Fræðsluráð

13. janúar 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 458

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Auðbjörg Ólafsdóttir aðalmaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Klara Guðrún Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 2012483 – Framboð grænkerafæðis í skólum, áskorun

   Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum.

   Lagt fram.

  • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram beiðni um umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015, landnotkun Selhraun suður.

   Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta-og lýðheilsusvið að taka saman umsögn um málið og senda til umhverfis- og skipulagssviðs.

  • 2012314 – Dagforeldri, starfsleyfi

   Lögð fram umsókn um bráðabirgðastarfsleyfi til daggæslu í heimahúsi fyrir Signý Lind Þorbergsdóttur

   Samþykkt.

  • 2101127 – Skóladagatöl 2021-2022

   Lögð fram fyrstu drög að grunnskóladagatali 2021-2022.

   Lagt fram.

   Fulltrúi skólastjóra gunnskóla lagði fram eftirfarandi bókun;
   Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm og skulu ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum, líkt og tekið er fram á skóladagatali.
   Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að hluti þessara daga skuli vera sameiginlegur í leik- og grunnskólum. Á síðusta skólaári voru sameiginlegir dagar þrír. Fundur skólastjóra grunnskólanna í Hafnarfirði 11. janúar 2021 óskar eftir að farið verði eftir því að dagar þessir skuli ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum.
   Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri Skarðshlíðarskóla

   Fulltrúi foreldraráðs grunnskólabarna lagði fram eftirfarandi bókun;
   Foreldraráð grunnskólabarna telur mikilvægt að kannað verði meðal foreldra afstaða þeirra til mismunandi útfærslna á vetrarfríum, t.d. vikufrí, óbreytt og aðra möguleika. Með öðrum orðum; að vetrafrí séu í stöðugri skoðun og öll sjónarmið liggi fyrir varðandi hvaða möguleikar nýtast fjölskyldum best. Um langt skeið hafa vetrarfrí verið bæði vor- og haustönn í 2-3 daga, en það er hægt að fara margar aðrir leiðir hvað það varðar og kanna afstöðu foreldra til þess.
   Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
   Kristín Blöndal Ragnarsdóttir

  Fundargerðir

  • 2012021F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 325

   Lögð fram fundargerð 325. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt