Fræðsluráð

27. janúar 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 459

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Auðbjörg Ólafsdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Steinn Jóhannsson varamaður
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2101127 – Skóladagatöl 2021-2022

      Minnisblað um gerð skóladagatala lagt fram og grunn skóladagatöl leik- og grunnskóla 2021-2022 lög fram til samþykktar.

      Fræðsluráð samþykkir tillögu um skóladagatöl leik og grunnskóla fyrir árið 2021-2022. Fræðsluráð óskar eftir því að skólaráð hvers grunnskóla fjalli um og skili áliti til fræðsluráðs fyrir 15. mars um hvort ástæða sé til að endurskoða núverandi fyrirkomulag á vetrarfríi í grunnskólum. Vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar er tvískipt og því þörf á þeirri umræðu hvort halda á núverandi fyrirkomulagi, að vetrarfríið yrði í einu lagi og eða hvort vilji sé til þess að gera breytingu annað hvert ár.

    • 1902128 – Skóladagatöl 2020-2021

      Lögð fram breyting á skóladagatali Víðistaðaskóla.

      Samþykkt með fyrirvara um að skólaráð Víðistaðaskóla samþykki breytinguna.

    • 2005485 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 8. Minna heimanám í grunnskólum

      Minnisblað sviðsins lagt fram.

      Fræðsluráð tekur undir niðurstöðu í umsögn þróunarfulltrúa grunnskóla Hafnarfjarðar þar sem grunnskólar Hafnarfjarðar eru hvattir til að setja sér áherslur og stefnu um framkvæmd heimanáms. Jafnframt tekur fræðsluráð undir hvatningu þróunarfulltrúa um að heimanám eigi að vera í stöðugri skoðun, að samtal um heimanám milli skólaráðs og skólastjórnenda sé reglulegt og að nemendur hafi vettvang til að ræða námið sjálft sem og heimanám innan skólans með formlegum og óformlegum hætti.

    • 2005488 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 11. Skólinn byrji seinna

      Minnisblað sviðsins lagt fram.

      Fræðsluráð mun ekki taka afstöðu til skólabyrjunar en hvetur grunnskóla Hafnarfjarðar til að taka jákvætt í tillögu ungmennaráðs og þá hugmynd að umræða um skóladaginn verði tekin í hverjum skóla fyrir sig t.d. á skólaþingum.

    • 2005483 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 6. Ekkert skólasund í unglingadeild

      Minnisblað sviðsins lagt fram.

      Fræðsluráð vekur athygli á því að tillaga ungmennaráðs brýtur í bága við meginsjónarmið grunnskólanáms en vekur athygli á meðfylgjandi minnisblaði þróunarfulltrúa grunnskóla Hafnarfjarðar þar sem bent er á undanþágur á hefðbundinni sundkennslu. Fræðsluráð hvetur ungmennaráð til að vekja máls á tillögu sinni á vettvangi menntamála.

    • 2101607 – Skólahúsnæði Öldutúnsskóla

      Fræðsluráð óskar eftir því að sviðsstjóri setji saman faghóp til að fjalla um og greina skólahúsnæði Öldutúnsskóla með það að markmiði að skoða núverandi húsnæði og uppbyggingu þess til framtíðar.

    • 2101591 – Leikskólalóðir

      Lagt fram bréf leikskólastjóra Hlíðarbergs varðandi leiksvæði skólans.

      Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til frekari skoðunar og vinnslu.

    • 2101330 – Dagforeldri, starfsleyfi

      Lögð fram beiðni um endurnýjun starfsleyfis fyrir Huldu Kristjánsdóttur.

      Samþykkt.

    • 2006080 – Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

      Lögð fram umsögn frá mennta- og lýðheilsusviði og fjölskyldu- og barnamálasviði um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

      Fræðsluráð tekur undir umsögn sviðsins og leggur áherslu á að starfsfólk skóla fái frekari tækifæri til að rýna frumvarpið og aðlaga að störfum sínum.

    • 2101580 – Forvarnaverkefni, Build, samstarfsverkefni með Pietasamtökunum

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti forvarnaverkefnið Build.

      Fræðsluráð þakkar íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir kynninguna og fagnar þessu mikilvæga samstarfi við Píetasamtökin.

    Fundargerðir

    • 2101003F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 326

      Lögð fram fundargerð 326. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt