Fræðsluráð

15. desember 2020 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 457

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
 • Steinn Jóhannsson varamaður
 • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 2011221 – Engidalsskóli stækkun

   Úr fundargerð umhverfis og framkvæmdaráðs dags 2.12.2020

   Fræðsluráð vísar eftirfarandi bókun til umhverfis og skipulagssviðs: “Fræðsluráð vísar ósk Engidalsskóla um stækkun skólans í sjö árganga til umhverfis- og skipulagssviðs þar sem óskað er eftir því að sviðið vinni með skólastjórnendum að undirbúning að stækkun.”

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir kostnaðarmati.

   Fræðsluráð felur sviðsstjóra að leiða vinnu við kostnaðarmat og tillögu að breytingum á húsnæði Engidalsskóla.

  • 2011084 – Álfasteinn starfsaðstæður

   Lagt fram bréf leikskólastjóra Álfasteins dags. 20. október 2020.

   Fræðsluráð vísar erindi Álfasteins til umhverfis- og skipulagssviðs.

  • 1612389 – Samningur við Rio tinto og ÍBH um íþróttir

   Lagt fram bréf frá Rio Tinto, dags. 9. nóvember 2020.

   Fræðsluráð þakkar Rio Tinto á Íslandi fyrir styrkveitingu sína til íþróttastarfs og íþróttaiðkunar Hafnfirskra barna og ungmenna á undanförnum árum.

  • 2012263 – Umsögn foreldraráðs Álfabergs

   Lögð fram umsögn foreldraráðs Álfabergs.

   Fræðsluráð felur sviðsstjóra að kalla eftir upplýsingum frá leikskólastjóra Álfabergs um stöðu framkvæmda.

  Fundargerðir

  • 2011014F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 323

   Lögð fram fundargerð 323. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 2012008F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 324

   Lögð fram fundargerð 324. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt