Fræðsluráð

10. febrúar 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 460

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
 • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
 • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
 • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

 • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

 1. Almenn erindi

  • 2101733 – Stekkjarás, leikskólastjóri

   Lagt fram

   Fræðsluráð þakkar Öldu Agnesi Sveinsdóttur fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar.

   Fulltrúar Samfylkingar og Miðflokks lýsa yfir áhyggjum í ljósi þeirrar óánægju sem vart hefur orðið í hópi starfsfólks leikskóla eftir að sumaropnun var samþykkt án samráðs og þvert á vilja starfsfólksins og óttast að atgervisflótti starfsfólks sé yfirvofandi. Tekið skal fram að bókun þessi snýr ekki sérstaklega að umræddum starfsmanni Hafnarfjarðarbæjar sem þökkuð eru vel unnin störf hjá Hafnarfjarðarbæ.

  • 1902128 – Skóladagatöl 2020-2021

   Lögð fram staðfesting skólaráðs Víðistaðaskóla vegna breytinga á skóladagatali skólans sem samþykkt var með fyrirvara á síðasta fundi fræðsluráðs.

   Lagt fram.

  • 2102164 – Dagforeldri, starfsleyfi

   Lögð fram umsókn um endurnýjað starfsleyfi fyrir Dagbjörtu Bjarnadóttur.

   Samþykkt.

  • 2102248 – Fyrirspurn um ráðningarmál í grunnskólum Hafnarfjarðar

   Lagðar fram fyrirspurnir frá fulltrúa Miðflokksins um ráðningarmál í grunnskólum Hafnarfjarðar.

   Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs falið að taka saman minnisblað vegna fyrirspurnar fulltrúa Miðflokks.

  • 2102249 – Málefni kynfræðslu

   Lagt fram erindi frá Foreldraráði grunnskólabarna í Hafnarfirði varðandi kynfræðslu.

   Fræðsluráð tekur vel í erindi foreldraráðs grunnskólabarna og vísar því til frekari vinnslu hjá mennta- og lýðheilsusviði

  • 2102250 – Sérkennsla og skrifstofa leikskólastjóra í Hraunvallaleikskóla

   Lögð fram ósk leikskólastjóra Hraunvallaleikskóla um breytingar á rými skólans.

   Fræðsluráð vísar erindi Hraunvallaleikskóla til til umhverfis- og skipulagssviðs til frekari úrvinnslu.

  • 2102272 – Erindi frá Geðhjálp

   Lagt fram erindi Geðhjálpar um samstarf.

   Fræðsluráð samþykkir ósk um samstarf við Geðhjálp og fræðslustjóra falið að vinna málið áfram.

Ábendingagátt