Fræðsluráð

21. apríl 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 465

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Hrund Apríl Guðmundsdóttir, aðstoðarmaður sviðsstjóra, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Elín Soffía Harðardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ásrún Sigrid Steindórsdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2011220 – Skólalóðir

      Stefán Eiríkur verkefnastjóri fasteigna hjá Hafnarfjarðarbæ fer yfir stöðu viðhaldsmála skólalóða í Hafnarfirði. Lagt fram minnisblað um viðhald á skólalóðum sumarið 2021.

      Fræðsluráð þakkar Stefáni fyrir kynninguna.

    • 2103721 – Gróskuhugarfar - þróunarverkefni í skólum Hafnarfjarðar

      Lagt fram til samþykktar

      Fræðsluráð samþykkir og fagnar því að farið verði af stað með þróunarvinnu við innleiðingu á gróskuhugarfari í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Um er að ræða þróunarverkefni til fimm ára og er unnið í samstarfi við dr. Hermund Sigmundsson. Verkefnastjóri og doktorsnemi er Bergsveinn Ólafsson.

      Verkefnið er að þróa og rannsaka inngrip til að stuðla að innihaldsríkri gróskuhugarfarsmenningu hjá börnum og ungmennum í skólum bæjarins. Innleiðing nálgunar gróskuhugarfars í skólum Hafnarfjarðar miðar að því að efla starfsfólk skólanna í hugmyndafræði hugarfars grósku í starfi með börnum.
      Megin markmið með verkefninu er meðal annars að auka trú barna á getu sína, sjálfseflingu, þrautsegju, stuðla að bættum námsárangri, farsæld og vellíðan barna.

    • 1803100 – Leikskólar, gjaldskrá

      Lögð fram tillaga um afgreiðslu leikskólagjalda yfir sumarmánuði, að greiðslur fyrir júlí mánuð verði felldar niður óháð því hvenær sumarorlof leikskólabarna er tekið.

      Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að greiðslur fyrir júlímánuð verði felldar niður óháð því hvenær sumarorlof leikskólabarns er tekið.

    • 1812064 – Reglur um frístundastyrki

      “Lagðar fram tillögur um breytingu á reglum um frístundastyrki og sérstaka frístundastyrki.

      Tillaga fulltrúa Miðflokksins;
      “Lagt er til að tungumálanám verði styrkhæft eins og annað frístundastarf. Þau börn og eldri borgarar sem stunda íslenskunám eða annað tungumálanám fái að njóta frístundastyrks til að standa straum af því námi og það verði styrkhæft eins og annað frístunda- og íþróttastarf.
      Tvítyngd börn og eldri borgarar í Hafnarfirði eiga að hafa tækifæri til að auka við og þjálfa móðurmálskunnáttu sína sem er mikilvægur grunnur að því að geta tileinkað sér annað tungumál. Móðurmálskunnátta er einnig forsenda virkrar þátttöku í frístundastarfi og mikilvægur hluti af menningu og sjálfsmynd Hafnfirðinga af erlendu bergi brotnu.”

      Fulltrúi Viðreisnar leggur til að Fræðsluráð (Fræðslu og frístundaþjónusta) setji á laggirnar styrk til móðurmálsnáms fyrir börn af erlendum uppruna, styrkurinn styðji við móðurmálsnám barna án þess að þau þurfi að leita í frístundasjóðinn sinn. Með styrknum er hægt að styðja þau til náms með því að geta fengið móðurmálsnámið niðurgreitt að miklu leyti eða öllu leyti.
      Fulltrúi Viðreisnar telur það eigi ekki að nota frístundastyrkinn undir móðurmálskennslu, fyrir því séu ýmisleg góð rök um mikilvægi þess að allir fái sama aðgengi að tómstundum sínum. Það hefur verið margrætt að börn af erlendum uppruna séu mun fámennari hópur í tómstundum en við viljum, ef við færum að setja móðurmálskennsluna undir þann lykil líka þá er hætta á því að þau detti enn frekar út úr tómstundum og velja nota frístundastyrkinn í móðurmálsnám. Við viljum að börnin fái allan þann stuðning sem mögulegt er á til þess að styrkja þau enn frekar í samfélaginu okkar.

      Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
      Verði þessar tillögur samþykktar markar það tímamót fyrir marga íbúa Hafnarfjarðar sem fram að þessu hafa ekki haft kost á því að veita börnum sínum þann sjálfsagða rétt að stunda nám í móðurmáli sínu eða stunda íslenskunám.
      Lagt er til að þessar nýju reglur verði kynntar sérstaklega fyrir foreldrum grunnskólabarna á heimasíðu bæjarins, á samfélagsmiðlum og fyrir fjölmenningarráði.”

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og óháðra, Samfylkingarinnar og Bæjarlistans taka undir með fulltrúa Miðflokks um mikilvægi þess að nemendur af erlendum uppruna fáí viðunandi kennslu í sínu móðurmáli. Fulltrúar sömu flokka geta ekki samþykkt tillögu Miðflokks um breytingu á reglum um frístundastyrki og byggja ákvörðun sína á minnisblaði mennta- og lýðheilsusviðs og taka undir rök sem fjallað er um í meðfylgjandi minnisblaði þar sem segir meðal annars: þátttaka barna í íþrótta- og tómstundastarfi hefur mikið gildi fyrir öll börn og jafnvel sérstakt gildi
      fyrir börn af erlendum uppruna. Í gegnum íþrótta- og tómstundastarfið er tækifæri til að efla félagsleg tengsl, taka þátt í daglegu lífi íslenskra barna og þátttakan spornar gegn félagslegri einangrun. Því felast hættur bakvið það að heimila notkun frístundastyrksins fyrir tungumálanám í aukinni einangrun barna af erlendum uppruna. Efla ætti þátttöku barna af erlendur bergi brotnu í íþrótta- og tómstundastarfinu en vísbendingar úr gögnum og rannsóknum sýna hlutfallslega minni þátttöku þess hóps. Til er sérstakur hafnfirskur sjóður sem aðstoðar þennan hóp fjárhagslega til þátttöku með greiðslu gjalda og búnaðar.
      Jafnframt hvetja sömu kjörnir fulltrúar til þess að hugað verði sérstaklega og skoðað með hvaða hætti hægt er að auka aðgengi að móðurmálskennslu fyrir nemendur af erlendum uppruna og hvaða úrræði er til staðar í dag.

      Fulltrúi Viðreisnar ítrekar fyrri tillögu þess efnis að (Fræðslu og frístundaþjónusta) setji á laggirnar styrk til móðurmálsnáms fyrir börn af erlendum uppruna, styrkurinn styðji við móðurmálsnám barna án þess að þau þurfi að leita í frístundasjóðinn sinn. Með styrknum er hægt að styðja þau til náms með því að geta fengið móðurmálsnámið niðurgreitt að miklu leyti eða öllu leyti.
      Fulltrúi Samfylkingar tekur undir.

      Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
      Hér hefur fræðsluráð hafnað því að frístundastyrkur gildi um tungumálanám barna. Það er miður að þessi niðurstaða hafi orðið raunin því kallað hefur verið eftir þessari breytingu hjá þeim sem málið varðar, það er meðal foreldra barna sem myndu fegnir þiggja þennan styrk til að nota í tungumálanám barna sinna. Þá ætti það að vera ákvörðun hverrar fjölskyldu hvernig styrknum er ráðstafað
      Skorað er á fræðsluráð að finna aðrar leiðir til að styrkja þetta nám og komi með tillögur að úrræðum fyrir næsta skólaár.

    • 1903239 – Sumaropnun leikskóla

      Á fundi bæjarráðs þ. 8. apríl var eftirfarandi tekið fyrir:
      Lögð fram fyrirspurn bæjarfulltrúa Viðreisnar:

      “Mig langar að kalla eftir áætlun bæjarins varðandi sumaropnun leikskólanna, framkvæmdaráætlun og kostnaðaráætlun.”

      Bæjarráð vísar framlögðum svörum til umfjöllunar í fræðsluráði.

      Ennfremur lagt fram minnisblað sviðsstjóra mennta- og lýðheilusviðs um framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna sumaropnunnar leikskóla.

      Lagt fram.

    • 1811286 – Þjónustusamningur við Hraunbúa

      Drög að rekstrarsamningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Skátafélagsins Hraunbúa lagður fram.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 2103034F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 321

      Lögð fram fundargerð 321. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt