í 50 – 100% starf sem heyra myndi undir íþrótta- og tómstundafulltrúa. Það er ljóst að ungt fólk hefur upplifað talsverða vanlíðan og erfiðleika í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar og einhver hópur hefur flosnað upp úr námi. Því er mikilvægt að setja inn aukið fé til að styðja við ungt fólk á þessum erfiðu tímum og koma í veg fyrir að það leiti í auknum mæli í neyslu og annan óheilbrigðan lífsstíl. Öflugar forvarnir eru afar mikilvægar til að hægt sé að takast á við eftirköst faraldursins og draga úr þeim skaða sem hann getur valdið hjá ungu fólki í samfélaginu.

      Vísa inn í fræðsluráð, íþrótta- og tómstundanefnd og bæjarráð.

      2) Efla starfsemi Ungmennahúsana í Hafnarfirði
      Fjölga þarf stöðugildum og rekstrarfé til Hamarsins og Músík og Mótor svo efla megi starf þeirra enn frekar. Það er mikilvægt að ungu fólki, 16 – 25 ára sé boðið upp á fjölbreytta þjónustu ekki hvað síst á þeim skrítnu og erfiðu tímum sem við lifum nú á. Það eru vísbendingar um verri andlega líðan þessa aldurshóps og meiri einangrun einstaklinga innan hans sem kalla á tafarlausar aðgerðir. Ungmennahúsin gegna mismunandi hlutverki í tómstundastarfi hafnfirskra ungmenna en hafa sameiginleg markmið um að stuðla að menningu og bættri þjónustu við ungmennin í gegnum þau verkefni sem þau taka þátt í. Hlutverk ungmennahúsanna er tvíþætt, annarsvegar að bjóða ungmennum upp á tómstundir sem hafa forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar er hlutverk þeirra að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Áhersla er lögð á fjölbreytileikann og að allir upplifi sig velkomna. Við leggjum því til að fjölgað verði um 2 stöðugildi í Hamrinum og 1 stöðugildi í Músík og Mótor á næsta fjárhagsári.

      Vísa inn í fræðsluráð, íþrótta- og tómstundanefnd og bæjarráð

      3) Þróunar- og nýsköpunarsjóður leik- og grunnskóla.
      Nýsköpunar- og þróunastarf er mikilvægur hluti skólastarfs. Við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu nú um stundir þá er afar mikilvægt að hvetja til þess að efla faglegt starf í skólum svo sem þróun kennsluaðferða og tækni sem hægt er að nota til hagsbóta fyrir nemendur í skólum bæjarins. Áætlað er að leggja 23 milljónir í þennan sjóð á næsta ári. Það er langt frá því að vera nóg við núverandi aðstæður. Því leggjum við til að lagðar verði 50 milljónir til viðbótar í þróunar- og nýsköpunarsjóð leik- og grunnskóla sem bæði opinberir aðilar og einkaðilar geta sótt fjármagn í til að þróa nýjar lausnir og aðferðir til hagsbóta fyrir hafnfirska nemendur.

      Vísa inn í fræðsluráð og bæjarráð.

      4) Uppbygging leikskóla í Öldutúnsskólahverfi
      Við fulltrúar Samfylkingarinnar leggjum til að hafist verði handa án tafa við frekari uppbyggingu á leikskóla í skólahverfi Öldutúnsskóla. Það er fyrirséð að með fjölgun íbúa í hverfinu, breytinga á aldurssamsetningu vegna endurnýjunar í hverfinu sem og með frekari áætlunum um lækkun á inntökualdri muni þörfin í hverfinu síst fara minnkandi og því mikilvægt að horfa til framtíðar. Ráðist verði þegar á næsta ári í að byggja upp þessa mikilvægu grunnþjónustu innan hverfisins með áherslu á að samnýta grunnstoðir leik- og grunnskóla og draga þannig úr aðgreiningu milli skólastiga.

      Vísa inn í fræðsluráð og bæjarráð

      5) Efla starf Brúarinnar með fjölgun stöðugilda.
      Fjölga þarf stöðugildum og efla enn frekar starf Brúarinnar. Það er ljóst að þverfaglegt starf í grunnskólum bæjarins hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú um stundir. Í kjölfar farsóttarinnar og þeirra efnahags- og félagslegu áhrifa sem hún hefur haft verður mikil þörf á að mæta nemendum í leik- og grunnskólum með markvissum hætti með snemmtækri íhlutun. Því er það tillaga okkar að í það minnsta tveimur stöðugildum verði bætt við til að efla þetta mikilvæga starf strax á næsta ári.

      Vísa inn í fjölskylduráð, fræðsluráð og bæjarráð

      Tillögur Viðreisnar;
      1. Bæta við stöðugildi sálfræðings á fræðslusviði/Brúin (fræðslusvið)
      2. Auka fé til Hamarsisns ungmennhúss (fræðslusvið)

      Tillögurnar lagðar fram og vísað til afgreiðslu aukafundar sem haldinn verður 10. desember nk.

    • 2011292 – Ungt fólk október 2020, 8.-10.bekkur vímuefnakönnun

      Lagðar fram niðurstöður Rannsókna og greininga, Ungt fólk 2020. Könnunin er gerð meðal allra nemenda í 8. – 10. bekk á Íslandi og var fyrst lögð fram á árinu 2020 í febrúar og síðan aftur núna í október til að skoða áhrif Covid á lífstíl unglinganna.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1909218 – Heilsubærinn Hafnafjörður, fundargerðir

      Fundargerðir haustannar 2020 lagðar fram til kynningar.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir helstu verkefni og þau verkefni sem eru í skoðun hjá stýrihóp verkefnisins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2011224 – Erindi frá skólabókasöfnum

      Minnisblað sviðsins um framkvæmd og fjármagn til bókakaupa í skólum lagt fram.

      Fræðsluráð vísar því til sviðsstjóra að útfæra jólagjafir til skólabókasafna og leikskóla úr þróunarsjóði í ár líkt og undanfarin tvö ár. Fræðsluráð leggur líka áherslu á að bókakostur skólabókasafna sé sem bestur hverju sinni. Aukið fjármagn hefur farið til skólabókasafna undanfarin ár. Fræðsluráð leggur áherslu á að skólabókasöfn og leikskólar séu undanþegin 1,5% hagræðingu í bókakaupum á næsta fjárhagsári. Mikilvægt er að þróunarsjóður styðji áfram við læsistefnu mennta- og lýðheilsusviðs.

    • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

      Erindi frá leikskólastjórum lagt fram.

      Fulltrúi Viðreisnar óskast bókað. Við teljum heilsársopnun leikskóla mikilvægt skref í að auka þjónustu við barnafjölskyldur sem geta núna hagað sínu sumarfríi þannig að allir í fjölskyldunni geti fengið sem flestar samverustundir saman. Á sama tíma teljum við að þjónustan megi ekki verða til þess óþarfa röskun verði á faglegu starfi leikskólanna. Við ítrekun mikilvægi þess, sem við höfum talað fyrir áður að hlustað sé á alla, fagfólk og foreldra. Og leggjum áherslu á mikilvægi þeirrar rýnivinnu sem fram mun fara í kjölfar þessarar breytingar. Sú endurgjöf sem út úr rýninni kemur mun gefa öllum aðilum mikilvægar upplýsingar og innsýn. Þannig verður hægt að taka ákvarðanir um framtíðarskipan opnunartíma leikskóla á ábyrgan og faglegan hátt öllum til hagsbóta.
      Karólína Helga Símonardóttir, sign

      Fulltrúi Miðflokksins í fræðsluráði er miður sín eftir að hafa lesið bréf Lilju Kolbrúnar leikskólastjóra og séð ályktanirnar frá Félagi stjórnenda leikskóla og Félagi leikskólakennara. Þetta kemur þó ekki á óvart þar sem ljóst hefur verið frá byrjun að þessi ákvörðun um sumarlokun leikskóla er í óþökk stjórnenda og starfsmanna leikskóla. Ég hef verið á móti sumarlokun leikskóla eða framkvæmd ákvörðunarinnar og talað gegn henni hér á fundum þar sem mér finnst ótækt að ganga með þessu þvert á vilja fagfólksins. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, þetta er menntastofnun en ekki þjónustumiðstöð eða gæsluvöllur eins og Lilja Kolbrún bendir svo réttilega á. Mér finnst það að halda þessari ákvörðun til streitu bera vott um ákveðið virðingarleysi við fagfólkið og bera vott um yfirstýringu þar sem mjög ólík upplifun er í gangi og skoðanir og óskir fagfólks ekki virtar. Það er engin ákvörðun svo heilög að ekki sé hægt að endurskoða hana og/eða víkja hreinlega frá henni. Ég vona að meirihlutinn í fræðsluráði taki tillit til ályktananna frá FLS og FL sem og bréfsins frá Lilju Kolbrúnu leikskólastjóra og skora á hann að falla frá ákvörðun sinni um sumarlokun leikskóla. Það er mikilvægara að ná sátt við stjórnendur og leikskólakennara og einblína á að ná fleiri fagaðilum inn í leikskólana okkar heldur en að keyra í gegn þessa ákvörðun sem svo greinilega er í óþökk þessara mikilvægu aðila.
      Undir þetta ritar Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í fræðsluráði.

Ábendingagátt