Fræðsluráð

24. febrúar 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 461

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Yfirferð á niðurstöðu fjárhagsáætlunar sviðsins 2020.

    • 1910202 – Ytra mat grunnskóla í Hafnarfirði vor 2020

      Lögð fram skýrsla Menntamálastofnunnar um ytra mat Öldutúnsskóla, september 2020. Ennfremur lögð fram umbótaáætlun Öldútúnsskóla fyrir skólaárið 2021-2022.

      Lagt fram.

    • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

      Lagt fram bréf starfsmanna leikskólans Víðivalla varðandi sumaropnun leikskóla.

      Fulltrúum Miðflokksins og Samfylkingar í fræðsluráði þykir miður að meirihluti framsóknarflokks og óháðra og sjálfstæðisflokks í fræðsluráði skuli ekki falla frá ákvörðun sinni um sumaropnun leikskóla. Ítrekað heyrast óánægjuraddir starfsmanna í leikskólum, leikskólastjórum og meira að segja hafa bæði Félag leikskólastjóra og Félag leikskólakennara látið heyra í sér og beðið um að hætt verði við þessa ákvörðun. Hvað þarf meira til? Enn einu sinni er skorað á meirihlutann að hlusta á fagfólkið frekar en að fæla það burt úr sveitarfélaginu okkar. Hættið við sumaropnun leikskóla og hlúið að fagfólkinu okkar frekar en að ganga þvert á vilja þess og hætta á að hrekja það í burtu.
      Undir þetta rita Bjarney Grendal Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í fræðsluráði og Sigrún Sverrisdóttir fulltrúi Samfylkingar í fræðsluráði.

      Meirihluti fræðsluráðs bókar: Að gefnu tilefni skal það áréttað að starfsfólk leikskólanna mun taka sumarfrí eins og áður nema að framvegis munu ekki allir starfsmenn taka frí sitt í júlí. Hve stór hluti þeirra verður í fríi hverju sinni á tímabilinu maí-ágúst fer eftir fjölda barna á sama tíma. Til viðbótar við fastráðið starfsfólk, sem mun halda uppi starfinu yfir sumarmánuðina, koma til liðs við leikskólana ungmenni 18 ára eða eldri líkt og tíðkast hefur undanfarin sumur sem munu sækja sérstaklega um sumarstarf í leikskólum Hafnarfjarðar. Lögð verður àhersla à þjàlfun og verður gerð sú krafa að sumarstarfsfólkið sæki ítarlegt nàmskeið til undirbúnings fyrir starfið.
      Eins og komið hefur fram verður það metið að sumarfríum loknum hvernig sumaropnunin tókst til og brugðist við ábendingum allra sem að málinu koma. Í breytingum sem þessum felast að okkar mati tækifæri til að þróa og bæta starfsemi leikskólanna og með góðum vilja og samstarfi mun það takast hér í Hafnarfirði eins og í nágrannasveitarfélögum.

    • 2102608 – Dagforeldrar reglur um útgáfu starfsleyfa

      Lögð fram drög að breytingum á reglum um útgáfu starfsleyfi fyrir dagforeldra ásamt minnisblaði aðstoðarmanns sviðsstjóra.

      Fræðsluráð samþykkir breytingar á reglum um útgáfu starfsleyfa fyrir dagforeldra og vísar til frekara samþykkis í bæjarstjórn.

    Fundargerðir

    • 2101027F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 327

      Lögð fram fundargerð 327. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt