Fræðsluráð

16. júní 2021 kl. 14:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 469

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Steinn Jóhannsson varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
  • Hólmfríður Þórisdóttir varaáheyrnarfulltrúi
  • Klara Guðrún Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

Ritari

  • Valgerður Sveinbjörnsdóttir ritari

Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Ingibjörg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Oddfríður Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sólveig Reynisdóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla og Kristín Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.

  1. Almenn erindi

    • 2004369 – Faghópur forvarna

      Lagt fram til samþykktar.

      Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Miðflokks ítreka mikilvægi þess að ráða forvarnarfulltrúa í 100% starf til að hægt sé að styðja enn betur við faghóp forvarna og fylgja eftir forvarnarstefnu bæjarfélagsins á öllum sviðum mannlífs unga fólksins í bænum. Afar mikilvægt er að hafa samfellu í forvarnarstarfi frá leikskúla upp í framhaldsskóla.
      Sé ekki nægt fjármagn til að ráða strax í haust í fulla stöðu er mikilvægt að huga að skýrari framtíðarsýn þannig að forvarnarfulltrúi sé í 100% starfi í náinni framtíð.

      Meirihluti fræðsluráðs samþykkir breytingu á erindisbréfi faghóps um forvanir jafnframt tekur meirihluti fræðsluráðs undir bókun minnihlutans um aukið starfshlutfall forvarnarfulltrúa og vísar til umræðu undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

    • 2101642 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXXVI. landsþing 2021

      Á fundi bæjarráðs þ. 3.júní var eftirfarandi tekið fyrir:
      2101642 – Samband íslenskra sveitarfélaga, XXXVI. landsþing 2021

      Lögð fram fundargerð frá aðalfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga 21.maí sl., ásamt skýrslu Framtíðarseturs Íslands.

      Bæjarráð vísar skýrslu Framtíðarseturs Íslands til umræðu inn í öll ráð fagsviða.

      Lagt fram.

    • 2106192 – Bréf til allra sveitarstjórna, forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

      Lögð fram aðgerðaáætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sbr. þingsályktun, nr.37/150.

      Lagt fram.

    • 2105110 – Ytra mat leikskóla Hlíðarendi 2021

      Ytra mat MMS á starfi leikskólans Hlíðarenda og umbótaáætlun skólans lögð fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 2101127 – Skóladagatöl 2021-2022 grunnskólar

      Lagt fram minnisblað um vetrarfrí í grunnskólum sbr.tillögu fræðsluráðs frá 27. janúar 2021.

      Niðurstaða úr könnun um vetrarfrí í grunnskólum lögð fram.Fræðsluráð vísar umræðu um niðurstöðu til foreldraráðs grunnskóla.

    • 2102249 – Málefni kynfræðslu

      Lögð fram skýrsla um kynfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar sbr. erindi foreldraráðs Hafnarfjarðar frá 10. febrúar 2021.

      Samantekt lögð fram. Fræðsluráð þakkar þróunarfulltrúa grunnskóla fyrir samantektina.

    • 2106315 – Staðfest þjálfunaraðild að Erasmus 2021-2027

      Lagt fram til kynningar sérstök aðild skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar að þjálfunarhluta Erasmus fyrir kennara skólaárin 2021-2027.

      Lagt fram.

    • 2106251 – Viðurkenningar fræðsluráðs 2021

      Lagðar fram tillögur um tilfærslu viðurkenninganna í ár og tillaga um breytingar á reglum.

      Viðurkenningar fræðsluráðs verða veittar á haustmánuðum og samþykkt að endurskoða fyrirkomulag samhliðia vinnu við menntastefnu Hafnarfjarðar með það í huga að styðja enn frekar við þróun uppbyggilegs skólastarfs. Jafnframt er lagt til að viðurkenningar verði tengdar þróunarsjóði.

    Fundargerðir

    • 2105011F – Íþrótta- og tómstundanefnd - 334

      Lögð fram fundargerð 334. fundar íþrótta- og tómstundanefndar.

Ábendingagátt